Sjúkdómsmynd vanfjármögnunar Andri Már Tómasson og Gréta Dögg Þórisdóttir skrifa 20. mars 2024 07:30 Í febrúar birtust fréttir þess efnis að til væri fé í ríkiskassanum til að kaupa út einkarekna háskóla hér á landi. Það er ánægjulegt að fjárhagsáhyggjur listnema skulu teknar af herðum þeirra en þó voru ekki öll ánægð með þessa tillögu. Forseti SFHR benti á að opinberir háskólar væru vanfjármagnaðir og að hann sæi ekki hver hagur stúdenta HR væri með þessum breytingum. Þar hittir hann naglann á höfuðið og undirstrikar það sem við í Röskvu höfum endurtekið í sífellu síðustu ár. Skortur fjármögnunar virðist reglan en ekki undantekningin fyrir opinbera háskóla eins og herferð Stúdentaráðs árið 2023 snerist um. Háskólinn ætti ekki að varpa vanfjármögnun sinni yfir á veski stúdenta, en skömmin liggur þó hjá stjórnvöldum sem sjá ekki sóma sinn af því að standa við gefin loforð um að efla háskólasamfélagið og fjármagna grunnstarfsemi háskóla. Afleiðingar vanfjármögnunar má sjá á skertu námsúrvali, lakari og lægri kjörum kennara og skorti á mikilvægum geðheilbrigðisúrræðum fyrir stúdenta, svo nokkur dæmi séu nefnd. Niðurstöður kannana um geðheilsu stúdenta sýna hver á eftir annarri hve slæm hún er. Nýleg rannsókn á klínískum kvíða og þunglyndi háskólanema sýnir að liðlega þriðjungur sé yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi, en fimmtungur hvað varðar kvíða. Þegar ástand sálfræðihjálpar er eins bágborin og hún er geta úrræði eins og þau sem Háskóli Íslands býður upp á verið lífsbjörg. Í sumum tilvikum hafa þau í raun verið það. Röskva hefur knúið fram stórtækar breytingar í þessum málum á seinustu árum. Fimmtíu milljónir voru eyrnarmerktar fyrir aukin stöðugildi sálfræðinga við HÍ sem síðan urðu fjögur, eftir mikinn þrýsting frá Stúdentaráði og fulltrúum stúdenta í háskólaráði. Nú er það eyrnamerkta fé hins vegar uppurið og óvissa ríkir um þessa mikilvægu björg stúdenta. Að öllu óbreyttu verður ekki nema eitt stöðugildi, sem tveir sálfræðingar munu deila á milli sín, við HÍ í haust. Röskva leggur ekki árar í bát. Það er vor er í lofti og (rauð) sól rís hærra með hverjum deginum sem líður. Stúdentaráð er eins og stendur að gera úttekt og áætlun um hvernig það ætlar að berjast fyrir bættri geðheilsu stúdenta, m.a. með betri úrræðum innan veggja skólans ásamt bættum samfélagslegum aðstæðum stúdenta. Íslenskir stúdentar hafa t.d. hvað mestar áhyggjur af fjárhag sínum í Evrópu skv. nýjustu könnun Eurostudent. Til þess að knýja fram breytingarnar sem við viljum ná í gegn þarf samfellu í hagsmunabarráttunni á öllum stöðum. Við viljum leggja niður ólögmætt skrásetningargjald og fá endurgreiðslu á ofrukkun og við ætlum að berjast fyrir fleiri lóðum fyrir Félagsstofnun stúdenta til að byggja stúdentagarða. Við viljum taka upp hanskann þegar vegið er að hagsmunum stúdenta með ósanngjörnum og einhliða ákvörðunum innan háskólans. Þess vegna sækjumst við eftir kjöri til Háskólaráðs. Vegna hagsmunamála stúdenta sem ekki eru sett á oddinn hjá stjórnendum. Stúdentar á Íslandi gætu haft það svo mikið betra, en stjórnvöld sjá ekki hag sinn í að skila fólki vel undirbúnu út í samfélagið að loknu háskólanámi. Stúdentar við Háskóla Íslands eru fjársveltir sem og stofnunin sem þau sækja nám sitt í. Það vegur að grunngildi okkar, að jafnrétti allra til náms skuli tryggt. Það er það sem Röskva stendur fyrir og mun gera áfram með okkur í Háskólaráði. Höfundar eru á framboðslista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 20. og 21. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í febrúar birtust fréttir þess efnis að til væri fé í ríkiskassanum til að kaupa út einkarekna háskóla hér á landi. Það er ánægjulegt að fjárhagsáhyggjur listnema skulu teknar af herðum þeirra en þó voru ekki öll ánægð með þessa tillögu. Forseti SFHR benti á að opinberir háskólar væru vanfjármagnaðir og að hann sæi ekki hver hagur stúdenta HR væri með þessum breytingum. Þar hittir hann naglann á höfuðið og undirstrikar það sem við í Röskvu höfum endurtekið í sífellu síðustu ár. Skortur fjármögnunar virðist reglan en ekki undantekningin fyrir opinbera háskóla eins og herferð Stúdentaráðs árið 2023 snerist um. Háskólinn ætti ekki að varpa vanfjármögnun sinni yfir á veski stúdenta, en skömmin liggur þó hjá stjórnvöldum sem sjá ekki sóma sinn af því að standa við gefin loforð um að efla háskólasamfélagið og fjármagna grunnstarfsemi háskóla. Afleiðingar vanfjármögnunar má sjá á skertu námsúrvali, lakari og lægri kjörum kennara og skorti á mikilvægum geðheilbrigðisúrræðum fyrir stúdenta, svo nokkur dæmi séu nefnd. Niðurstöður kannana um geðheilsu stúdenta sýna hver á eftir annarri hve slæm hún er. Nýleg rannsókn á klínískum kvíða og þunglyndi háskólanema sýnir að liðlega þriðjungur sé yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi, en fimmtungur hvað varðar kvíða. Þegar ástand sálfræðihjálpar er eins bágborin og hún er geta úrræði eins og þau sem Háskóli Íslands býður upp á verið lífsbjörg. Í sumum tilvikum hafa þau í raun verið það. Röskva hefur knúið fram stórtækar breytingar í þessum málum á seinustu árum. Fimmtíu milljónir voru eyrnarmerktar fyrir aukin stöðugildi sálfræðinga við HÍ sem síðan urðu fjögur, eftir mikinn þrýsting frá Stúdentaráði og fulltrúum stúdenta í háskólaráði. Nú er það eyrnamerkta fé hins vegar uppurið og óvissa ríkir um þessa mikilvægu björg stúdenta. Að öllu óbreyttu verður ekki nema eitt stöðugildi, sem tveir sálfræðingar munu deila á milli sín, við HÍ í haust. Röskva leggur ekki árar í bát. Það er vor er í lofti og (rauð) sól rís hærra með hverjum deginum sem líður. Stúdentaráð er eins og stendur að gera úttekt og áætlun um hvernig það ætlar að berjast fyrir bættri geðheilsu stúdenta, m.a. með betri úrræðum innan veggja skólans ásamt bættum samfélagslegum aðstæðum stúdenta. Íslenskir stúdentar hafa t.d. hvað mestar áhyggjur af fjárhag sínum í Evrópu skv. nýjustu könnun Eurostudent. Til þess að knýja fram breytingarnar sem við viljum ná í gegn þarf samfellu í hagsmunabarráttunni á öllum stöðum. Við viljum leggja niður ólögmætt skrásetningargjald og fá endurgreiðslu á ofrukkun og við ætlum að berjast fyrir fleiri lóðum fyrir Félagsstofnun stúdenta til að byggja stúdentagarða. Við viljum taka upp hanskann þegar vegið er að hagsmunum stúdenta með ósanngjörnum og einhliða ákvörðunum innan háskólans. Þess vegna sækjumst við eftir kjöri til Háskólaráðs. Vegna hagsmunamála stúdenta sem ekki eru sett á oddinn hjá stjórnendum. Stúdentar á Íslandi gætu haft það svo mikið betra, en stjórnvöld sjá ekki hag sinn í að skila fólki vel undirbúnu út í samfélagið að loknu háskólanámi. Stúdentar við Háskóla Íslands eru fjársveltir sem og stofnunin sem þau sækja nám sitt í. Það vegur að grunngildi okkar, að jafnrétti allra til náms skuli tryggt. Það er það sem Röskva stendur fyrir og mun gera áfram með okkur í Háskólaráði. Höfundar eru á framboðslista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 20. og 21. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun