Jafnréttismál = Groundhog day Sandra B. Franks skrifar 8. mars 2024 07:30 Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti er haldinn 8. mars. Í fyrstu var þessi dagur haldinn í Bandaríkjunum fyrir 115 árum. Ári seinna var ákveðið á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1910 að daginn skildi halda árlega í mars, á sunnudegi, því það var eini frídagur verkakvenna þess tíma. Núna, öllum þessum árum síðar, velti ég því fyrir mér af hverju helmingur mannkyns haldi enn þennan sérstaka baráttudag? Það liggur reyndar í augum uppi þar sem helmingur mannkyns er beitt kerfisbundnu misrétti sem birtist meðala annars í lægri launum og ofbeldi af ýmsum toga. Einnig vegna þess að konur njóta ekki sömu tækifæra til stjórnunar og ábyrgðar og karlar. Að skrifa grein um jafnréttismál er í raun eins og upplifa kvikmyndina Groundhog-day. Að vera fastur í því sama, aftur og aftur og aftur. Ég veit ekki hversu margar greinar ég hef skrifað sem snerta þessi mál. Nýverið skrifaði ég greinina „Tvær konur geta leyst stóru málin” sem var áskorun til þeirra tveggja kvenna sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. En slík staða er ekki oft uppi á Íslandi. Í skrifum mínum óskaði ég eftir liðsinni þessara tveggja valdakvenna í baráttunni gegn kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði. Kerfislægur og ómálefnalegur launamunur Launamunur á meðal kvenna sem starfa hjá ríkinu, þar sem allflestir sjúkraliðar vinna, er um 10%. Þetta þýðir fyrir sjúkraliða sem eru með 700.000 kr. í laun á mánuði er launamunurinn um 80.000 kr., sem þýðir um 960.000 kr. á ári. Yfir starfsævina eru þetta yfir 47 mkr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu þeirra á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur félags- og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta kynjamisrétti og stuðla að jafnrétti, tala nú ekki um hjá sinu eigin starfsfólki. Hins vegar er staðreyndin sú að með athafnaleysi sínu styðja stjórnvöld þetta augljósa misrétti. Leiðrétta þarf launamisréttið Kjarasamningar sjúkraliða og annarra starfsmanna hjá hinu opinbera eru til umræðu þessa dagana. En hvað þýðir það? Það þýðir að þessar tvær ágætu konur sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu geta tekið áþreifanleg skerf í þessum kjaraviðræðum. Þær eru yfirmenn opinberra starfsmanna sem eru um 70% konur. Þessu til viðbótar þá er nánast önnur hver kona sem er á vinnumarkaði í dag, opinber starfsmaður. Ljóst er að leiðrétta þarf þennan kynbundna launamun, sem þýðir að hækka þarf laun hlutfalslega meira hjá hefðbundnum kvennastéttum. Sjúkraliðar er stétt sem líta ætti til, því störf okkar hafa alla tíð verði vanmetin til launa. Um 97% sjúkraliða eru konur, sem skipa eina af stærstu kvennastéttum landsins, og þá eru sjúkraliðar einnig næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Í komandi kjarasamningum þarf því að leggja línur um að leiðrétta launamisréttið í eitt skipti fyrir öll. Það þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við jafnrétti, og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir jafnrétti er haldinn 8. mars. Í fyrstu var þessi dagur haldinn í Bandaríkjunum fyrir 115 árum. Ári seinna var ákveðið á alþjóðlegri ráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 1910 að daginn skildi halda árlega í mars, á sunnudegi, því það var eini frídagur verkakvenna þess tíma. Núna, öllum þessum árum síðar, velti ég því fyrir mér af hverju helmingur mannkyns haldi enn þennan sérstaka baráttudag? Það liggur reyndar í augum uppi þar sem helmingur mannkyns er beitt kerfisbundnu misrétti sem birtist meðala annars í lægri launum og ofbeldi af ýmsum toga. Einnig vegna þess að konur njóta ekki sömu tækifæra til stjórnunar og ábyrgðar og karlar. Að skrifa grein um jafnréttismál er í raun eins og upplifa kvikmyndina Groundhog-day. Að vera fastur í því sama, aftur og aftur og aftur. Ég veit ekki hversu margar greinar ég hef skrifað sem snerta þessi mál. Nýverið skrifaði ég greinina „Tvær konur geta leyst stóru málin” sem var áskorun til þeirra tveggja kvenna sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu. En slík staða er ekki oft uppi á Íslandi. Í skrifum mínum óskaði ég eftir liðsinni þessara tveggja valdakvenna í baráttunni gegn kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði. Kerfislægur og ómálefnalegur launamunur Launamunur á meðal kvenna sem starfa hjá ríkinu, þar sem allflestir sjúkraliðar vinna, er um 10%. Þetta þýðir fyrir sjúkraliða sem eru með 700.000 kr. í laun á mánuði er launamunurinn um 80.000 kr., sem þýðir um 960.000 kr. á ári. Yfir starfsævina eru þetta yfir 47 mkr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu þeirra á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur félags- og efnahagslegur veruleiki kvenna sem hefur áhrif á lífsgæði og efnahagslega stöðu þeirra alla ævi. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta kynjamisrétti og stuðla að jafnrétti, tala nú ekki um hjá sinu eigin starfsfólki. Hins vegar er staðreyndin sú að með athafnaleysi sínu styðja stjórnvöld þetta augljósa misrétti. Leiðrétta þarf launamisréttið Kjarasamningar sjúkraliða og annarra starfsmanna hjá hinu opinbera eru til umræðu þessa dagana. En hvað þýðir það? Það þýðir að þessar tvær ágætu konur sem nú stjórna bæði forsætisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu geta tekið áþreifanleg skerf í þessum kjaraviðræðum. Þær eru yfirmenn opinberra starfsmanna sem eru um 70% konur. Þessu til viðbótar þá er nánast önnur hver kona sem er á vinnumarkaði í dag, opinber starfsmaður. Ljóst er að leiðrétta þarf þennan kynbundna launamun, sem þýðir að hækka þarf laun hlutfalslega meira hjá hefðbundnum kvennastéttum. Sjúkraliðar er stétt sem líta ætti til, því störf okkar hafa alla tíð verði vanmetin til launa. Um 97% sjúkraliða eru konur, sem skipa eina af stærstu kvennastéttum landsins, og þá eru sjúkraliðar einnig næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins. Í komandi kjarasamningum þarf því að leggja línur um að leiðrétta launamisréttið í eitt skipti fyrir öll. Það þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við jafnrétti, og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun