Sundhnúkareinin gæti verið á leið í mjög langt frí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2024 09:14 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, hefur oft haft rétt fyrir sér þegar hann spáir fyrir um upphaf eldgoss. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segist telja mögulegt að eldgosið sem hófst um helgina verði síðasta eldgosið á svæðinu í bili, þó eldvirkni á Reykjanesi sé hvergi nærri lokið. Mögulega eigi kerfið eitt eldgos í sér til viðbótar, sem verði þá eftir rúman mánuð. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og áður hefur komið fram spáði Þorvaldur því fyrir helgi að gos myndi hefjast um helgina. Hann segir mikilvægt að litið sé til þátta úr ýmsum fræðum þegar slíkar spár eru gerðar. „Þegar maður tekur tillit til fleiri þátta fær maður öðruvísi niðurstöðu og mín nálgun að reyna að horfa á þetta í eins heildstæðri mynd og hægt er. Ekki bara horfa á þetta frá jarðeðlisfræðilegu hliðinni eða bergfræðilegu hliðinni, heldur taka þetta saman og reyna að átta mig á því hvað þessir tveir, þrír þættir eru að segja okkur í sameiningu.“ Þorvaldur segir í besta falli stigsmun á hrauninu sem upp kemur úr eldgosi helgarinnar og þeim sem áður hafa sprottið fram á svæðinu. Kvikan nú sé að koma upp á grynnra dýpi, um fjögurra til fimm kílómetra dýpi á meðan kvika úr fyrri gosum hafi komið upp úr tíu til fimmtán kílómetra dýpi. Líklega stutt í goslok og tvær sviðsmyndir „Mér sýnist þetta nú vera komið nálægt því að hætta. Það hefur varað aðeins lengur en ég átti kannski von á,“ segir Þorvaldur um eldgosið sem hófst um helgina. „Það hefur náð að halda dampi en það þarf að fylgjast dálítið með núna á næstu dögum. Kannski næstu fimm dögum, af því að það ræður úrslitum um það hvaða sviðsmynd maður velur sér. Þær eru í rauninni tvær í augnablikinu.“ Hann segir aðra sviðsmynd vera þá að innflæði kviku nái jafnvægi. Það nái að viðhalda fjögurra milljón rúmmetra flæði á sekúndu í grynnra geymsluhólf. „Þá myndi ég reikna með að það tæki kannski svona fimm, sex vikur, plús eitthvað að fylla þá þennan kvikugeym aftur þannig að hann væri kominn að þolmörkum og tilbúinn í gos.“ Hin sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr flæði kviku inn í kerfið. Það myndi þá mögulega detta niður fyrir tvo, til þrjá milljón rúmmetra á sekúndu eftir einn til tvo mánuði. „Og til þess að viðhalda flæði í gegnum svona sprungu, svona línulega gosrás, þá þarf flæðið að vera meira heldur en tveir til þrír rúmmetrar á sekúndu. Ef það dettur niður fyrir þetta gildi þá gæti innflæðið stöðvast, þaf afleiðandi eldrisið og eldgosin.“ Sundhnúkareinin gæti verið að tæmast Spurður segir Þorvaldur að þetta gæti hugsanlega verið síðasta eldogsið í bili. Það sé líka hugsanlegt að eitt eldgos gæti komið upp í viðbót eftir rúman mánuð, eins og verið hefur. Í bili? Hvað er það stórt bil? „Við erum náttúrulega í eldgosatímabili. Þó svo að Sundhnúkareinin hætti þá er eldvirknin á Reykjanesskaganum ekkert komin í frí, heldur mun hún taka sig upp aftur og svona umbrotahrinur munu verða hluti af lífi okkar næstu hundruð árin. En það góða við að ef þetta hættir þarna á Sundhnúkareininni, að þá miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag, fer Sundhnúkareinin í mjög langt frí. Jafnvel sjö hundruð ár eða eitthvað svoleiðis.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Eins og áður hefur komið fram spáði Þorvaldur því fyrir helgi að gos myndi hefjast um helgina. Hann segir mikilvægt að litið sé til þátta úr ýmsum fræðum þegar slíkar spár eru gerðar. „Þegar maður tekur tillit til fleiri þátta fær maður öðruvísi niðurstöðu og mín nálgun að reyna að horfa á þetta í eins heildstæðri mynd og hægt er. Ekki bara horfa á þetta frá jarðeðlisfræðilegu hliðinni eða bergfræðilegu hliðinni, heldur taka þetta saman og reyna að átta mig á því hvað þessir tveir, þrír þættir eru að segja okkur í sameiningu.“ Þorvaldur segir í besta falli stigsmun á hrauninu sem upp kemur úr eldgosi helgarinnar og þeim sem áður hafa sprottið fram á svæðinu. Kvikan nú sé að koma upp á grynnra dýpi, um fjögurra til fimm kílómetra dýpi á meðan kvika úr fyrri gosum hafi komið upp úr tíu til fimmtán kílómetra dýpi. Líklega stutt í goslok og tvær sviðsmyndir „Mér sýnist þetta nú vera komið nálægt því að hætta. Það hefur varað aðeins lengur en ég átti kannski von á,“ segir Þorvaldur um eldgosið sem hófst um helgina. „Það hefur náð að halda dampi en það þarf að fylgjast dálítið með núna á næstu dögum. Kannski næstu fimm dögum, af því að það ræður úrslitum um það hvaða sviðsmynd maður velur sér. Þær eru í rauninni tvær í augnablikinu.“ Hann segir aðra sviðsmynd vera þá að innflæði kviku nái jafnvægi. Það nái að viðhalda fjögurra milljón rúmmetra flæði á sekúndu í grynnra geymsluhólf. „Þá myndi ég reikna með að það tæki kannski svona fimm, sex vikur, plús eitthvað að fylla þá þennan kvikugeym aftur þannig að hann væri kominn að þolmörkum og tilbúinn í gos.“ Hin sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr flæði kviku inn í kerfið. Það myndi þá mögulega detta niður fyrir tvo, til þrjá milljón rúmmetra á sekúndu eftir einn til tvo mánuði. „Og til þess að viðhalda flæði í gegnum svona sprungu, svona línulega gosrás, þá þarf flæðið að vera meira heldur en tveir til þrír rúmmetrar á sekúndu. Ef það dettur niður fyrir þetta gildi þá gæti innflæðið stöðvast, þaf afleiðandi eldrisið og eldgosin.“ Sundhnúkareinin gæti verið að tæmast Spurður segir Þorvaldur að þetta gæti hugsanlega verið síðasta eldogsið í bili. Það sé líka hugsanlegt að eitt eldgos gæti komið upp í viðbót eftir rúman mánuð, eins og verið hefur. Í bili? Hvað er það stórt bil? „Við erum náttúrulega í eldgosatímabili. Þó svo að Sundhnúkareinin hætti þá er eldvirknin á Reykjanesskaganum ekkert komin í frí, heldur mun hún taka sig upp aftur og svona umbrotahrinur munu verða hluti af lífi okkar næstu hundruð árin. En það góða við að ef þetta hættir þarna á Sundhnúkareininni, að þá miðað við þá þekkingu sem við höfum í dag, fer Sundhnúkareinin í mjög langt frí. Jafnvel sjö hundruð ár eða eitthvað svoleiðis.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira