„Verður ekki aftur snúið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. mars 2024 23:30 Jón Arnór Stefánsson þekkir vel þörfina fyrir nýja þjóðarhöll. vísir/Arnar Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. Fjölmennt var í Laugardalshöll í dag er tilkynnt var um að auglýsing um útboð hefði verið send út um gjörvallt EES-svæðið. Jón Arnór Stefánsson var á meðal þeirra sem tók til máls en hann er formaður Þjóðarhallar ehf. Hann einn besti körfuboltamaður í sögu þjóðar og þekkja fáir betur en hann þörfina á nýrri höll. „Eins mikið og okkur þykir auðvitað vænt um þessa Laugardalshöll, þetta glæsilega mannvirki, sem hefur þjónað þjóðinni vel þá uppfyllir hún engan veginn kröfur sem eru gerðar í alþjóðakeppni,“ „Við eigum það skilið, afreksíþróttafólkið okkar og landsliðin, að spila sína heimaleiki hér á Íslandi. Ég held það hafi enginn áhuga á því að sækja heimaleiki Íslands eitthvað annað,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Þetta er mjög brýnt og mikilvægt verkefni.“ En hvaða þýðingu hefur skrefið sem tekið var í dag? „Þetta eru risastór tímamót vegna þess að það er búið auglýsa forval fyrir samkeppnisútboð. Þá er þetta ferli farið af stað og verður ekki aftur snúið. Þetta eru ákveðin tímamót. Það er eitthvað gerast í þessu verkefni, sem hefur verið stopp svolítið lengi, það er ástæðan fyrir því að maður tekur svoleiðis til orða,“ segir Jón Arnór. Ásmundur Einar Daðason er staðráðinn í að sjá nýja þjóðarhöll byrja að rísa á næsta ári, og að allt verði klárt fyrir HM í handbolta 2029 eða 2031.vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir að stefnt sé að því að ná samkomulagi við endanlegan hönnunar- og framkvæmdaraðila í lok árs. „Nú er auglýst þetta forval og svo er gert ráð fyrir því að í sumar séu valin teymin sem munu taka þátt í því að skila inn tillögu um hönnun þessa mannvirkis og gera tilboð í það. Í byrjun nýs árs verði valinn og gengið frá samningum við aðila um þetta. Þá geti framkvæmd hafist á því ári. Þetta eru mikil tímamót,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála. Fjármálaráðherra mætti og sýndi stuðning Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra, var ekki á meðal auglýstra framsögumanna í boði á blaðamannafundinn en hún var mætt á svæðið og tók til máls. Hún lýsti formlega yfir stuðningi ráðuneytisins við verkefnið. Slík yfirlýsing hefur ekki komið úr fjármálaráðuneytinu í ferlinu sem stendur yfir. En hvenær verður svo fyrsta skóflustungan? „Við erum að stefna að því að skóflustungan verði árið 2025. Auðvitað gætu aðstæður komið upp sem eru óviðráðanlegar þannig að þetta muni eitthvað teygjast. En við erum að setja stefnuna á verklok í lok árs 2027 eða ársbyrjun 2028,“ segir Jón Arnór. Körfubolti Handbolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Fjölmennt var í Laugardalshöll í dag er tilkynnt var um að auglýsing um útboð hefði verið send út um gjörvallt EES-svæðið. Jón Arnór Stefánsson var á meðal þeirra sem tók til máls en hann er formaður Þjóðarhallar ehf. Hann einn besti körfuboltamaður í sögu þjóðar og þekkja fáir betur en hann þörfina á nýrri höll. „Eins mikið og okkur þykir auðvitað vænt um þessa Laugardalshöll, þetta glæsilega mannvirki, sem hefur þjónað þjóðinni vel þá uppfyllir hún engan veginn kröfur sem eru gerðar í alþjóðakeppni,“ „Við eigum það skilið, afreksíþróttafólkið okkar og landsliðin, að spila sína heimaleiki hér á Íslandi. Ég held það hafi enginn áhuga á því að sækja heimaleiki Íslands eitthvað annað,“ segir Jón Arnór og bætir við: „Þetta er mjög brýnt og mikilvægt verkefni.“ En hvaða þýðingu hefur skrefið sem tekið var í dag? „Þetta eru risastór tímamót vegna þess að það er búið auglýsa forval fyrir samkeppnisútboð. Þá er þetta ferli farið af stað og verður ekki aftur snúið. Þetta eru ákveðin tímamót. Það er eitthvað gerast í þessu verkefni, sem hefur verið stopp svolítið lengi, það er ástæðan fyrir því að maður tekur svoleiðis til orða,“ segir Jón Arnór. Ásmundur Einar Daðason er staðráðinn í að sjá nýja þjóðarhöll byrja að rísa á næsta ári, og að allt verði klárt fyrir HM í handbolta 2029 eða 2031.vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir að stefnt sé að því að ná samkomulagi við endanlegan hönnunar- og framkvæmdaraðila í lok árs. „Nú er auglýst þetta forval og svo er gert ráð fyrir því að í sumar séu valin teymin sem munu taka þátt í því að skila inn tillögu um hönnun þessa mannvirkis og gera tilboð í það. Í byrjun nýs árs verði valinn og gengið frá samningum við aðila um þetta. Þá geti framkvæmd hafist á því ári. Þetta eru mikil tímamót,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála. Fjármálaráðherra mætti og sýndi stuðning Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra, var ekki á meðal auglýstra framsögumanna í boði á blaðamannafundinn en hún var mætt á svæðið og tók til máls. Hún lýsti formlega yfir stuðningi ráðuneytisins við verkefnið. Slík yfirlýsing hefur ekki komið úr fjármálaráðuneytinu í ferlinu sem stendur yfir. En hvenær verður svo fyrsta skóflustungan? „Við erum að stefna að því að skóflustungan verði árið 2025. Auðvitað gætu aðstæður komið upp sem eru óviðráðanlegar þannig að þetta muni eitthvað teygjast. En við erum að setja stefnuna á verklok í lok árs 2027 eða ársbyrjun 2028,“ segir Jón Arnór.
Körfubolti Handbolti Ný þjóðarhöll Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira