Jón hættir sem stjórnarformaður Sýnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 14:47 Jón Skaftason er formaður stjórnar Sýnar. Sýn Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hann hefur setið í stjórninni síðan í ágúst 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar í tilefni af fyrirhuguðum aðalfundi félagsins þann 11. apríl. Verði tillaga tilnefningarnefndar samþykkt má reikna með því að tvær breytingar verði á stjórninni. Nefndin leggur til að Hákon Stefánsson, Páll Gíslason og Rannveig Eir Einarsdóttir verði endurkjörin. Þá komi Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Ragnar Páll Dyer inn fyrir Jón Skaftason og Salóme Guðmundsdóttur. Hákon og Ragnar Páll eru tengdir félögunum InfoCapital ehf., Gavia Invest ehf. og H33 Invest ehf. sem eiga stóran hlut í Sýn. Þá á Rannveig hlut í Sýn í gegnum félagið Fasta ehf. Hún hefur verið varaformaður stjórnar. Páll og Petrea Ingileif eiga ekki hluti í félaginu og metur tilnefningarnefnd þau sem óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Þá eru Daði Kristjánsson og Ásdís Ingibjörg Ragnarsdóttir tilnefnd í varastjórn. Þau eru bæði óháð félaginu. Snýr aftur eftir afarkosti Orkuveitunnar Athygli vakti þegar Petrea Ingileif, þá stjórnarformaður Sýnar, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á hluthafafundi haustið 2022 vegna afarkosta Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan voru afarkostir sem Orkuveita Reykjavíkur setti eiginmanni hennar sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hefur síðan látið af störfum og því engir afarkostir lengur sem koma í veg fyrir framboð Petreu sem sat í stjórn Sýnar í tvö ár. Jón Skaftason var kjörinn stjórnarformaður haustið 2022 en hann fór fyrir hópnum Gavia Invest sem hafði þá eignast tæplega ellefu prósent í fyrirtækinu sem áður voru í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfesti. Heiðar hafði gegnt forstjórahlutverki hjá Sýn en seldi hlut sinn og lét af störfum. Gavia Invest er að langstærstum hluta í eigu Reynis Grétarssonar, stofnanda og fyrrverandi eiganda Credit Info. Gavia Invest á í dag tæplega 17 prósent hlut í Sýn en næst kemur Gildi lífeyrissjóður með tæplega 16 prósenta hlut. Fram kom í tilkynningu Sýnar til Kauphallar á dögunum í tilefni af útgefnum ársreikningi fyrir árið 2023 að tíðinda af framtíðareignarhaldi rekstrareiningarinnar Vefmiðla og útvarps, sem Vísir og Bylgjan heyra meðal annars undir, væri að venta á vormánuðum. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48 Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar í tilefni af fyrirhuguðum aðalfundi félagsins þann 11. apríl. Verði tillaga tilnefningarnefndar samþykkt má reikna með því að tvær breytingar verði á stjórninni. Nefndin leggur til að Hákon Stefánsson, Páll Gíslason og Rannveig Eir Einarsdóttir verði endurkjörin. Þá komi Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Ragnar Páll Dyer inn fyrir Jón Skaftason og Salóme Guðmundsdóttur. Hákon og Ragnar Páll eru tengdir félögunum InfoCapital ehf., Gavia Invest ehf. og H33 Invest ehf. sem eiga stóran hlut í Sýn. Þá á Rannveig hlut í Sýn í gegnum félagið Fasta ehf. Hún hefur verið varaformaður stjórnar. Páll og Petrea Ingileif eiga ekki hluti í félaginu og metur tilnefningarnefnd þau sem óháð félaginu, daglegum stjórnendum þess og stórum hluthöfum. Þá eru Daði Kristjánsson og Ásdís Ingibjörg Ragnarsdóttir tilnefnd í varastjórn. Þau eru bæði óháð félaginu. Snýr aftur eftir afarkosti Orkuveitunnar Athygli vakti þegar Petrea Ingileif, þá stjórnarformaður Sýnar, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu á hluthafafundi haustið 2022 vegna afarkosta Orkuveitu Reykjavíkur. Ástæðan voru afarkostir sem Orkuveita Reykjavíkur setti eiginmanni hennar sem starfaði þá sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hefur síðan látið af störfum og því engir afarkostir lengur sem koma í veg fyrir framboð Petreu sem sat í stjórn Sýnar í tvö ár. Jón Skaftason var kjörinn stjórnarformaður haustið 2022 en hann fór fyrir hópnum Gavia Invest sem hafði þá eignast tæplega ellefu prósent í fyrirtækinu sem áður voru í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfesti. Heiðar hafði gegnt forstjórahlutverki hjá Sýn en seldi hlut sinn og lét af störfum. Gavia Invest er að langstærstum hluta í eigu Reynis Grétarssonar, stofnanda og fyrrverandi eiganda Credit Info. Gavia Invest á í dag tæplega 17 prósent hlut í Sýn en næst kemur Gildi lífeyrissjóður með tæplega 16 prósenta hlut. Fram kom í tilkynningu Sýnar til Kauphallar á dögunum í tilefni af útgefnum ársreikningi fyrir árið 2023 að tíðinda af framtíðareignarhaldi rekstrareiningarinnar Vefmiðla og útvarps, sem Vísir og Bylgjan heyra meðal annars undir, væri að venta á vormánuðum. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Vistaskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48 Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. 19. mars 2024 09:48
Herdís Dröfn nýr forstjóri Sýnar Herdís Dröfn Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Sýnar að loknu ráðningarferli. Hún mun hefja störf þann 11. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Páll Ásgrímsson sem gegnt hefur starfinu undanfarna mánuði eftir brotthvarf Yngva Halldórssonar hverfur aftur til starfa sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs félagsins. 5. janúar 2024 09:20