Hvað er að þessari pólitík? Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 17:31 Forsætisráðherra Íslands er spurð hvort hún sé að íhuga forsetaframboð og hún getur ekki svarað þeirri einföldu spurningu með einföldu svari. Hversu undarleg þarf pólitíkin að vera til þess að sitjandi forsætisráðherra getur ekki svarað bara með “nei, ég er ekki að fara að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands”? Því á meðan forsætisráðherra svarar spurningunni ekki með skýrum hætti er verið að halda öllum möguleikum opnum. Ef einhver einstaklingur á Íslandi ætti að svara þessari spurningu á afgerandi hátt þá er það forsætisráðherra. Ráðherrann sem fer með forsetavaldið fyrir hönd forsetans samkvæmt stjórnarskránni. En þetta er ekkert nýtt. Stjórnmálamenn virðast eiga erfitt með að svara einföldustu spurningum með skýru svari. Oft eru svörin auðvitað loðin af því að spurningin er loðin, en í þessu tilfelli sem og svo mörgum öðrum líka þá er spurningin bara mjög skýr - en einhverra hluta eru svörin það ekki. Jú, stundum Bíddu nú hægur, gæti einhver sagt og dregið upp dæmi um stjórnmálafólk sem svarar með skýru já eða nei. Það gerist alveg. Aðallega þegar búið er að taka ákvarðanir eða semja um niðurstöðu. Það er hins vegar ekki þaðan sem mýtan um stjórnmálafólkið sem svarar engum spurningum kemur. Það er yfirleitt frekar auðvelt að spyrja stjórnmálafólk að staðreyndaspurningum. Þau svara þeim spurningum yfirleitt skýrt, þó svarið geti auðvitað verið rétt eða rangt eftir atvikum. Nei, það eru skoðanaspurningarnar sem virðast vera erfiðar fyrir stjórnmálafólk. Hvers vegna? Samkvæmt stjórnarskránni eru “Alþingismenn [...] eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Með öðrum orðum, þá eiga þingmenn að fylgja samvisku sinni í öllum málum. Það virðist þó stundum vera flókið. Hjá sumum flokkum virðist það skipta máli í hvaða stöðu innan flokksins viðkomandi þingmaður er. Ef viðkomandi er almennur þingmaður þá virðist sannfæringin fylgja skoðun formanns, svona alla jafna. Ef viðkomandi er hins vegar í forystu flokks þá eru skoðanirnar oft ekki svo skýrar. Þrátt fyrir að vera í rauninni ráðandi fyrir skoðun viðkomandi flokks. Þannig verða þá skoðanir almennra þingmanna jafn loðnar og formannsins. Ríkisstjórnarsamstarf Svo gerist það í stjórnarsamstarfi að skoðanir þingmanna þurfa ekki bara að fylgja skoðunum formanns flokksins heldur líka skoðunum ríkisstjórnarinnar. Það fer ekkert endilega gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um sannfæringu þingmanna. Það getur einfaldlega verið sannfæring þingmannsins að fylgja sannfæringu síns formanns, sem dæmi. En staðreyndin er samt sú að skoðanir fólks breytast í stjórn miðað við skoðanir í stjórnarandstöðu. Ástæðan fyrir þessu er meirihlutasamstarfið og hvernig það virkar, að minnsta kosti í núverandi ríkisstjórn. Flokkar í meirihlutasamstarfi eru ekki bara að koma sér saman um málefni sem þau eru öll sammála um. Þau sættast líka á að koma í gegn málum sem þau eru í raun ósammála um, m.t.t. sannfæringar sinnar, svo lengi sem hinir aðilarnir eru þá tilbúnir til þess að samþykkja eitthvað annað á móti. Þetta getur fræðilega séð verið málefnalegt, eitt skref afturábak í einu máli getur réttlætt tvö skref áfram í öðru máli. Þar sem litið er á að það sé alltaf hægt að ná framförum seinna, að meðaltali er verið að ná framförum. Hér vil ég vekja athygli á að það er ekki mín sannfæring og heldur ekki sannfæring Pírata almennt þar sem að í grunnstefnu Pírata segir að “Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.” Málamiðlanir En um þetta snýst hin margumtalaða málamiðlun. Að stjórnmálafólk þurfi nú að kunna málamiðlanir. Já, auðvitað. Það eru sjálfsögð sannindi. En það þarf líka alltaf að huga að kostnaðinum við þær málamiðlanir. Ef sá kostnaður eru skert réttindi þá eru það ekki skref sem við eigum að taka. Það er ekki framþróun. En það er bara þannig að það er sannfæring hjá sumu stjórnmálafólki að ganga afturábak. Það eru auðvitað bara sjónarmið og sannfæring sem hefur sitt lýðræðislega vægi og sitt sýnist hverjum hvað er framför og hvað er afturför. Við munum rífast um það þangað til sólin gleypir jörðina, og lengur ef okkur tekst að yfirgefa jörðina. Eitt sem við ættum hins vegar að vera betri í, er að krefja stjórnmálafólk um skýr svör þegar kemur að skoðunum þeirra. Hver er sannfæring þín? Hvað finnst þér? Finnst þér að sitjandi forsætisráðherra ætti að hoppa með engum fyrirvara í framboð til forseta Íslands? Það finnst mér að minnsta kosti ekki og mér finnst ekki boðlegt að það sé ekki hægt að svara þeirri spurningu afgerandi á einn eða annan hátt. Það er eitthvað að svoleiðis pólitík. