Vonar að búsetu í húsinu verði hætt Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2024 12:18 Jón Viðar Matthíasson er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. vísir/Steingrímur Dúi Slökkviliðsstjóri segir það dapurt að einhver búi í húsi í jafnslæmu ástandi og kona sem rætt var við í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gerir. Hann segir að þrátt fyrir meintan þrýsting hennar á leigusalann sé ábyrgðin alltaf hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sigurbjörgu Hlöðversdóttur, 62 ára öryrkja, sem býr í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Hún lýsti ófögrum samskiptum sínum við leigusala sinn sem hún segir hafa lofað að gera nauðsynlegar úrbætur á húsinu en ekki staðið við það. Leigusalinn, lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason, steig fram síðan í viðtali hjá Vísi í morgun og viðurkenndi að húsnæðið sé ekki hæft langtímaleigu, heldur hafi Sigurbjörg krafist þess að fá að búa þar. Alvarlegt og dapurt Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að útfrá ljósmyndum af húsinu sé það ekki gott að einhver sé búsettur þar. „Þetta er alvarlegt og mjög dapurt. Ég vona svo innilega að búsetu þarna verði hætt og húsið lagað og komið í gagnið. Þeim úrbótum skilað til byggingarfulltrúa og við fáum þá tækifæri til að koma að því út frá brunavörnum,“ segir Jón Viðar. Friðhelgi einkalífsins flækir málin Slökkviliðið á erfitt með að sinna eftirliti í húsnæði sem er skráð íbúðarhúsnæði, líkt og húsið sem Sigurbjörg býr í. „Almennt hjá okkur í eldvarnareftirlitinu er það atvinnuhúsnæði sem við skoðum. Í einstaka tilvikum þegar við fáum ábendingar þá höfum við farið inn í íbúðarhúsnæði en það er mjög erfitt fyrir okkur að fara inn í íbúðarhúsnæði bara út frá friðhelgi einkalífsins,“ segir Jón Viðar. Leynast oft hættur í samþykktu íbúðarhúsnæði Hann segir meintan þrýsting Sigurbjargar á leigusalann ekki breyta því að ábyrgðin sé hans. „Í sumum tilvikum eins og þetta dæmi sannar og mörg önnur, þá getur verið ákveðin hætta í íbúðarhúsnæði sem er hannað sem slíkt,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sigurbjörgu Hlöðversdóttur, 62 ára öryrkja, sem býr í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Hún lýsti ófögrum samskiptum sínum við leigusala sinn sem hún segir hafa lofað að gera nauðsynlegar úrbætur á húsinu en ekki staðið við það. Leigusalinn, lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason, steig fram síðan í viðtali hjá Vísi í morgun og viðurkenndi að húsnæðið sé ekki hæft langtímaleigu, heldur hafi Sigurbjörg krafist þess að fá að búa þar. Alvarlegt og dapurt Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að útfrá ljósmyndum af húsinu sé það ekki gott að einhver sé búsettur þar. „Þetta er alvarlegt og mjög dapurt. Ég vona svo innilega að búsetu þarna verði hætt og húsið lagað og komið í gagnið. Þeim úrbótum skilað til byggingarfulltrúa og við fáum þá tækifæri til að koma að því út frá brunavörnum,“ segir Jón Viðar. Friðhelgi einkalífsins flækir málin Slökkviliðið á erfitt með að sinna eftirliti í húsnæði sem er skráð íbúðarhúsnæði, líkt og húsið sem Sigurbjörg býr í. „Almennt hjá okkur í eldvarnareftirlitinu er það atvinnuhúsnæði sem við skoðum. Í einstaka tilvikum þegar við fáum ábendingar þá höfum við farið inn í íbúðarhúsnæði en það er mjög erfitt fyrir okkur að fara inn í íbúðarhúsnæði bara út frá friðhelgi einkalífsins,“ segir Jón Viðar. Leynast oft hættur í samþykktu íbúðarhúsnæði Hann segir meintan þrýsting Sigurbjargar á leigusalann ekki breyta því að ábyrgðin sé hans. „Í sumum tilvikum eins og þetta dæmi sannar og mörg önnur, þá getur verið ákveðin hætta í íbúðarhúsnæði sem er hannað sem slíkt,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Sjá meira