Opinberar ákvörðun sína á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason og Heimir Már Pétursson skrifa 3. apríl 2024 12:23 Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnarsamstarfið standa traustum fótum hingað til sem hér eftir. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til forseta Íslands á allra næstu dögum. Stjórnarsamstarfið standi sterkum fótum hér eftir sem hingað til. „Ég hef ekki tekið ákvörðun nei en það má alveg segja það að ég leiddi ekki hugann að framboði framan af þessu ári. En svona á síðustu vikum og dögum ætla ég að viðurkenna það að ég hef verið að hugsa þetta. Gott fólk komið að máli við mig eins og sagt er Mér finnst mikilvægt í ljósi þess að þessi umræða er uppi að ég ígrundi þetta mjög vel,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín hefur verið þögul sem gröfin varðandi mögulegt framboð í nokkurn tíma. Hún rífur nú þögnina í aðdraganda aukafundar þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í gær. Þar er umræðuefnið mögulegt framboð Katrínar og áhrif þess á ríkisstjórnarsamstarfið. Vinstri græn og Framsókn hafa sömuleiðis boðað til funda hjá sínum þingflokkum. Alþingi hefst á mánudag og því mætti ætla að skammur tími sé til stefnu fyrir Katrínu að gera upp hug sinn. „Ég held það sé sanngjarnt að ég gefi mér ekki langan tíma til að ígrunda þetta og mun því greina frá minni ákvörðun, hver sem hún verður, á allra næstu dögum,“ segir Katrín. „Þetta er gríðarlega mikilvægt embætti að mínu viti. Embætti sem skiptir þjóðina miklu máli. En auðvitað ólíkt stjórnmálununum þar sem ég hef auðvitað starfað lengi vel.“ Katrín segist hafa rætt við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins um mögulegt framboð. „Ég hef greint þeim frá því að ég sé að íhuga þetta. Þeir eru upplýstir um það. Sömuleiðis að ég muni ekki gefa mér langan tíma til að ljúka þeirri hugsun,“ segir Katrín. „Ég held nú að stjórnarsamstarfið standi ágætlega sterkum fótum hér eftir sem hingað til.“ Athygli vakti í morgun þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki viðstaddur mikilvægan fund utanríkisráðherra í NATO. Þau svör fengust frá aðstoðarmanni Bjarna að hann hefði öðrum verkefnum að sinna hér heima, þó ekki hverjum. Kemur fyrst upp í hugann fundur þingflokksins í dag vegna Katrínar. Margir hafa velt fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Katrín stigi úr ríkisstjórn. „Nú er það þannig auðvitað að ef ég tek þá ákvörun að fara í framboð eru þau mál úr mínum höndum. En hingað til hefur þetta stjórnarsamstarf staðið styrkum fótum.“ Aðspurð um þann mikla fjölda frambjóðenda til forseta Íslands segir Katrín: „Er það ekki bara fegurð lýðræðisins sem þarna birtist?“ Aðspurð um lénið Katrinjakobs.is sem fjallað hefur verið um undanfarið segist Katrín hafa keypt lénið árið 2006 og notað í kosningum árið 2007. Síðan hafi hún ekki borgað af léninu en hafi nú byrjað að gera það aftur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
„Ég hef ekki tekið ákvörðun nei en það má alveg segja það að ég leiddi ekki hugann að framboði framan af þessu ári. En svona á síðustu vikum og dögum ætla ég að viðurkenna það að ég hef verið að hugsa þetta. Gott fólk komið að máli við mig eins og sagt er Mér finnst mikilvægt í ljósi þess að þessi umræða er uppi að ég ígrundi þetta mjög vel,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín hefur verið þögul sem gröfin varðandi mögulegt framboð í nokkurn tíma. Hún rífur nú þögnina í aðdraganda aukafundar þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til í gær. Þar er umræðuefnið mögulegt framboð Katrínar og áhrif þess á ríkisstjórnarsamstarfið. Vinstri græn og Framsókn hafa sömuleiðis boðað til funda hjá sínum þingflokkum. Alþingi hefst á mánudag og því mætti ætla að skammur tími sé til stefnu fyrir Katrínu að gera upp hug sinn. „Ég held það sé sanngjarnt að ég gefi mér ekki langan tíma til að ígrunda þetta og mun því greina frá minni ákvörðun, hver sem hún verður, á allra næstu dögum,“ segir Katrín. „Þetta er gríðarlega mikilvægt embætti að mínu viti. Embætti sem skiptir þjóðina miklu máli. En auðvitað ólíkt stjórnmálununum þar sem ég hef auðvitað starfað lengi vel.“ Katrín segist hafa rætt við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins um mögulegt framboð. „Ég hef greint þeim frá því að ég sé að íhuga þetta. Þeir eru upplýstir um það. Sömuleiðis að ég muni ekki gefa mér langan tíma til að ljúka þeirri hugsun,“ segir Katrín. „Ég held nú að stjórnarsamstarfið standi ágætlega sterkum fótum hér eftir sem hingað til.“ Athygli vakti í morgun þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var ekki viðstaddur mikilvægan fund utanríkisráðherra í NATO. Þau svör fengust frá aðstoðarmanni Bjarna að hann hefði öðrum verkefnum að sinna hér heima, þó ekki hverjum. Kemur fyrst upp í hugann fundur þingflokksins í dag vegna Katrínar. Margir hafa velt fyrir sér hvaða áhrif það hefði ef Katrín stigi úr ríkisstjórn. „Nú er það þannig auðvitað að ef ég tek þá ákvörun að fara í framboð eru þau mál úr mínum höndum. En hingað til hefur þetta stjórnarsamstarf staðið styrkum fótum.“ Aðspurð um þann mikla fjölda frambjóðenda til forseta Íslands segir Katrín: „Er það ekki bara fegurð lýðræðisins sem þarna birtist?“ Aðspurð um lénið Katrinjakobs.is sem fjallað hefur verið um undanfarið segist Katrín hafa keypt lénið árið 2006 og notað í kosningum árið 2007. Síðan hafi hún ekki borgað af léninu en hafi nú byrjað að gera það aftur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira