Gæsluvarðhald staðfest: „Gríðarlega miklar rannsóknir sem liggja að baki“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. mars 2024 19:13 Einn hinna handteknu á leið inn í Héraðsdóm Reykjavíkur á miðvikudag. vísir Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir sex sakborningum sem grunaðir eru um aðild að mansali, peningaþvætti og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Sem stendur eru níu sakborningar í málinu og mögulegt að þeir verði fleiri. Þetta segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í vikunni vegna málsins. Átta voru handteknir og einn sakborningur bættist við í gær. Sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á fimmtudaginn fyrir héraðsdómi, og nú hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð. Elín Agnes segir að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Þrír karlar og þrjár konur eru í gæsluvarðhaldi en Elín Agnes vill ekki gefa upp hvers kyns hinir þrír sakborningarnir eru. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðunum. Staðirnir koma ekki til með að opna aftur, að sögn Elínar Agnesar. Í aðgerðunum var notast við fíkniefnahunda. „Það var í raun formsatriði, það fundust engin fíkniefni á þessum stöðum. Samt sem áður eru ákveðnir þættir í skoðun hvað það varðar,“ bætir Elín Agnes við. Fram hefur komið að grunur hafi verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi um þónokkurt skeið. Spurð hvers vegna ráðist hafi verið í aðgerðir nú segir Elín Agnes: „Það hefur tekið tíma að safna þessu saman, fá fólk að borðinu, fá hagaðila með okkur í þetta. Þetta er ekki eitthvað sem er ákveðið á einni viku, langt því frá. Hér eru gríðarlega miklar rannsóknir sem liggja að baki.“ Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Dómsmál Reykjavík Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Þetta segir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í vikunni vegna málsins. Átta voru handteknir og einn sakborningur bættist við í gær. Sex voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á fimmtudaginn fyrir héraðsdómi, og nú hefur Landsréttur staðfest þann úrskurð. Elín Agnes segir að fórnarlömb séu á þriðja tug, bæði karlar og konur. Þrír karlar og þrjár konur eru í gæsluvarðhaldi en Elín Agnes vill ekki gefa upp hvers kyns hinir þrír sakborningarnir eru. Nokkrum veitingastöðum, gistiheimilum og hótelum var lokað í aðgerðunum. Staðirnir koma ekki til með að opna aftur, að sögn Elínar Agnesar. Í aðgerðunum var notast við fíkniefnahunda. „Það var í raun formsatriði, það fundust engin fíkniefni á þessum stöðum. Samt sem áður eru ákveðnir þættir í skoðun hvað það varðar,“ bætir Elín Agnes við. Fram hefur komið að grunur hafi verið uppi um skipulagða glæpastarfsemi um þónokkurt skeið. Spurð hvers vegna ráðist hafi verið í aðgerðir nú segir Elín Agnes: „Það hefur tekið tíma að safna þessu saman, fá fólk að borðinu, fá hagaðila með okkur í þetta. Þetta er ekki eitthvað sem er ákveðið á einni viku, langt því frá. Hér eru gríðarlega miklar rannsóknir sem liggja að baki.“
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Mansal Dómsmál Reykjavík Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira