Hvorki sakborningur né fórnarlamb kannast við skotárásina Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 18:29 Blóð úr hinum skotna í anddyri fjölbýlishúss við Silfratjörn í Úlfarsárdal. Stöð 2/Arnar Ungur karlmaður sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðasta árs þvertók fyrir að hafa beitt skotvopni í árásinni. Sá sem varð fyrir skoti í árásinni kvaðst ekkert muna eftir árásinni. Þetta segir í frétt í Ríkisútvarpsins um upphaf aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins á hendur Shokri Keryo, sænsks karlmanns á þrítugsaldri. Honum er gefið að sök að hafa reynt að verða mönnum að bana með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 2. nóvember í fyrra, á gatnamótum Skyggnisbrautar og Silfratjarnar, skotið fjórum skotum í áttina að fjórum mönnum. Keryo neitaði alfarið sök þegar málið var þinglýst í byrjun febrúar. Ríkisútvarpið hefur eftir Keryo að hann hafi aldrei séð byssu í bílnum, hann hafi ekkert kannast við mennina sem skotið var að og hefði ekkert haft við þá að sakast. Þó hefði hann talið að til stæði að slást við mennina, sem hafi verið mjög ógnandi. Gabríel man ekki neitt Einn varð fyrir skoti í árásinni. Gabríel Duane Boama, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarin ár, hlaut skotsár á kálfa í árásinni en særðist ekki alvarlega. Hann gaf skýrslu sem vitni fyrir dómi í dag. Ríkisútvarpið hefur eftir honum að hann muni ekkert eftir árásinni, viti ekkert um hana og að hann kannist ekkert við millifærslu upp á hundruð þúsunda, sem sækjandi málsins spurði hann út í. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Lykilsönnunargagn ófundið í lífshættulegri skotárás Héraðssaksóknari hefur ákært Shokri Keryo, karlmann á 21. aldursári, fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðastliðnum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Skotvopnið er ófundið. 5. febrúar 2024 09:58 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Þetta segir í frétt í Ríkisútvarpsins um upphaf aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins á hendur Shokri Keryo, sænsks karlmanns á þrítugsaldri. Honum er gefið að sök að hafa reynt að verða mönnum að bana með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 2. nóvember í fyrra, á gatnamótum Skyggnisbrautar og Silfratjarnar, skotið fjórum skotum í áttina að fjórum mönnum. Keryo neitaði alfarið sök þegar málið var þinglýst í byrjun febrúar. Ríkisútvarpið hefur eftir Keryo að hann hafi aldrei séð byssu í bílnum, hann hafi ekkert kannast við mennina sem skotið var að og hefði ekkert haft við þá að sakast. Þó hefði hann talið að til stæði að slást við mennina, sem hafi verið mjög ógnandi. Gabríel man ekki neitt Einn varð fyrir skoti í árásinni. Gabríel Duane Boama, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin undanfarin ár, hlaut skotsár á kálfa í árásinni en særðist ekki alvarlega. Hann gaf skýrslu sem vitni fyrir dómi í dag. Ríkisútvarpið hefur eftir honum að hann muni ekkert eftir árásinni, viti ekkert um hana og að hann kannist ekkert við millifærslu upp á hundruð þúsunda, sem sækjandi málsins spurði hann út í.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Lykilsönnunargagn ófundið í lífshættulegri skotárás Héraðssaksóknari hefur ákært Shokri Keryo, karlmann á 21. aldursári, fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðastliðnum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Skotvopnið er ófundið. 5. febrúar 2024 09:58 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Lykilsönnunargagn ófundið í lífshættulegri skotárás Héraðssaksóknari hefur ákært Shokri Keryo, karlmann á 21. aldursári, fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember síðastliðnum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Skotvopnið er ófundið. 5. febrúar 2024 09:58