Vonar að búsetu í húsinu verði hætt Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2024 12:18 Jón Viðar Matthíasson er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. vísir/Steingrímur Dúi Slökkviliðsstjóri segir það dapurt að einhver búi í húsi í jafnslæmu ástandi og kona sem rætt var við í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær gerir. Hann segir að þrátt fyrir meintan þrýsting hennar á leigusalann sé ábyrgðin alltaf hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sigurbjörgu Hlöðversdóttur, 62 ára öryrkja, sem býr í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Hún lýsti ófögrum samskiptum sínum við leigusala sinn sem hún segir hafa lofað að gera nauðsynlegar úrbætur á húsinu en ekki staðið við það. Leigusalinn, lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason, steig fram síðan í viðtali hjá Vísi í morgun og viðurkenndi að húsnæðið sé ekki hæft langtímaleigu, heldur hafi Sigurbjörg krafist þess að fá að búa þar. Alvarlegt og dapurt Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að útfrá ljósmyndum af húsinu sé það ekki gott að einhver sé búsettur þar. „Þetta er alvarlegt og mjög dapurt. Ég vona svo innilega að búsetu þarna verði hætt og húsið lagað og komið í gagnið. Þeim úrbótum skilað til byggingarfulltrúa og við fáum þá tækifæri til að koma að því út frá brunavörnum,“ segir Jón Viðar. Friðhelgi einkalífsins flækir málin Slökkviliðið á erfitt með að sinna eftirliti í húsnæði sem er skráð íbúðarhúsnæði, líkt og húsið sem Sigurbjörg býr í. „Almennt hjá okkur í eldvarnareftirlitinu er það atvinnuhúsnæði sem við skoðum. Í einstaka tilvikum þegar við fáum ábendingar þá höfum við farið inn í íbúðarhúsnæði en það er mjög erfitt fyrir okkur að fara inn í íbúðarhúsnæði bara út frá friðhelgi einkalífsins,“ segir Jón Viðar. Leynast oft hættur í samþykktu íbúðarhúsnæði Hann segir meintan þrýsting Sigurbjargar á leigusalann ekki breyta því að ábyrgðin sé hans. „Í sumum tilvikum eins og þetta dæmi sannar og mörg önnur, þá getur verið ákveðin hætta í íbúðarhúsnæði sem er hannað sem slíkt,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sigurbjörgu Hlöðversdóttur, 62 ára öryrkja, sem býr í leiguhúsnæði í Hafnarfirði. Hún lýsti ófögrum samskiptum sínum við leigusala sinn sem hún segir hafa lofað að gera nauðsynlegar úrbætur á húsinu en ekki staðið við það. Leigusalinn, lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason, steig fram síðan í viðtali hjá Vísi í morgun og viðurkenndi að húsnæðið sé ekki hæft langtímaleigu, heldur hafi Sigurbjörg krafist þess að fá að búa þar. Alvarlegt og dapurt Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að útfrá ljósmyndum af húsinu sé það ekki gott að einhver sé búsettur þar. „Þetta er alvarlegt og mjög dapurt. Ég vona svo innilega að búsetu þarna verði hætt og húsið lagað og komið í gagnið. Þeim úrbótum skilað til byggingarfulltrúa og við fáum þá tækifæri til að koma að því út frá brunavörnum,“ segir Jón Viðar. Friðhelgi einkalífsins flækir málin Slökkviliðið á erfitt með að sinna eftirliti í húsnæði sem er skráð íbúðarhúsnæði, líkt og húsið sem Sigurbjörg býr í. „Almennt hjá okkur í eldvarnareftirlitinu er það atvinnuhúsnæði sem við skoðum. Í einstaka tilvikum þegar við fáum ábendingar þá höfum við farið inn í íbúðarhúsnæði en það er mjög erfitt fyrir okkur að fara inn í íbúðarhúsnæði bara út frá friðhelgi einkalífsins,“ segir Jón Viðar. Leynast oft hættur í samþykktu íbúðarhúsnæði Hann segir meintan þrýsting Sigurbjargar á leigusalann ekki breyta því að ábyrgðin sé hans. „Í sumum tilvikum eins og þetta dæmi sannar og mörg önnur, þá getur verið ákveðin hætta í íbúðarhúsnæði sem er hannað sem slíkt,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira