„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 12:02 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir atvinnulíf bæjarins í startholunum að hefja starfsemi á ný. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segist hafa verið búinn undir eldgos en áhyggjur hans og annarra Grindvíkinga hafi fyrst og fremst snúist að því hvar upptökin yrðu og hvert hraunflæðið rynni. „Miðað við að upptökin voru á nokkuð góðum stað má segja að það sé ákveðinn léttir að ekki fór verr. Þetta eru vissulega erfiðir tímar en miðað við aðstæður hefði þetta geta verið verra. En endurteknir atburðir af þessu tagi eru vissulega mjög erfiðir.“ Helstu innviðir virðast munu sleppa fyrir utan skemmdir á vegum. „Ef fram fer sem horfir að þetta verði ekki alvarlegra en svo, verður hægt að hefjast handa á nýjan leik við að leggja veg yfir Grindavíkurveginn forna. Þarna eru líka ljósleiðarar undir og rafmagnslögnin, en vonandi verða ekki frekari skemmdir af völdum þessa goss,“ segir Fannar. Sjá má viðtalið við Fannar í heild sinni í spilaranum að neðan. Hægt að halda úti starfsemi í bænum á meðan jörðin er róleg Fannar, sem var í samhæfingarmiðstöð almannavarna fram á nótt og mættur aftur snemma í segist aðalega hafa fylgst þaðan með atburðarrásinni frá því að eldgosið hófst í gærkvöldi. Hann hafi því ekki rætt við marga Grindvíkinga en þeir sem hann hafi heyrt í fylgist grannt með framvindu mála og reyni að átta sig á hvað framtíðin beri í skauti sér. „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim. Það á eftir að hefja endurreisnina, við erum að reyna halda sjó núna, halda innviðum gangandi. Svo verðum við bara að vonast til að þessu linni sem fyrst en við vitum það ekki.“ Þá segir Fannar að gert sé ráð fyrir því að hægt sé að halda úti starfsemi í Grindavík á milli gosa,á meðan jörðin er róleg, eins og hann orðar það. „Ég býst við því að við hefjumst handa núna þegar þessu linnir. En það skiptir máli að þessir þrír vegir þrír vegir inn og út úr bænum í bæinn, . Nesvegurm Grindavíkurvegur og Suðurstrandavegur, séu færir. Það gæti þurft að laga þá áður en hafist verður handa á nýjan leik en atvinnulífið er tilbúið til að fara af stað eftir því sem hægt er. Þá segir Fannar að varnargarðar við bæinn hafi sannað gildi sitt. Það er mikil öryggistilfinning í að þeir hafi virkað svona vel. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segist hafa verið búinn undir eldgos en áhyggjur hans og annarra Grindvíkinga hafi fyrst og fremst snúist að því hvar upptökin yrðu og hvert hraunflæðið rynni. „Miðað við að upptökin voru á nokkuð góðum stað má segja að það sé ákveðinn léttir að ekki fór verr. Þetta eru vissulega erfiðir tímar en miðað við aðstæður hefði þetta geta verið verra. En endurteknir atburðir af þessu tagi eru vissulega mjög erfiðir.“ Helstu innviðir virðast munu sleppa fyrir utan skemmdir á vegum. „Ef fram fer sem horfir að þetta verði ekki alvarlegra en svo, verður hægt að hefjast handa á nýjan leik við að leggja veg yfir Grindavíkurveginn forna. Þarna eru líka ljósleiðarar undir og rafmagnslögnin, en vonandi verða ekki frekari skemmdir af völdum þessa goss,“ segir Fannar. Sjá má viðtalið við Fannar í heild sinni í spilaranum að neðan. Hægt að halda úti starfsemi í bænum á meðan jörðin er róleg Fannar, sem var í samhæfingarmiðstöð almannavarna fram á nótt og mættur aftur snemma í segist aðalega hafa fylgst þaðan með atburðarrásinni frá því að eldgosið hófst í gærkvöldi. Hann hafi því ekki rætt við marga Grindvíkinga en þeir sem hann hafi heyrt í fylgist grannt með framvindu mála og reyni að átta sig á hvað framtíðin beri í skauti sér. „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim. Það á eftir að hefja endurreisnina, við erum að reyna halda sjó núna, halda innviðum gangandi. Svo verðum við bara að vonast til að þessu linni sem fyrst en við vitum það ekki.“ Þá segir Fannar að gert sé ráð fyrir því að hægt sé að halda úti starfsemi í Grindavík á milli gosa,á meðan jörðin er róleg, eins og hann orðar það. „Ég býst við því að við hefjumst handa núna þegar þessu linnir. En það skiptir máli að þessir þrír vegir þrír vegir inn og út úr bænum í bæinn, . Nesvegurm Grindavíkurvegur og Suðurstrandavegur, séu færir. Það gæti þurft að laga þá áður en hafist verður handa á nýjan leik en atvinnulífið er tilbúið til að fara af stað eftir því sem hægt er. Þá segir Fannar að varnargarðar við bæinn hafi sannað gildi sitt. Það er mikil öryggistilfinning í að þeir hafi virkað svona vel.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira