Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin Árni Sæberg skrifar 18. mars 2024 22:28 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, og Lárus Blöndal, fyrrverandi stjórnarformaður Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar. Þetta segir í bréfi Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslu ríkisins, til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra. Í bréfinu er vísað til bréfs fjármála- og efnahagsráðherra fyrr í dag þar sem Bankasýsla ríkisins er meðal annars spurð út í tilkynningu Kviku banka hf. í gær, þar sem upplýst var um að Kvika hafi ákveðið að taka tilboði Landsbankans hf. um kaup á 100 prósent hlutafjár í TM tryggingum hf.. Tekur undir áhyggjur ráðherra „BR upplýsir fjármála- og efnahagsráðherra hér með um að stofnuninni var alls ókunnugt um ofangreind viðskipti og tekur undir þau rök og þær áhyggjur sem fram koma í bréfi ráðherra. BR fékk ekki upplýsingar um fyrirætlanir Landsbankans að leggja fram skuldbindandi tilboð. Þá var stofnunin ekki upplýst um að skuldbindandi tilboð hafi verið lagt fram, heldur var einungis upplýst um þegar skuldbindandi tilboði var tekið um kl. 17 þann 17. mars síðastliðinn,“ segir í bréfinu. Ráðherra upplýsti um það í færslu á Facebook í gær að henni hugnaðist ekki að Landsbankinn bætti við sig vátryggingastarfsemi, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Lýsti yfir óformlegum áhuga Í bréfinu segir að það skuli hins vegar tekið fram að þann 11. júlí 2023 hafi Helga Björk Eiríksdóttir, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankans, upplýst Bankasýsluna um áhuga Landsbankans á að kaupa TM eftir að samrunaviðræðum Íslandsbanka og Kviku var slitið. Stjórn Bankasýslunnar hafi verið upplýst samdægurs um samskiptin á stjórnarfundi. Á þessum tíma hafi TM ekki verið í formlegu söluferli og Helga Björk hafi tilkynnt Bankasýslunni að hún myndi halda stofnuninni upplýstri um framgang mála. Þann 20. júlí 2023 hafi Bankasýslan verið upplýst um það að ekki hafi komist á formlegar viðræður milli Landsbankans og Kviku um kaup á TM. „Til frekari upplýsinga þá átti BR reglulegan fund með bankaráði Landsbankans þann 16. nóvember sl. án þess að þetta hafi komið til umræðu, en formlegt söluferli TM hófst daginn eftir. Engar frekari upplýsingar bárust BR um málið en formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin. Töldu einsýnt að ekkert yrði af kaupunum Engar formlegar upplýsingar hafi þó á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Þvert á móti hafi stjórn Bankasýslunnar talið einsýnt að ekki yrði af viðskiptunum af hálfu Landsbankans í kjölfar viðtals við fjármála- og efnahagsráðherra þann 6. febrúar síðasliðinn. „Var sú afstaða ráðherra rædd á stjórnarfundi BR þann 8. febrúar sl. og bókað að ráðherra hugnaðist ekki að Landsbankinn kaupi TM.“ Bankaráð hafi vitað af afstöðu ráðherra Í því skyni að upplýsa um málsatvik hafi Bankasýslan óskað eftir, og haldið, fund með bankaráði Landsbankans í dag þar sem bankaráðið hafi verið spurt út í viðskiptin. Það sé mat Bankasýslunnar að Landsbankanum hafi borið að upplýsa um fyrrgreind viðskipti með skýrum og formlegum hætti samkvæmt samningi aðila frá desember 2010. „Slíkt var því miður ekki gert. Það kom hins vegar fram á fundinum með bankaráði að því hafi verið ljóst fyrrgreind afstaða ráðherra til kaupanna.“ Í ljósi þess að Bankasýslan telji að þær upplýsingar, sem beðið er um í greinargerð Landsbankans, geti haft mikil áhrif á dagskrá, umræður og niðurstöður fyrirhugaðs aðalfundar Landsbankans þann 20. mars næstkomandi sé þess hér með krafist að bankaráð Landsbankans fresti aðalfundi um fjórar vikur. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Kvika banki Fjármálafyrirtæki Tryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20 Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Þetta segir í bréfi Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslu ríkisins, til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra. Í bréfinu er vísað til bréfs fjármála- og efnahagsráðherra fyrr í dag þar sem Bankasýsla ríkisins er meðal annars spurð út í tilkynningu Kviku banka hf. í gær, þar sem upplýst var um að Kvika hafi ákveðið að taka tilboði Landsbankans hf. um kaup á 100 prósent hlutafjár í TM tryggingum hf.. Tekur undir áhyggjur ráðherra „BR upplýsir fjármála- og efnahagsráðherra hér með um að stofnuninni var alls ókunnugt um ofangreind viðskipti og tekur undir þau rök og þær áhyggjur sem fram koma í bréfi ráðherra. BR fékk ekki upplýsingar um fyrirætlanir Landsbankans að leggja fram skuldbindandi tilboð. Þá var stofnunin ekki upplýst um að skuldbindandi tilboð hafi verið lagt fram, heldur var einungis upplýst um þegar skuldbindandi tilboði var tekið um kl. 17 þann 17. mars síðastliðinn,“ segir í bréfinu. Ráðherra upplýsti um það í færslu á Facebook í gær að henni hugnaðist ekki að Landsbankinn bætti við sig vátryggingastarfsemi, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Lýsti yfir óformlegum áhuga Í bréfinu segir að það skuli hins vegar tekið fram að þann 11. júlí 2023 hafi Helga Björk Eiríksdóttir, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankans, upplýst Bankasýsluna um áhuga Landsbankans á að kaupa TM eftir að samrunaviðræðum Íslandsbanka og Kviku var slitið. Stjórn Bankasýslunnar hafi verið upplýst samdægurs um samskiptin á stjórnarfundi. Á þessum tíma hafi TM ekki verið í formlegu söluferli og Helga Björk hafi tilkynnt Bankasýslunni að hún myndi halda stofnuninni upplýstri um framgang mála. Þann 20. júlí 2023 hafi Bankasýslan verið upplýst um það að ekki hafi komist á formlegar viðræður milli Landsbankans og Kviku um kaup á TM. „Til frekari upplýsinga þá átti BR reglulegan fund með bankaráði Landsbankans þann 16. nóvember sl. án þess að þetta hafi komið til umræðu, en formlegt söluferli TM hófst daginn eftir. Engar frekari upplýsingar bárust BR um málið en formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin. Töldu einsýnt að ekkert yrði af kaupunum Engar formlegar upplýsingar hafi þó á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Þvert á móti hafi stjórn Bankasýslunnar talið einsýnt að ekki yrði af viðskiptunum af hálfu Landsbankans í kjölfar viðtals við fjármála- og efnahagsráðherra þann 6. febrúar síðasliðinn. „Var sú afstaða ráðherra rædd á stjórnarfundi BR þann 8. febrúar sl. og bókað að ráðherra hugnaðist ekki að Landsbankinn kaupi TM.“ Bankaráð hafi vitað af afstöðu ráðherra Í því skyni að upplýsa um málsatvik hafi Bankasýslan óskað eftir, og haldið, fund með bankaráði Landsbankans í dag þar sem bankaráðið hafi verið spurt út í viðskiptin. Það sé mat Bankasýslunnar að Landsbankanum hafi borið að upplýsa um fyrrgreind viðskipti með skýrum og formlegum hætti samkvæmt samningi aðila frá desember 2010. „Slíkt var því miður ekki gert. Það kom hins vegar fram á fundinum með bankaráði að því hafi verið ljóst fyrrgreind afstaða ráðherra til kaupanna.“ Í ljósi þess að Bankasýslan telji að þær upplýsingar, sem beðið er um í greinargerð Landsbankans, geti haft mikil áhrif á dagskrá, umræður og niðurstöður fyrirhugaðs aðalfundar Landsbankans þann 20. mars næstkomandi sé þess hér með krafist að bankaráð Landsbankans fresti aðalfundi um fjórar vikur.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Kvika banki Fjármálafyrirtæki Tryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20 Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. 18. mars 2024 19:20
Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22
Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09