Chemnitz vann fyrri leik liðanna á Spáni með 25 stiga mun og því ljóst að Bilbao var með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins. Á endanum unnu Tryggvi Snær og félagar níu stiga sigur eftir sérstaklega góðan fjórða leikhluta, lokatölur 73-82.
Það dugði þó engan veginn þar sem Chemnitz vann einvígið samtals 171-155. Hvað leik kvöldsins varðar þá spilaði miðherjinn Tryggvi Snær tæpar 28 mínútur, skoraði 10 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 4 stoðsendingar.