Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvöföldu endurkomubanni Árni Sæberg skrifar 7. mars 2024 12:15 Maðurinn var stöðvaður við komuna til Keflavíkurflugvallar. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var af Landsrétti á mánudag, segir að í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi atvikum verið lýst svo að maðurinn hafi komið til landsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Við komuna til landsins hafi Tollgæslan í flugstöð Leifs Eiríkssonar haft afskipti af manninum þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði til að koma inn í landið. Við afskipti lögreglu og Tollgæslu hafi hann kveðist heita [afmáð] og framvísað gildu vegabréfi ánöfnuðu honum. Í vegabréfinu hafi mátt sjá innstimplun á Schengensvæðið, í Ungverjalandi þann 18. febrúar 2024. Hann hafi kveðist vera kominn til landsins sem ferðamaður ásamt eiginkonu sinni. Sagðist hafa tekið upp nafn glænýrrar eiginkonu sinnar Maðurinn hafi ítrekað komið til landsins og notast við tvö eftirnöfn og nú það þriðja. Við skoðun á málum hans í lögreglukerfinu hafi komið í ljós ítrekuð afskipti af honum hér á landi og að hann væri í endurkomubanni á Schengen svæðið frá 12.6.2019 til 22.5.2025. Við uppflettingu í eftirlitskerfum Schengen hafi einnig komið í ljós að hann væri raunar í tvöföldu endurkomubanni, hið síðara til 17.7.2026. Við komuna til landsins hafi hann framvísað nýju vegabréfi með nýtilkomnu eftirnafni sem hann sagst hafa tekið upp eftir að hafa kvænst eiginkonu sinni í febrúar. Hann hafi verið skyldaður til að halda sig á ákveðnum stað innan flugstöðvarinnar við komuna til landsins þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði komu til landsins. Eftir að framangreint kom við ljós og fyrri saga hjá lögreglu, hafi manninum verið birt hugsanleg brottvísun frá landinu og mál hans verði sent Útlendingastofnun til ákvörðunar, lögum samkvæmt. Þá segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telji að sú hegðun sem maðurinn hefur sýnt fyrr og nú gefi til kynna að hann ógni allsherjarreglu, öryggi ríkisins og almannahagsmunum. Vísað brott vegna ógnar við almannahagsmuni Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að fyrirliggjandi upplýsingar lögreglu bendi eindregið til þess að tilvitnað ákvæði laga um útlendinga eigi við um manninn en uppfletting í lögreglukerfum sýni ítrekuð afskipti af honum auk þess sem rannsóknargögn beri með sér að honum hafi verið vísað frá landinu þar sem hann taldist vera ógn við almannahagsmuni. Með vísan til þess, meðal annars, féllst héraðsdómur á að manninum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 14. mars næstkomandi. Landsréttur hefur sem áður segir staðfest úrskurðinn. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem staðfestur var af Landsrétti á mánudag, segir að í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi atvikum verið lýst svo að maðurinn hafi komið til landsins þann 28. febrúar síðastliðinn. Við komuna til landsins hafi Tollgæslan í flugstöð Leifs Eiríkssonar haft afskipti af manninum þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði til að koma inn í landið. Við afskipti lögreglu og Tollgæslu hafi hann kveðist heita [afmáð] og framvísað gildu vegabréfi ánöfnuðu honum. Í vegabréfinu hafi mátt sjá innstimplun á Schengensvæðið, í Ungverjalandi þann 18. febrúar 2024. Hann hafi kveðist vera kominn til landsins sem ferðamaður ásamt eiginkonu sinni. Sagðist hafa tekið upp nafn glænýrrar eiginkonu sinnar Maðurinn hafi ítrekað komið til landsins og notast við tvö eftirnöfn og nú það þriðja. Við skoðun á málum hans í lögreglukerfinu hafi komið í ljós ítrekuð afskipti af honum hér á landi og að hann væri í endurkomubanni á Schengen svæðið frá 12.6.2019 til 22.5.2025. Við uppflettingu í eftirlitskerfum Schengen hafi einnig komið í ljós að hann væri raunar í tvöföldu endurkomubanni, hið síðara til 17.7.2026. Við komuna til landsins hafi hann framvísað nýju vegabréfi með nýtilkomnu eftirnafni sem hann sagst hafa tekið upp eftir að hafa kvænst eiginkonu sinni í febrúar. Hann hafi verið skyldaður til að halda sig á ákveðnum stað innan flugstöðvarinnar við komuna til landsins þar sem grunur léki á að hann uppfyllti ekki skilyrði komu til landsins. Eftir að framangreint kom við ljós og fyrri saga hjá lögreglu, hafi manninum verið birt hugsanleg brottvísun frá landinu og mál hans verði sent Útlendingastofnun til ákvörðunar, lögum samkvæmt. Þá segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telji að sú hegðun sem maðurinn hefur sýnt fyrr og nú gefi til kynna að hann ógni allsherjarreglu, öryggi ríkisins og almannahagsmunum. Vísað brott vegna ógnar við almannahagsmuni Í niðurstöðukafla héraðsdóms segir að fyrirliggjandi upplýsingar lögreglu bendi eindregið til þess að tilvitnað ákvæði laga um útlendinga eigi við um manninn en uppfletting í lögreglukerfum sýni ítrekuð afskipti af honum auk þess sem rannsóknargögn beri með sér að honum hafi verið vísað frá landinu þar sem hann taldist vera ógn við almannahagsmuni. Með vísan til þess, meðal annars, féllst héraðsdómur á að manninum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 14. mars næstkomandi. Landsréttur hefur sem áður segir staðfest úrskurðinn.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira