Leið til heillandi kirkju – Guðrúnu sem biskup Toshiki Toma skrifar 6. apríl 2024 07:30 Ég undirritaður styð Guðrúnu Karls Helgudóttur í komandi biskupskjöri. Ég vil taka það fram að ég er ekki tengdur neinum af frambjóðendunum á einhvern hátt, en þekki þau öll í gegnum störf mín sem prestur innflytjenda. Ástæða þess að ég styð Guðrúnu er fyrst og fremst sú að framtíðarsýn hennar fyrir þjóðkirkjuna er mjög lík því sem ég hef í huga mínum. Þetta kemur skýrt fram í því kynningarefni sem tengist biskupsframboði Guðrúnar, en um leið hefur það verið augljóst í starfi hennar og málflutningi hennar lengi vel, þetta er ekki eitthvað sem varð skyndilega til nýlega. Þarna er tvennt sem mér finnst skipta mestu máli. Í fyrsta lagi leggur Guðrún áherslu á að kirkjan þurfi alltaf að vera í samtali við samtímann, og móta hann, um leið og samtíminn mótar kirkjuna. Þetta finnst mér líka mjög mikilvægt, og kirkjan hefur ekki alltaf staðið sig nógu vel í því, t.d. finnst mér kirkjan ekki stíga nógu sterkt fram gegn útlendingahatri og því sem er að gerast á Gaza þessa dagana. Þögn kirkjunnar býr til fjarlægð og það verður að breytast. Guðrún hefur sagt að kirkjan eigi að vera vörður mannréttinda og réttlætis, og það hefur hún lagt áherslu á í störfum sínum sem sóknarprestur og kirkjuþingskona, t.d. varðandi réttindi LBGTQ fólks og ég trúi því að hún muni gera það áfram verði hún biskup. Í öðru lagi hefur Guðrún góðan skilning á þeirri stöðu sem kirkjan hefur í samfélaginu í dag og er tilbúin að nýta þau tækifæri sem slíkt felur í sér. Þjóðkirkjan er ekki lengur í sömu forréttindastöðu og áður og þarf að aðlagast að nýju umhverfi fjölmenningar. En nákvæmilega þarna er nýtt tækifæri fyrir kirkjuna okkar. Tækifæri til að byggja upp nýja starfsemi, safnaðarlíf, víkka sjónarhorn og leita til samvinnu við samfélagið. Núna er tækfæri fyrir kirkjuna að verða heillandi og fjölga félögum sínum. Ef það tekst, þá breytist þjóðkirkjan í ,,nýja" þjóðkirkju á jákvæðan hátt. Þar sem ég er sjálfur innflytjandi þá hef ég ákveðna sýn á þessi mál. Nú eru rúmlega 70.000 útlendingar búsettir á Íslandi og ýmiss konar þjónusta er í boði fyrir íslenska íbúa á öðrum tungumálum, t.d. hjá fjölmiðlum, stofnunum o.fl. Kirkjan á að gera þetta í meiri mæli til að vera samstíga samfélaginu. Ef um 20 prósent íbúa á Íslandi eru af erlendu bergi brotin, þá ætti það að vera markmið Þjóðkirkjunnar að 20 prósent þátttakenda í starfi hennar séu af erlendu bergi brotin. Það er aðeins hægt með því að kirkjan skilji þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu. Það gerir Guðrún. Að lokum, vil ég minna lesendur á það að biskup Íslands er andlit Þjóðkirkjunnar. Í huga flestra er ,,biskup" það sama og ,,kirkja". Þegar biskup segir eitthvað þýðir það kirkjan segir það. Óháð því hvort slíkt viðhorf sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, rétt eða rangt, er það staðreynd. Ég get aðeins ímyndað mér hversu þung ábyrgð er að vera biskup Íslands og ég trúi því að Guðrún Karls Hegudóttir geti borið þennan þunga kross á sér. Guð blessi hana og styrki. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Biskupskjör 2024 Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ég undirritaður styð Guðrúnu Karls Helgudóttur í komandi biskupskjöri. Ég vil taka það fram að ég er ekki tengdur neinum af frambjóðendunum á einhvern hátt, en þekki þau öll í gegnum störf mín sem prestur innflytjenda. Ástæða þess að ég styð Guðrúnu er fyrst og fremst sú að framtíðarsýn hennar fyrir þjóðkirkjuna er mjög lík því sem ég hef í huga mínum. Þetta kemur skýrt fram í því kynningarefni sem tengist biskupsframboði Guðrúnar, en um leið hefur það verið augljóst í starfi hennar og málflutningi hennar lengi vel, þetta er ekki eitthvað sem varð skyndilega til nýlega. Þarna er tvennt sem mér finnst skipta mestu máli. Í fyrsta lagi leggur Guðrún áherslu á að kirkjan þurfi alltaf að vera í samtali við samtímann, og móta hann, um leið og samtíminn mótar kirkjuna. Þetta finnst mér líka mjög mikilvægt, og kirkjan hefur ekki alltaf staðið sig nógu vel í því, t.d. finnst mér kirkjan ekki stíga nógu sterkt fram gegn útlendingahatri og því sem er að gerast á Gaza þessa dagana. Þögn kirkjunnar býr til fjarlægð og það verður að breytast. Guðrún hefur sagt að kirkjan eigi að vera vörður mannréttinda og réttlætis, og það hefur hún lagt áherslu á í störfum sínum sem sóknarprestur og kirkjuþingskona, t.d. varðandi réttindi LBGTQ fólks og ég trúi því að hún muni gera það áfram verði hún biskup. Í öðru lagi hefur Guðrún góðan skilning á þeirri stöðu sem kirkjan hefur í samfélaginu í dag og er tilbúin að nýta þau tækifæri sem slíkt felur í sér. Þjóðkirkjan er ekki lengur í sömu forréttindastöðu og áður og þarf að aðlagast að nýju umhverfi fjölmenningar. En nákvæmilega þarna er nýtt tækifæri fyrir kirkjuna okkar. Tækifæri til að byggja upp nýja starfsemi, safnaðarlíf, víkka sjónarhorn og leita til samvinnu við samfélagið. Núna er tækfæri fyrir kirkjuna að verða heillandi og fjölga félögum sínum. Ef það tekst, þá breytist þjóðkirkjan í ,,nýja" þjóðkirkju á jákvæðan hátt. Þar sem ég er sjálfur innflytjandi þá hef ég ákveðna sýn á þessi mál. Nú eru rúmlega 70.000 útlendingar búsettir á Íslandi og ýmiss konar þjónusta er í boði fyrir íslenska íbúa á öðrum tungumálum, t.d. hjá fjölmiðlum, stofnunum o.fl. Kirkjan á að gera þetta í meiri mæli til að vera samstíga samfélaginu. Ef um 20 prósent íbúa á Íslandi eru af erlendu bergi brotin, þá ætti það að vera markmið Þjóðkirkjunnar að 20 prósent þátttakenda í starfi hennar séu af erlendu bergi brotin. Það er aðeins hægt með því að kirkjan skilji þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu. Það gerir Guðrún. Að lokum, vil ég minna lesendur á það að biskup Íslands er andlit Þjóðkirkjunnar. Í huga flestra er ,,biskup" það sama og ,,kirkja". Þegar biskup segir eitthvað þýðir það kirkjan segir það. Óháð því hvort slíkt viðhorf sé sanngjarnt eða ósanngjarnt, rétt eða rangt, er það staðreynd. Ég get aðeins ímyndað mér hversu þung ábyrgð er að vera biskup Íslands og ég trúi því að Guðrún Karls Hegudóttir geti borið þennan þunga kross á sér. Guð blessi hana og styrki. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun