Eins og Vísir greindi frá þá verða alls reistar þrjár styttur af Kobe heitnum. Styttan er 5,8 metrar á hæð og verður fyrir utan höll Lakers sem ber nú nafnið Crypto.com Arena en hér áður Staples Center. Í kringum styttuna verða síðan fimm eftirlíkingar af Larry O'Brien bikarnum sem liðin fá fyrir að verða NBA meistari.
Nú hefur The Athletic greint frá því að nokkrar klaufalegar stafsetningavillur séu á stigayfirliti styttunnar en við botn hennar má finna tölfræði úr leiknum fræga.
Þar er Von Wafer, fyrrverandi leikmaður Lakers, titlaður sem Vom Wafer. Þá er José Calderón, fyrrverandi leikmaður Toronto, titlaður sem Jose Calderson. Að sama skapi er orðið „decision“ tvívegis skrifað „decicion.“
„Við höfum vitað af þessu í nokkrar vikur og erum að vinna í leiðréttingu,“ segir talsmaður Lakers í viðtali við The Athletic.
From @TheAthletic: The Kobe Bryant statue recently unveiled to honor the Los Angeles Lakers legend outside https://t.co/f6jhiEqFvp Arena has four typos on the box score on the base of the statue. https://t.co/tT1dqz8Pzb
— The New York Times (@nytimes) March 12, 2024
Lakers er í 9. sæti Vesturdeildar NBA með 36 sigra og 30 töp. Alls leika liðin 82 leiki áður en efstu átta í Vestur- og Austurdeild fara í úrslitakeppni.