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra Íslands er spurð hvort hún sé að íhuga forsetaframboð og hún getur ekki svarað þeirri einföldu spurningu með einföldu svari. Hversu undarleg þarf pólitíkin að vera til þess að sitjandi forsætisráðherra getur ekki svarað bara með “nei, ég er ekki að fara að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands”? Því á meðan forsætisráðherra svarar spurningunni ekki með skýrum hætti er verið að halda öllum möguleikum opnum. Ef einhver einstaklingur á Íslandi ætti að svara þessari spurningu á afgerandi hátt þá er það forsætisráðherra. Ráðherrann sem fer með forsetavaldið fyrir hönd forsetans samkvæmt stjórnarskránni. En þetta er ekkert nýtt. Stjórnmálamenn virðast eiga erfitt með að svara einföldustu spurningum með skýru svari. Oft eru svörin auðvitað loðin af því að spurningin er loðin, en í þessu tilfelli sem og svo mörgum öðrum líka þá er spurningin bara mjög skýr - en einhverra hluta eru svörin það ekki. Jú, stundum Bíddu nú hægur, gæti einhver sagt og dregið upp dæmi um stjórnmálafólk sem svarar með skýru já eða nei. Það gerist alveg. Aðallega þegar búið er að taka ákvarðanir eða semja um niðurstöðu. Það er hins vegar ekki þaðan sem mýtan um stjórnmálafólkið sem svarar engum spurningum kemur. Það er yfirleitt frekar auðvelt að spyrja stjórnmálafólk að staðreyndaspurningum. Þau svara þeim spurningum yfirleitt skýrt, þó svarið geti auðvitað verið rétt eða rangt eftir atvikum. Nei, það eru skoðanaspurningarnar sem virðast vera erfiðar fyrir stjórnmálafólk. Hvers vegna? Samkvæmt stjórnarskránni eru “Alþingismenn [...] eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.” Með öðrum orðum, þá eiga þingmenn að fylgja samvisku sinni í öllum málum. Það virðist þó stundum vera flókið. Hjá sumum flokkum virðist það skipta máli í hvaða stöðu innan flokksins viðkomandi þingmaður er. Ef viðkomandi er almennur þingmaður þá virðist sannfæringin fylgja skoðun formanns, svona alla jafna. Ef viðkomandi er hins vegar í forystu flokks þá eru skoðanirnar oft ekki svo skýrar. Þrátt fyrir að vera í rauninni ráðandi fyrir skoðun viðkomandi flokks. Þannig verða þá skoðanir almennra þingmanna jafn loðnar og formannsins. Ríkisstjórnarsamstarf Svo gerist það í stjórnarsamstarfi að skoðanir þingmanna þurfa ekki bara að fylgja skoðunum formanns flokksins heldur líka skoðunum ríkisstjórnarinnar. Það fer ekkert endilega gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um sannfæringu þingmanna. Það getur einfaldlega verið sannfæring þingmannsins að fylgja sannfæringu síns formanns, sem dæmi. En staðreyndin er samt sú að skoðanir fólks breytast í stjórn miðað við skoðanir í stjórnarandstöðu. Ástæðan fyrir þessu er meirihlutasamstarfið og hvernig það virkar, að minnsta kosti í núverandi ríkisstjórn. Flokkar í meirihlutasamstarfi eru ekki bara að koma sér saman um málefni sem þau eru öll sammála um. Þau sættast líka á að koma í gegn málum sem þau eru í raun ósammála um, m.t.t. sannfæringar sinnar, svo lengi sem hinir aðilarnir eru þá tilbúnir til þess að samþykkja eitthvað annað á móti. Þetta getur fræðilega séð verið málefnalegt, eitt skref afturábak í einu máli getur réttlætt tvö skref áfram í öðru máli. Þar sem litið er á að það sé alltaf hægt að ná framförum seinna, að meðaltali er verið að ná framförum. Hér vil ég vekja athygli á að það er ekki mín sannfæring og heldur ekki sannfæring Pírata almennt þar sem að í grunnstefnu Pírata segir að “Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert.” Málamiðlanir En um þetta snýst hin margumtalaða málamiðlun. Að stjórnmálafólk þurfi nú að kunna málamiðlanir. Já, auðvitað. Það eru sjálfsögð sannindi. En það þarf líka alltaf að huga að kostnaðinum við þær málamiðlanir. Ef sá kostnaður eru skert réttindi þá eru það ekki skref sem við eigum að taka. Það er ekki framþróun. En það er bara þannig að það er sannfæring hjá sumu stjórnmálafólki að ganga afturábak. Það eru auðvitað bara sjónarmið og sannfæring sem hefur sitt lýðræðislega vægi og sitt sýnist hverjum hvað er framför og hvað er afturför. Við munum rífast um það þangað til sólin gleypir jörðina, og lengur ef okkur tekst að yfirgefa jörðina. Eitt sem við ættum hins vegar að vera betri í, er að krefja stjórnmálafólk um skýr svör þegar kemur að skoðunum þeirra. Hver er sannfæring þín? Hvað finnst þér? Finnst þér að sitjandi forsætisráðherra ætti að hoppa með engum fyrirvara í framboð til forseta Íslands? Það finnst mér að minnsta kosti ekki og mér finnst ekki boðlegt að það sé ekki hægt að svara þeirri spurningu afgerandi á einn eða annan hátt. Það er eitthvað að svoleiðis pólitík. Höfundur er þingmaður Pírata.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun