Dómararnir virtust efast um réttmæti málsins gegn FDA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 08:09 Læknarnir sem standa að málsókninni mættu í sloppunum í dómsal. Getty/Anna Rose Layden Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virðast hafa verulegar efasemdir um málflutning samtaka sem vilja að dómstóllinn felli úr gildi ákvarðanir Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna um að heimila notkun mifepristone. Mifepristone er notað til að framkalla þungunarrof en Alliance for Hippocratic Medicine, sem vilja banna þungunarrof, segja lyfið ekki öruggt og að notkun þess gæti valdið læknum skaða. Þess ber að geta að FDA hefur fylgst náið með notkun mifepristone og fjöldi rannsókna sýnt fram á að lyfið sé öruggt. Málflutningur fór fram fyrir Hæstarétti í gær, þar sem ríkissaksóknarinn Elizabeth Prelogar sagði læknana sem nefndir eru í lögsókninni ekki geta sýnt fram á að ákvörðun FDA um að heimila notkun mifepristone til að framkalla þungunarrof hefði komið niður á þeim. Ákvörðun þeim í hag yrði afar skaðleg fyrir alla lyfjaþróun og leyfisveitingar í Bandaríkjunum yfir höfuð og valda konum alvarlegum skaða. Stuðningsmenn og andstæðingar þungunarrofs fjölmenntu fyrir framan Hæstarétt.Getty/Anna Rose Layden Dómararnir virtust sammála málflutningi ríkisins og Amy Coney Barrett, sem skipuð var af Donald Trump, spurði meðal annars að því hvort læknarnir hefðu verið neyddir til að framkvæma þungunarrof gegn vilja sínum. Dómararnir spurðu einnig að því hvort það væri ekki ójafnvægi á milli meints skaða nokkurra lækna og krafa þeirra, sem myndu hafa áhrif á milljónir manna sem hugsanlega hefðu gagn af notkun mifepristone. Neil Gorsuch, sem einnig var skipaður í embætti af Donald Trump, spurði að því hvort að niðurstaða læknunum í hag opnaði ekki á að fámennur hópur umbreytti „lítilli lögsókn“ í stórmál gegn ákvörðunum FDA eða hvers konar aðgerðum yfirvalda. Þá spurðu Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson að því hvort læknarnir væru ekki nú þegar í vari, þar sem þeir hefðu rétt til þess að neita konum um þungunarrofsþjónustu á þeim grundvelli að það stríddi gegn siðferði þeirra eða trú. Um það bil 63 prósent alls þungunarrofs í Bandaríkjunum árið 2023 var framkvæmt með notkun lyfja. Talið er að um fimm milljónir kvenna í Bandaríkjunum hafi notað mifepristone til að binda enda á meðgögnu. Hér má finna umfjöllun BBC um málið. Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Mifepristone er notað til að framkalla þungunarrof en Alliance for Hippocratic Medicine, sem vilja banna þungunarrof, segja lyfið ekki öruggt og að notkun þess gæti valdið læknum skaða. Þess ber að geta að FDA hefur fylgst náið með notkun mifepristone og fjöldi rannsókna sýnt fram á að lyfið sé öruggt. Málflutningur fór fram fyrir Hæstarétti í gær, þar sem ríkissaksóknarinn Elizabeth Prelogar sagði læknana sem nefndir eru í lögsókninni ekki geta sýnt fram á að ákvörðun FDA um að heimila notkun mifepristone til að framkalla þungunarrof hefði komið niður á þeim. Ákvörðun þeim í hag yrði afar skaðleg fyrir alla lyfjaþróun og leyfisveitingar í Bandaríkjunum yfir höfuð og valda konum alvarlegum skaða. Stuðningsmenn og andstæðingar þungunarrofs fjölmenntu fyrir framan Hæstarétt.Getty/Anna Rose Layden Dómararnir virtust sammála málflutningi ríkisins og Amy Coney Barrett, sem skipuð var af Donald Trump, spurði meðal annars að því hvort læknarnir hefðu verið neyddir til að framkvæma þungunarrof gegn vilja sínum. Dómararnir spurðu einnig að því hvort það væri ekki ójafnvægi á milli meints skaða nokkurra lækna og krafa þeirra, sem myndu hafa áhrif á milljónir manna sem hugsanlega hefðu gagn af notkun mifepristone. Neil Gorsuch, sem einnig var skipaður í embætti af Donald Trump, spurði að því hvort að niðurstaða læknunum í hag opnaði ekki á að fámennur hópur umbreytti „lítilli lögsókn“ í stórmál gegn ákvörðunum FDA eða hvers konar aðgerðum yfirvalda. Þá spurðu Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson að því hvort læknarnir væru ekki nú þegar í vari, þar sem þeir hefðu rétt til þess að neita konum um þungunarrofsþjónustu á þeim grundvelli að það stríddi gegn siðferði þeirra eða trú. Um það bil 63 prósent alls þungunarrofs í Bandaríkjunum árið 2023 var framkvæmt með notkun lyfja. Talið er að um fimm milljónir kvenna í Bandaríkjunum hafi notað mifepristone til að binda enda á meðgögnu. Hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Bandaríkin Þungunarrof Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira