Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, staðfestir í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið gert af ásettu ráði. Hraunið stefnir í átt að háspennumöstrum og var tekið út vegna þess.
Ef háspennulínan frá Svartsengi fer út getur orðið mikill skaði að söng Tómasar, bæði í Svartsengi og í Reykjanesbæ.
Á vefmyndavélum við Grindavík sést að rafmagn er farið af bænum. Í samtali við Hjördísi Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum kemur fram að rafmagn hafi verið tekið af bænum og benti Hjördís á HS-Veitur vegna málsins.