Hreindýraveiðileyfi dregin út á föstudaginn Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2024 11:55 Leyfum fækkar, verðið hækkar en eftirspurn vex. Hér má sjá hreindýraveiðimann stilla sér upp yfir föllnum tarfi á Jökuldalsheiði. vísir/jakob Stöðugur samdráttur hefur verið í kvóta á hreindýr. Fleiri sækja um nú en í fyrra. Á heimasíðu umhverfisstofnunar segir að umsóknarfrestur um veiðileyfi fyrir hreindýr hafi runnið út á miðnætti fimmtudaginn 29. febrúar síðastliðinn. Dregið verður úr umsóknum í beinu streymi föstudaginn 15. mars klukkan 17.00. Breytilegt er eftir umsóknum hvaða líkur menn hafa á að fá úthlutað veiðileyfi en alls bárust 3.199 umsóknir, þar af 3.195 gildar. Kvótinn í ár er samtals 800 dýr, 403 tarfar og 397 kýr. Verðið hækkar Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni G. Gunnarssyni hreindýraeftirlitsmanni á Egilsstöðum var kvótinn í fyrra 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfar. Þá sóttu færri um eða 2.926. Verð leyfanna hækkaði til muna en það virðist ekki hafa komið að sök; svo virðist sem drjúgur hluti veiðimanna hafi úr nægu að spila. Ef til vill má greina þarna vaxandi misskiptingu í samfélaginu? Til samanburðar var gjaldið 2021 krónur 150.000 fyrir tarf en 86.000 fyrir kú. Í ár kostar þetta 193. 000 krónur fyrir tarf og 119.000 fyrir kú. Landeigendur sumir hverjir telja að þetta gjald eigi að hækka enn meira. Kvótinn dregst saman Árið 2022 var kvótinn samtals 1021 dýr, 475 tarfar og 546 kýr. Og 2021 var kvótinn 1.220 dýr. Þannig að stöðugur samdráttur hefur verið í útgefnum kvóta á dýr. Talningar tókust ekki vel á síðasta ári og tekur kvótinn að einhverju leyti mið af óvissu með stofnstærð. En nú fara í hönd allsherjar vetrartalningar sem framkvæma átti í fyrra en þá tókst illa til. Vera kann að kvótinn verði aukinn í kjölfar þess. En niðurstaðan er sem sagt sú að kvótinn minnkar og verðið hækkar en það virðist ekki koma niður á eftirspurninni. Skotveiði Stjórnsýsla Múlaþing Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Á heimasíðu umhverfisstofnunar segir að umsóknarfrestur um veiðileyfi fyrir hreindýr hafi runnið út á miðnætti fimmtudaginn 29. febrúar síðastliðinn. Dregið verður úr umsóknum í beinu streymi föstudaginn 15. mars klukkan 17.00. Breytilegt er eftir umsóknum hvaða líkur menn hafa á að fá úthlutað veiðileyfi en alls bárust 3.199 umsóknir, þar af 3.195 gildar. Kvótinn í ár er samtals 800 dýr, 403 tarfar og 397 kýr. Verðið hækkar Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni G. Gunnarssyni hreindýraeftirlitsmanni á Egilsstöðum var kvótinn í fyrra 901 hreindýr; 475 kýr og 426 tarfar. Þá sóttu færri um eða 2.926. Verð leyfanna hækkaði til muna en það virðist ekki hafa komið að sök; svo virðist sem drjúgur hluti veiðimanna hafi úr nægu að spila. Ef til vill má greina þarna vaxandi misskiptingu í samfélaginu? Til samanburðar var gjaldið 2021 krónur 150.000 fyrir tarf en 86.000 fyrir kú. Í ár kostar þetta 193. 000 krónur fyrir tarf og 119.000 fyrir kú. Landeigendur sumir hverjir telja að þetta gjald eigi að hækka enn meira. Kvótinn dregst saman Árið 2022 var kvótinn samtals 1021 dýr, 475 tarfar og 546 kýr. Og 2021 var kvótinn 1.220 dýr. Þannig að stöðugur samdráttur hefur verið í útgefnum kvóta á dýr. Talningar tókust ekki vel á síðasta ári og tekur kvótinn að einhverju leyti mið af óvissu með stofnstærð. En nú fara í hönd allsherjar vetrartalningar sem framkvæma átti í fyrra en þá tókst illa til. Vera kann að kvótinn verði aukinn í kjölfar þess. En niðurstaðan er sem sagt sú að kvótinn minnkar og verðið hækkar en það virðist ekki koma niður á eftirspurninni.
Skotveiði Stjórnsýsla Múlaþing Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira