„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 12:02 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir atvinnulíf bæjarins í startholunum að hefja starfsemi á ný. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segist hafa verið búinn undir eldgos en áhyggjur hans og annarra Grindvíkinga hafi fyrst og fremst snúist að því hvar upptökin yrðu og hvert hraunflæðið rynni. „Miðað við að upptökin voru á nokkuð góðum stað má segja að það sé ákveðinn léttir að ekki fór verr. Þetta eru vissulega erfiðir tímar en miðað við aðstæður hefði þetta geta verið verra. En endurteknir atburðir af þessu tagi eru vissulega mjög erfiðir.“ Helstu innviðir virðast munu sleppa fyrir utan skemmdir á vegum. „Ef fram fer sem horfir að þetta verði ekki alvarlegra en svo, verður hægt að hefjast handa á nýjan leik við að leggja veg yfir Grindavíkurveginn forna. Þarna eru líka ljósleiðarar undir og rafmagnslögnin, en vonandi verða ekki frekari skemmdir af völdum þessa goss,“ segir Fannar. Sjá má viðtalið við Fannar í heild sinni í spilaranum að neðan. Hægt að halda úti starfsemi í bænum á meðan jörðin er róleg Fannar, sem var í samhæfingarmiðstöð almannavarna fram á nótt og mættur aftur snemma í segist aðalega hafa fylgst þaðan með atburðarrásinni frá því að eldgosið hófst í gærkvöldi. Hann hafi því ekki rætt við marga Grindvíkinga en þeir sem hann hafi heyrt í fylgist grannt með framvindu mála og reyni að átta sig á hvað framtíðin beri í skauti sér. „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim. Það á eftir að hefja endurreisnina, við erum að reyna halda sjó núna, halda innviðum gangandi. Svo verðum við bara að vonast til að þessu linni sem fyrst en við vitum það ekki.“ Þá segir Fannar að gert sé ráð fyrir því að hægt sé að halda úti starfsemi í Grindavík á milli gosa,á meðan jörðin er róleg, eins og hann orðar það. „Ég býst við því að við hefjumst handa núna þegar þessu linnir. En það skiptir máli að þessir þrír vegir þrír vegir inn og út úr bænum í bæinn, . Nesvegurm Grindavíkurvegur og Suðurstrandavegur, séu færir. Það gæti þurft að laga þá áður en hafist verður handa á nýjan leik en atvinnulífið er tilbúið til að fara af stað eftir því sem hægt er. Þá segir Fannar að varnargarðar við bæinn hafi sannað gildi sitt. Það er mikil öryggistilfinning í að þeir hafi virkað svona vel. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segist hafa verið búinn undir eldgos en áhyggjur hans og annarra Grindvíkinga hafi fyrst og fremst snúist að því hvar upptökin yrðu og hvert hraunflæðið rynni. „Miðað við að upptökin voru á nokkuð góðum stað má segja að það sé ákveðinn léttir að ekki fór verr. Þetta eru vissulega erfiðir tímar en miðað við aðstæður hefði þetta geta verið verra. En endurteknir atburðir af þessu tagi eru vissulega mjög erfiðir.“ Helstu innviðir virðast munu sleppa fyrir utan skemmdir á vegum. „Ef fram fer sem horfir að þetta verði ekki alvarlegra en svo, verður hægt að hefjast handa á nýjan leik við að leggja veg yfir Grindavíkurveginn forna. Þarna eru líka ljósleiðarar undir og rafmagnslögnin, en vonandi verða ekki frekari skemmdir af völdum þessa goss,“ segir Fannar. Sjá má viðtalið við Fannar í heild sinni í spilaranum að neðan. Hægt að halda úti starfsemi í bænum á meðan jörðin er róleg Fannar, sem var í samhæfingarmiðstöð almannavarna fram á nótt og mættur aftur snemma í segist aðalega hafa fylgst þaðan með atburðarrásinni frá því að eldgosið hófst í gærkvöldi. Hann hafi því ekki rætt við marga Grindvíkinga en þeir sem hann hafi heyrt í fylgist grannt með framvindu mála og reyni að átta sig á hvað framtíðin beri í skauti sér. „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim. Það á eftir að hefja endurreisnina, við erum að reyna halda sjó núna, halda innviðum gangandi. Svo verðum við bara að vonast til að þessu linni sem fyrst en við vitum það ekki.“ Þá segir Fannar að gert sé ráð fyrir því að hægt sé að halda úti starfsemi í Grindavík á milli gosa,á meðan jörðin er róleg, eins og hann orðar það. „Ég býst við því að við hefjumst handa núna þegar þessu linnir. En það skiptir máli að þessir þrír vegir þrír vegir inn og út úr bænum í bæinn, . Nesvegurm Grindavíkurvegur og Suðurstrandavegur, séu færir. Það gæti þurft að laga þá áður en hafist verður handa á nýjan leik en atvinnulífið er tilbúið til að fara af stað eftir því sem hægt er. Þá segir Fannar að varnargarðar við bæinn hafi sannað gildi sitt. Það er mikil öryggistilfinning í að þeir hafi virkað svona vel.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira