Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2024 14:12 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna umfangsmikilla átaka í Súdan á undanförnum mánuðum. AP/Gregorio Borgia Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. Óttast er að ástandið gæti verið orðið enn alvarlegra í maí, þegar ástandið er iðulega hvað verst í Súdan vegna þess hvernig uppskeran raðast niður á árið. Fram kom á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi að áætlað sé að eitt barn deyi úr hungri á um tveggja tíma fresti í Zamzam-flóttamannabúðunum í Norður-Darfúrhéraði. Um 730 þúsund manns eru sögð vannærð og áætlað er að á næstu vikum og mánuðum gætu um 222 þúsund börn dáið úr hungri. Sjá einnig: Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Með aðstoð rússneska málaliðahópsins sem kallast Wagner náðu RSF að styrkja stöðu sína. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Kynferðislegt ofbeldi er títt, auk ofbeldis milli þjóðarbrota og þá er ofbeldi gegn óbreyttum borgurum umfangsmikið. Átökin hafa leitt til þess að fjölmargir bændur hafa þurft að yfirgefa bæi sína og því hefur landbúnaður dregist verulega saman, sem gert hefur slæmt ástand verra. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Aðstæðurnar eru hvað verstar í Khartoum, höfuðborg landsins, Darfur og Kordofan. Um níutíu prósent þeirra sem þurfa á aðstoð að halda búa á þeim svæðum. Edem Wosornu, frá Sameinuðu þjóðunum, segir heimsbyggðina líta hjá þessum ódæðum og hræðilegri stöðu í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að safna um 2,7 milljörðum dala til að aðstoða íbúa Súdan en sú söfnun hefur einungis skilað 31 milljón dala, eða um fimm prósentum af heildarupphæðinni sem þarf, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Óttast er að ástandið gæti verið orðið enn alvarlegra í maí, þegar ástandið er iðulega hvað verst í Súdan vegna þess hvernig uppskeran raðast niður á árið. Fram kom á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi að áætlað sé að eitt barn deyi úr hungri á um tveggja tíma fresti í Zamzam-flóttamannabúðunum í Norður-Darfúrhéraði. Um 730 þúsund manns eru sögð vannærð og áætlað er að á næstu vikum og mánuðum gætu um 222 þúsund börn dáið úr hungri. Sjá einnig: Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Með aðstoð rússneska málaliðahópsins sem kallast Wagner náðu RSF að styrkja stöðu sína. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Kynferðislegt ofbeldi er títt, auk ofbeldis milli þjóðarbrota og þá er ofbeldi gegn óbreyttum borgurum umfangsmikið. Átökin hafa leitt til þess að fjölmargir bændur hafa þurft að yfirgefa bæi sína og því hefur landbúnaður dregist verulega saman, sem gert hefur slæmt ástand verra. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Aðstæðurnar eru hvað verstar í Khartoum, höfuðborg landsins, Darfur og Kordofan. Um níutíu prósent þeirra sem þurfa á aðstoð að halda búa á þeim svæðum. Edem Wosornu, frá Sameinuðu þjóðunum, segir heimsbyggðina líta hjá þessum ódæðum og hræðilegri stöðu í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að safna um 2,7 milljörðum dala til að aðstoða íbúa Súdan en sú söfnun hefur einungis skilað 31 milljón dala, eða um fimm prósentum af heildarupphæðinni sem þarf, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira