Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2024 14:12 Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna umfangsmikilla átaka í Súdan á undanförnum mánuðum. AP/Gregorio Borgia Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. Óttast er að ástandið gæti verið orðið enn alvarlegra í maí, þegar ástandið er iðulega hvað verst í Súdan vegna þess hvernig uppskeran raðast niður á árið. Fram kom á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi að áætlað sé að eitt barn deyi úr hungri á um tveggja tíma fresti í Zamzam-flóttamannabúðunum í Norður-Darfúrhéraði. Um 730 þúsund manns eru sögð vannærð og áætlað er að á næstu vikum og mánuðum gætu um 222 þúsund börn dáið úr hungri. Sjá einnig: Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Með aðstoð rússneska málaliðahópsins sem kallast Wagner náðu RSF að styrkja stöðu sína. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Kynferðislegt ofbeldi er títt, auk ofbeldis milli þjóðarbrota og þá er ofbeldi gegn óbreyttum borgurum umfangsmikið. Átökin hafa leitt til þess að fjölmargir bændur hafa þurft að yfirgefa bæi sína og því hefur landbúnaður dregist verulega saman, sem gert hefur slæmt ástand verra. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Aðstæðurnar eru hvað verstar í Khartoum, höfuðborg landsins, Darfur og Kordofan. Um níutíu prósent þeirra sem þurfa á aðstoð að halda búa á þeim svæðum. Edem Wosornu, frá Sameinuðu þjóðunum, segir heimsbyggðina líta hjá þessum ódæðum og hræðilegri stöðu í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að safna um 2,7 milljörðum dala til að aðstoða íbúa Súdan en sú söfnun hefur einungis skilað 31 milljón dala, eða um fimm prósentum af heildarupphæðinni sem þarf, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Óttast er að ástandið gæti verið orðið enn alvarlegra í maí, þegar ástandið er iðulega hvað verst í Súdan vegna þess hvernig uppskeran raðast niður á árið. Fram kom á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi að áætlað sé að eitt barn deyi úr hungri á um tveggja tíma fresti í Zamzam-flóttamannabúðunum í Norður-Darfúrhéraði. Um 730 þúsund manns eru sögð vannærð og áætlað er að á næstu vikum og mánuðum gætu um 222 þúsund börn dáið úr hungri. Sjá einnig: Segir alþjóðasamfélagið gleyma Súdan og vill 570 milljarða í aðstoð Umfangsmikil átök hófust í Súdan í fyrra þegar deilur komu upp milli tveggja stjórnenda landsins. Það eru þeir Abdel Fattah al-Burhan, sem leiðir súdanska herinn, og Mohamed Hamdan Daglo, sem leiðir hinar öflugu sveitir RSF. Þeir tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Til stóð að innleiða RSF inn í herinn í fyrra en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin þess vegna. Þau voru lengi bundin við Khartoum, höfuðborg landsins, og áttu sveitir RSF undir högg að sækja. Með aðstoð rússneska málaliðahópsins sem kallast Wagner náðu RSF að styrkja stöðu sína. Bardagarnir dreifðu svo úr sér og hefur verið barist í öllum héruðum Súdan. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og ástandinu hefur verið lýst af forsvarsmönnum Sameinuðu þjóðanna sem martraðarkenndu. Kynferðislegt ofbeldi er títt, auk ofbeldis milli þjóðarbrota og þá er ofbeldi gegn óbreyttum borgurum umfangsmikið. Átökin hafa leitt til þess að fjölmargir bændur hafa þurft að yfirgefa bæi sína og því hefur landbúnaður dregist verulega saman, sem gert hefur slæmt ástand verra. Sjá einnig: Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Aðstæðurnar eru hvað verstar í Khartoum, höfuðborg landsins, Darfur og Kordofan. Um níutíu prósent þeirra sem þurfa á aðstoð að halda búa á þeim svæðum. Edem Wosornu, frá Sameinuðu þjóðunum, segir heimsbyggðina líta hjá þessum ódæðum og hræðilegri stöðu í Súdan. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að safna um 2,7 milljörðum dala til að aðstoða íbúa Súdan en sú söfnun hefur einungis skilað 31 milljón dala, eða um fimm prósentum af heildarupphæðinni sem þarf, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira