Frumhlaup Sjálfstæðismanna í héraði? Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 14. mars 2024 17:30 Við gleðjumst flest yfir því að stórir hópar launafólks á almennum vinnumarkaði hafi skrifað undir kjarasamninga til næstu fjögurra ára með aðkomu aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Markmið samningsaðila eru skýr; að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta, auka kaupmátt launafólks og vinna gegn verðbólgu. Vaxtakostnaður hefur áhrif á fjárhag sveitarfélaga og rekstur hins opinbera og heimilin í landinu. Talið er að sveitarfélögin spari um 2,5 milljarða fyrir hvert prósentustig lægri verðbólgu. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram þingsályktunartillögu á síðasta ári, þess efnis að mennta- og barnamálaráðherra skyldi falið að vinna heildstæða stefnu um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir urðu síðar ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar í kjarasamningsgerð. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafa áhrif á næringaröryggi nemenda, eru efnahagslegur stuðningur við fjölskyldur, geta stuðlað að bættum námsárangri nemenda og auka félagslegt jafnrétti. Sem félagsleg aðgerð má reikna með að hún kosti sveitarfélögin í heild 1,2 milljarða á ársgrundvelli. Aðgerðirnar og umbætur munu skila fólkinu í landinu vaxandi velsæld á næstu árum sem vert er að gleðjast yfir. Sjálfstæðisflokkurinn situr í ríkisstjórn, með Vinstrihreyfingunni grænu framboði og Framsóknarflokknum, og tekur þannig þátt í sameiginlegum fjölþættum aðgerðum með Sambandi íslenskra sveitarfélaga til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði. Fjölmargir oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum, eru þó langt í frá glaðir, og rita grein þar sem ákvörðunin um þátttöku sveitarfélaganna er gagnrýnd vegna skorts á samráði. Aðgerðin sem mun ná til ríflega 47.000 grunnskólabarna, er stórt kjaramál fyrir fjölskyldufólk og liður í veruleika kjarasamninga þar sem niðurstöður krefjast þess að samningsaðilar taki sameiginlega ábyrgð til að tryggja sátt á vinnumarkaði. Að horfa fram hjá skyldu allra, líka sveitarfélaga, til að koma að slíkri sátt er frumhlaup af hálfu oddvitanna. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri, varaþingmaður og ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Akureyri Sjálfstæðisflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við gleðjumst flest yfir því að stórir hópar launafólks á almennum vinnumarkaði hafi skrifað undir kjarasamninga til næstu fjögurra ára með aðkomu aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Markmið samningsaðila eru skýr; að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta, auka kaupmátt launafólks og vinna gegn verðbólgu. Vaxtakostnaður hefur áhrif á fjárhag sveitarfélaga og rekstur hins opinbera og heimilin í landinu. Talið er að sveitarfélögin spari um 2,5 milljarða fyrir hvert prósentustig lægri verðbólgu. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram þingsályktunartillögu á síðasta ári, þess efnis að mennta- og barnamálaráðherra skyldi falið að vinna heildstæða stefnu um gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir urðu síðar ein af kröfum verkalýðshreyfingarinnar í kjarasamningsgerð. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafa áhrif á næringaröryggi nemenda, eru efnahagslegur stuðningur við fjölskyldur, geta stuðlað að bættum námsárangri nemenda og auka félagslegt jafnrétti. Sem félagsleg aðgerð má reikna með að hún kosti sveitarfélögin í heild 1,2 milljarða á ársgrundvelli. Aðgerðirnar og umbætur munu skila fólkinu í landinu vaxandi velsæld á næstu árum sem vert er að gleðjast yfir. Sjálfstæðisflokkurinn situr í ríkisstjórn, með Vinstrihreyfingunni grænu framboði og Framsóknarflokknum, og tekur þannig þátt í sameiginlegum fjölþættum aðgerðum með Sambandi íslenskra sveitarfélaga til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði. Fjölmargir oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum, eru þó langt í frá glaðir, og rita grein þar sem ákvörðunin um þátttöku sveitarfélaganna er gagnrýnd vegna skorts á samráði. Aðgerðin sem mun ná til ríflega 47.000 grunnskólabarna, er stórt kjaramál fyrir fjölskyldufólk og liður í veruleika kjarasamninga þar sem niðurstöður krefjast þess að samningsaðilar taki sameiginlega ábyrgð til að tryggja sátt á vinnumarkaði. Að horfa fram hjá skyldu allra, líka sveitarfélaga, til að koma að slíkri sátt er frumhlaup af hálfu oddvitanna. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri, varaþingmaður og ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun