Í sameiginlegri Instagram færslu greina þau frá fæðingu sonarins. „Með miklum fögnuði tilkynnum við hér með fæðingu sonar okkar, Cardinal Madden,“ stendur í færslunni. Fyrir eiga þau dótturina Raddix, sem fæddist árið 2019.
„Hann er frábær og við erum svo hamingjusöm að hann sé kominn! Öryggi barnsins vegna ætlum við ekki að birta myndir af honum - en hann er mjög sætur.“
Sex ára aldursmunur er á parinu en Diaz er 51 árs og Madden er 45 ára.