Vonar að búsetu í húsinu verði hætt Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2024 12:18 Jón Viðar Matthíasson er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. vísir/Steingrímur Dúi Slökkviliðsstjóri segir það dapurt að einhver búi í húsi í jafnslæmu ástandi og kona sem rætt var við í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gerir. Hann segir að þrátt fyrir meintan þrýsting hennar á leigusalann sé ábyrgðin alltaf hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sigurbjörgu Hlöðversdóttur, 62 ára öryrkja, sem býr í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Hún lýsti ófögrum samskiptum sínum við leigusala sinn sem hún segir hafa lofað að gera nauðsynlegar úrbætur á húsinu en ekki staðið við það. Leigusalinn, lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason, steig fram síðan í viðtali hjá Vísi í morgun og viðurkenndi að húsnæðið sé ekki hæft langtímaleigu, heldur hafi Sigurbjörg krafist þess að fá að búa þar. Alvarlegt og dapurt Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að útfrá ljósmyndum af húsinu sé það ekki gott að einhver sé búsettur þar. „Þetta er alvarlegt og mjög dapurt. Ég vona svo innilega að búsetu þarna verði hætt og húsið lagað og komið í gagnið. Þeim úrbótum skilað til byggingarfulltrúa og við fáum þá tækifæri til að koma að því út frá brunavörnum,“ segir Jón Viðar. Friðhelgi einkalífsins flækir málin Slökkviliðið á erfitt með að sinna eftirliti í húsnæði sem er skráð íbúðarhúsnæði, líkt og húsið sem Sigurbjörg býr í. „Almennt hjá okkur í eldvarnareftirlitinu er það atvinnuhúsnæði sem við skoðum. Í einstaka tilvikum þegar við fáum ábendingar þá höfum við farið inn í íbúðarhúsnæði en það er mjög erfitt fyrir okkur að fara inn í íbúðarhúsnæði bara út frá friðhelgi einkalífsins,“ segir Jón Viðar. Leynast oft hættur í samþykktu íbúðarhúsnæði Hann segir meintan þrýsting Sigurbjargar á leigusalann ekki breyta því að ábyrgðin sé hans. „Í sumum tilvikum eins og þetta dæmi sannar og mörg önnur, þá getur verið ákveðin hætta í íbúðarhúsnæði sem er hannað sem slíkt,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sigurbjörgu Hlöðversdóttur, 62 ára öryrkja, sem býr í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Hún lýsti ófögrum samskiptum sínum við leigusala sinn sem hún segir hafa lofað að gera nauðsynlegar úrbætur á húsinu en ekki staðið við það. Leigusalinn, lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason, steig fram síðan í viðtali hjá Vísi í morgun og viðurkenndi að húsnæðið sé ekki hæft langtímaleigu, heldur hafi Sigurbjörg krafist þess að fá að búa þar. Alvarlegt og dapurt Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að útfrá ljósmyndum af húsinu sé það ekki gott að einhver sé búsettur þar. „Þetta er alvarlegt og mjög dapurt. Ég vona svo innilega að búsetu þarna verði hætt og húsið lagað og komið í gagnið. Þeim úrbótum skilað til byggingarfulltrúa og við fáum þá tækifæri til að koma að því út frá brunavörnum,“ segir Jón Viðar. Friðhelgi einkalífsins flækir málin Slökkviliðið á erfitt með að sinna eftirliti í húsnæði sem er skráð íbúðarhúsnæði, líkt og húsið sem Sigurbjörg býr í. „Almennt hjá okkur í eldvarnareftirlitinu er það atvinnuhúsnæði sem við skoðum. Í einstaka tilvikum þegar við fáum ábendingar þá höfum við farið inn í íbúðarhúsnæði en það er mjög erfitt fyrir okkur að fara inn í íbúðarhúsnæði bara út frá friðhelgi einkalífsins,“ segir Jón Viðar. Leynast oft hættur í samþykktu íbúðarhúsnæði Hann segir meintan þrýsting Sigurbjargar á leigusalann ekki breyta því að ábyrgðin sé hans. „Í sumum tilvikum eins og þetta dæmi sannar og mörg önnur, þá getur verið ákveðin hætta í íbúðarhúsnæði sem er hannað sem slíkt,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira