Markaðslausnir tryggja öruggari raforku Jón Skafti Gestsson skrifar 14. mars 2024 12:02 Íslenska raforkukerfið er einstakt. Hvergi annars staðar á jörðinni hefur einangruð eyja tekið upp 100% endurnýjanlegt raforkukerfi sem styður við þróað nútímasamfélag fyrir almenning og fyrirtæki. Þetta er afrek sem vert er að hafa í huga þegar við lítum til framtíðar raforkukerfisins og þess samfélags sem við viljum að það þjóni. Áskoranir framtíðarinnar eru nefnilega ólíkar verkefnum fortíðarinnar. Tími miðstýringar er liðinn og markaðslausnir eru vænlegasta leiðin til þess að ná settum markmiðum. Afhendingaröryggi raforku á sér margar hliðar, tæknilegar og viðskiptalegar. Margt þarf að ganga upp til að raforka sé bæði aðgengileg og áreiðanleg og það er ekki gefið að svo verði áfram þótt svo hafið að mestu leyti verið hingað til. Framboð þarf að vera til staðar til að mæta eftirspurn, flutnings- og dreifikerfi þurfa líka að geta afhent orkuna og saman þurfa allir notendur kerfisins þurfa að vera nægjanlega sveigjanlegir til að laga sig að aðstæðum hverju sinni. Fyrirséð er að styrkja þarf alla þessa þætti til að tryggja afhendingaröryggi raforku. Umræða um skerðingar á afhendingu raforku hefur varla farið fram hjá neinum. Umræðan er að hluta til birtingarmynd náttúrulegs breytileika endurnýjanlegs raforkukerfis sem er komið of nálægt hámarksafköstum. Það eru nefnilega blikur á lofti um framboð raforku. Samtök iðnaðarins ályktuðu nýlega um grafalvarlega stöðu í raforkumálum þar sem framboðsskortur var sagður þegar orðinn „dragbítur á verðmætasköpun“. Enduróma þar frásagnir fyrri ára um fjölmörg glötuð tækifæri vegna orkuskorts. Við þessa sögu bætist sú staðreynd að virkjanakostir í rammaáætlun duga ekki til að mæta orkuþörf framtíðarinnar. Fleira kemur þó til. Flutningskerfi raforku er of veikburða og ræður ekki við að flytja raforku landshluta á milli í nægjanlegu magni til að koma í veg fyrir skerðingar. Veturinn 2021-2022 námu skerðingar á afhendingu raforku um 300 GWst og kostnaðurinn sem þeim fylgdi hefur verið metinn á 5,3 milljarða króna. Svipuð og jafnvel verri staða hefur verið uppi þennan vetur en mat á kostnaðinum sem af hefur hlotist liggur ekki fyrir. Markaðslausnir eru nauðsynlegar til að tryggja sveigjanleika Raforkukerfi hafa þá sérstöðu að framboð og eftirspurn verða að vera í jafnvægi öllum stundum. Þess vegna er sveigjanleiki nauðsynlegur. Í grófum dráttum má segja að hingað til hafi íslenska raforkukerfið mætt þessu verkefni með tvennum hætti. Annars vegar hefur vatnsafl verið notað til að skapa sveigjanlegt framboð og hins vegar hafa verið samningsbundnar heimildir til þess að skerða afhendingu til einstakra notenda þegar tímabundinn framboðsskortur myndast. Þessi einfalda miðstýrða nálgun á afhendingaröryggi dugar ekki til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Skapa verður hvata til þess að auka sveigjanleika í bæði framboði og eftirspurn. Fyrir liggur að framboð af jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum í rammaáætlun dugar ekki til að mæta orkuskiptum og framtíðarþörfum samfélagsins. Því þurfa að koma til aðrir virkjanakostir og þá sérstaklega vindorka. Vindorkan hefur þann kost að vera ódýr í vinnslu en á móti kemur að hún er óstýranleg. Það þýðir einfaldlega að framboð raforku verður breytilegra en það hefur verið hingað til og meiri óvissa til skemmri tíma. Vaxandi hlutur vindorku mun því krefjast meiri sveigjanleika af öðrum aðilum raforkukerfisins, hvort sem um ræðir notendur eða framleiðendur. Virkar markaðslausnir með tíðum viðskiptum og verði sem tekur mið af framboði og eftirspurn er sú leið sem nágrannaþjóðir okkar nota til að tryggja þennan sveigjanleika. Virkar markaðslausnir skapa skýr verðmerki sem veita þær upplýsingar sem notendur kerfisins þurfa til að byggja upp og reka hagkvæmt raforkukerfi, bæði til lengri tíma og skemmri. Til lengri tíma eru virk verðmerki nauðsynlegar upplýsingar fyrir fjárfesta um skynsemi þess að auka framboð með byggingu virkjana. Með öðrum orðum laga virk verðmerki framboð að eftirspurn til lengri tíma. Til skamms tíma er hins vegar erfitt að auka framboð því aðdragandi nýrra virkjana er langur. Bygging virkjana tekur mörg ár. Virk verðmerki hafa því það hlutverk til skamms tíma að laga eftirspurnina að framboði svo draga megi úr óhagkvæmum skerðingum. Allt snýst um orkuskiptin Orkuskiptin eru stærsta verkefni okkar kynslóðar. Vísindamönnum ber saman um hættuna af loftslagsbreytingum og samstaða er meðal þjóðarinnar um að við eigum að standa við skuldbindingar okkar og ná kolefnishlutleysi. Til þess að svo megi verða þurfum við að skipta út eldsneyti fyrir raforku og hafa hraðar hendur. Við þurfum að byrja á því að styrkja flutningskerfi raforku og virkja markaðslausnir. Hvort tveggja mun greiða götu nýrra fjárfestinga í orkuvinnslu og tryggja að orkan fáist afhent. Aðeins þá geta orkuskiptin komið í kjölfarið. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Íslenska raforkukerfið er einstakt. Hvergi annars staðar á jörðinni hefur einangruð eyja tekið upp 100% endurnýjanlegt raforkukerfi sem styður við þróað nútímasamfélag fyrir almenning og fyrirtæki. Þetta er afrek sem vert er að hafa í huga þegar við lítum til framtíðar raforkukerfisins og þess samfélags sem við viljum að það þjóni. Áskoranir framtíðarinnar eru nefnilega ólíkar verkefnum fortíðarinnar. Tími miðstýringar er liðinn og markaðslausnir eru vænlegasta leiðin til þess að ná settum markmiðum. Afhendingaröryggi raforku á sér margar hliðar, tæknilegar og viðskiptalegar. Margt þarf að ganga upp til að raforka sé bæði aðgengileg og áreiðanleg og það er ekki gefið að svo verði áfram þótt svo hafið að mestu leyti verið hingað til. Framboð þarf að vera til staðar til að mæta eftirspurn, flutnings- og dreifikerfi þurfa líka að geta afhent orkuna og saman þurfa allir notendur kerfisins þurfa að vera nægjanlega sveigjanlegir til að laga sig að aðstæðum hverju sinni. Fyrirséð er að styrkja þarf alla þessa þætti til að tryggja afhendingaröryggi raforku. Umræða um skerðingar á afhendingu raforku hefur varla farið fram hjá neinum. Umræðan er að hluta til birtingarmynd náttúrulegs breytileika endurnýjanlegs raforkukerfis sem er komið of nálægt hámarksafköstum. Það eru nefnilega blikur á lofti um framboð raforku. Samtök iðnaðarins ályktuðu nýlega um grafalvarlega stöðu í raforkumálum þar sem framboðsskortur var sagður þegar orðinn „dragbítur á verðmætasköpun“. Enduróma þar frásagnir fyrri ára um fjölmörg glötuð tækifæri vegna orkuskorts. Við þessa sögu bætist sú staðreynd að virkjanakostir í rammaáætlun duga ekki til að mæta orkuþörf framtíðarinnar. Fleira kemur þó til. Flutningskerfi raforku er of veikburða og ræður ekki við að flytja raforku landshluta á milli í nægjanlegu magni til að koma í veg fyrir skerðingar. Veturinn 2021-2022 námu skerðingar á afhendingu raforku um 300 GWst og kostnaðurinn sem þeim fylgdi hefur verið metinn á 5,3 milljarða króna. Svipuð og jafnvel verri staða hefur verið uppi þennan vetur en mat á kostnaðinum sem af hefur hlotist liggur ekki fyrir. Markaðslausnir eru nauðsynlegar til að tryggja sveigjanleika Raforkukerfi hafa þá sérstöðu að framboð og eftirspurn verða að vera í jafnvægi öllum stundum. Þess vegna er sveigjanleiki nauðsynlegur. Í grófum dráttum má segja að hingað til hafi íslenska raforkukerfið mætt þessu verkefni með tvennum hætti. Annars vegar hefur vatnsafl verið notað til að skapa sveigjanlegt framboð og hins vegar hafa verið samningsbundnar heimildir til þess að skerða afhendingu til einstakra notenda þegar tímabundinn framboðsskortur myndast. Þessi einfalda miðstýrða nálgun á afhendingaröryggi dugar ekki til að mæta áskorunum framtíðarinnar. Skapa verður hvata til þess að auka sveigjanleika í bæði framboði og eftirspurn. Fyrir liggur að framboð af jarðvarma- og vatnsaflsvirkjunum í rammaáætlun dugar ekki til að mæta orkuskiptum og framtíðarþörfum samfélagsins. Því þurfa að koma til aðrir virkjanakostir og þá sérstaklega vindorka. Vindorkan hefur þann kost að vera ódýr í vinnslu en á móti kemur að hún er óstýranleg. Það þýðir einfaldlega að framboð raforku verður breytilegra en það hefur verið hingað til og meiri óvissa til skemmri tíma. Vaxandi hlutur vindorku mun því krefjast meiri sveigjanleika af öðrum aðilum raforkukerfisins, hvort sem um ræðir notendur eða framleiðendur. Virkar markaðslausnir með tíðum viðskiptum og verði sem tekur mið af framboði og eftirspurn er sú leið sem nágrannaþjóðir okkar nota til að tryggja þennan sveigjanleika. Virkar markaðslausnir skapa skýr verðmerki sem veita þær upplýsingar sem notendur kerfisins þurfa til að byggja upp og reka hagkvæmt raforkukerfi, bæði til lengri tíma og skemmri. Til lengri tíma eru virk verðmerki nauðsynlegar upplýsingar fyrir fjárfesta um skynsemi þess að auka framboð með byggingu virkjana. Með öðrum orðum laga virk verðmerki framboð að eftirspurn til lengri tíma. Til skamms tíma er hins vegar erfitt að auka framboð því aðdragandi nýrra virkjana er langur. Bygging virkjana tekur mörg ár. Virk verðmerki hafa því það hlutverk til skamms tíma að laga eftirspurnina að framboði svo draga megi úr óhagkvæmum skerðingum. Allt snýst um orkuskiptin Orkuskiptin eru stærsta verkefni okkar kynslóðar. Vísindamönnum ber saman um hættuna af loftslagsbreytingum og samstaða er meðal þjóðarinnar um að við eigum að standa við skuldbindingar okkar og ná kolefnishlutleysi. Til þess að svo megi verða þurfum við að skipta út eldsneyti fyrir raforku og hafa hraðar hendur. Við þurfum að byrja á því að styrkja flutningskerfi raforku og virkja markaðslausnir. Hvort tveggja mun greiða götu nýrra fjárfestinga í orkuvinnslu og tryggja að orkan fáist afhent. Aðeins þá geta orkuskiptin komið í kjölfarið. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun