Engin svör Sigmar Guðmundsson skrifar 15. mars 2024 08:02 Manni sýnist að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir kjarasamninga, með aðkomu sveitarfélaga og 80 milljarða meðgjöf frá ríkisvaldinu, að þá standi þetta allt frekar tæpt. Atburðarásin er ekki sannfærandi, satt best að segja. Sem er miður því kjarasamningar til langs tíma eru nauðsynlegir. Það er ljóst eftir útspil Sjálfstæðisflokksins á sveitastjórnarstiginu að lítil sátt er um skólamáltíðir, sem þó er partur af samkomulaginu. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að hafa í huga að ríkisstjórnin á frumkvæði að skólamáltíðunum og síðast þegar ég vissi átti Sjálfstæðisflokkurinn aðild að ríkisstjórnarsamstarfinu. En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn í sveitastjórnum klóra sér í kollinum yfir Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni. Það er líka mikið áhyggjuefni að ráðherrar geti ekki svarað því hvernig fjármagna á þessa 80 milljarða meðgjöf ríkisins, sem þó er algert grundvallaratriði í baráttunni gegn verðbólgu. Ef það er ekki gert með réttum hætti, þá munu þessir milljarðatugir vinna gegn því markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Höfum í huga að íslensk markmið í þeim efnum eru almennt mjög metnaðarlaus í evrópsku samhengi því vextir og verðbólga eru alltaf talsvert hærri hér en í nágrannalöndunum. Alltaf. En þessi skortur á mikilvægum svörum um sameiginlega sýn á þetta risavaxna verkefni er auðvitað vegna þess að stjórnarflokkarnir hafa ekki náð að semja um nauðsynlegt aðhald, frekar en fyrri daginn. Það er líka mjög sérstakt hvað samtök atvinnulífsins hafa litla skoðun á því hvernig þetta verður fjármagnað því hingað til hafa þau verið mjög hvöss í gagnrýni sinni á aðhaldsleysi í ríkisfjármálum. Skoðanaleysi SA nú byggir sjálfsagt á því að þetta örlæti ríkisstjórnarinnar á annara manna fé er ekkert annað en niðurgreiðsla á launakostnaði atvinnulífsins. En hvort verðbólgan lækki fer svo eftir útfærslunni. Nauðsynlegt aðhald í ríkisrekstrinum á móti þessari meðgjöf er algert grundvallaratriði fyrir fyrirtæki landsins og launþega. Ég er hóflega bjartsýnn fyrir þeirra hönd því hingað til hefur orðið „aðhald“ verið innantómt skrúðyrði í stjórnarsamstarfinu og að mestu notað til heimabrúks á fundum í Valhöll. Samandregið er því staðan þannig að VG tók ákvörðun um að fjármagna gamalt kosningaloforð sitt um skólamáltíðir á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Og VG tók líka þá ákvörðun að greiða niður launakostnað fyrirtækja landsins með því að veita milljarðatugum í bótakerfin. Það var reyndar ekki á kostnað Sjálfstæðisflokksins heldur með velþóknun hans og algeru skoðanaleysi á útfærslunni. Enda mun þetta 80 milljarða faðmlag flokkanna sennilega verða úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar að mestu. Samningarnir renna svo út eftir fjögur ár. Í millitíðinni verða bæði kosningar til Alþingis og sveitastjórna. Hvað verður um fríar skólamáltíðir og áframhaldandi fjármögnun bótakerfanna þegar samningstímanum lýkur? Ætlar einhver að svara því? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sigmar Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Manni sýnist að þrátt fyrir að skrifað hafi verið undir kjarasamninga, með aðkomu sveitarfélaga og 80 milljarða meðgjöf frá ríkisvaldinu, að þá standi þetta allt frekar tæpt. Atburðarásin er ekki sannfærandi, satt best að segja. Sem er miður því kjarasamningar til langs tíma eru nauðsynlegir. Það er ljóst eftir útspil Sjálfstæðisflokksins á sveitastjórnarstiginu að lítil sátt er um skólamáltíðir, sem þó er partur af samkomulaginu. Í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að hafa í huga að ríkisstjórnin á frumkvæði að skólamáltíðunum og síðast þegar ég vissi átti Sjálfstæðisflokkurinn aðild að ríkisstjórnarsamstarfinu. En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn sem Sjálfstæðismenn í sveitastjórnum klóra sér í kollinum yfir Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni. Það er líka mikið áhyggjuefni að ráðherrar geti ekki svarað því hvernig fjármagna á þessa 80 milljarða meðgjöf ríkisins, sem þó er algert grundvallaratriði í baráttunni gegn verðbólgu. Ef það er ekki gert með réttum hætti, þá munu þessir milljarðatugir vinna gegn því markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Höfum í huga að íslensk markmið í þeim efnum eru almennt mjög metnaðarlaus í evrópsku samhengi því vextir og verðbólga eru alltaf talsvert hærri hér en í nágrannalöndunum. Alltaf. En þessi skortur á mikilvægum svörum um sameiginlega sýn á þetta risavaxna verkefni er auðvitað vegna þess að stjórnarflokkarnir hafa ekki náð að semja um nauðsynlegt aðhald, frekar en fyrri daginn. Það er líka mjög sérstakt hvað samtök atvinnulífsins hafa litla skoðun á því hvernig þetta verður fjármagnað því hingað til hafa þau verið mjög hvöss í gagnrýni sinni á aðhaldsleysi í ríkisfjármálum. Skoðanaleysi SA nú byggir sjálfsagt á því að þetta örlæti ríkisstjórnarinnar á annara manna fé er ekkert annað en niðurgreiðsla á launakostnaði atvinnulífsins. En hvort verðbólgan lækki fer svo eftir útfærslunni. Nauðsynlegt aðhald í ríkisrekstrinum á móti þessari meðgjöf er algert grundvallaratriði fyrir fyrirtæki landsins og launþega. Ég er hóflega bjartsýnn fyrir þeirra hönd því hingað til hefur orðið „aðhald“ verið innantómt skrúðyrði í stjórnarsamstarfinu og að mestu notað til heimabrúks á fundum í Valhöll. Samandregið er því staðan þannig að VG tók ákvörðun um að fjármagna gamalt kosningaloforð sitt um skólamáltíðir á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Og VG tók líka þá ákvörðun að greiða niður launakostnað fyrirtækja landsins með því að veita milljarðatugum í bótakerfin. Það var reyndar ekki á kostnað Sjálfstæðisflokksins heldur með velþóknun hans og algeru skoðanaleysi á útfærslunni. Enda mun þetta 80 milljarða faðmlag flokkanna sennilega verða úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar að mestu. Samningarnir renna svo út eftir fjögur ár. Í millitíðinni verða bæði kosningar til Alþingis og sveitastjórna. Hvað verður um fríar skólamáltíðir og áframhaldandi fjármögnun bótakerfanna þegar samningstímanum lýkur? Ætlar einhver að svara því? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun