Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 07:02 Húsnæði MÍR er á fyrstu hæð Hverfisgötu 105. Það hefur meðal annars verið leigt út undir spænskukennslu. Ákvörðun aðalfundar um að selja það var ógilt í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. Samþykkt var að hætta rekstri Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) á aðalfundi sem var haldinn sumarið 2022. Samhliða var samþykkt að selja eignir félagsins, þar á meðal húsnæði þess að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, og láta söluvirðið mynda stofnfé sjóðs sem var ætlað að styrkja menningarstarfsemi sem tengdist menningum og sögu Rússlands. Þrír aldnir félagsmenn, þar á meðal fyrrverandi formaður félagsins til áratuga, stefndu stjórn MÍR á þeirri forsendu að boðun aðalfundarins hefði ekki staðist lög. Kröfðust þeir þess að ákvarðanir fundarins yrðu ógiltar. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í síðasta mánuði og ógilti ákvarðanir aðalfundarins um breytingar á starfseminni og sölu eigna. Þrátt fyrir að hafa verið gerð afturreka með áform sín fyrir dómstóli er stjórn MÍR ekki af baki dottin. Einar Bragason, formaður stjórnarinnar, segir að stefna hennar sé óbreytt og til standi að leggja áformin fram aftur á nýjum aðalfundi. „Það verður fljótlega. Það er verið að undirbúa það,“ segir Einar um undirbúning aðalfundar. Boða þarf til aðalfundar MÍR með þriggja vikna fyrirvara. Hann segist ekki geta svarað því hvernig fundurinn verði auglýstur að þessu sinni en héraðsdómur taldi að ekki hafi nægt að hengja upp auglýsingu í glugga húsnæðisins að Hverfisgötu um aðalfundinn fyrir tveimur árum. Stjórnarmenn hafa sagt að sá háttur hafi verið hafður á lengi hjá félaginu. Stefnendur í málinu héldu því fram að aðeins stjórnarmenn hefðu verið viðstaddir aðalfundinn en stjórnin sagði að á bilinu fimm til tíu félagsmenn hefðu mætt. Einar sagði Vísi í fyrra að stefnendurnir þrír hefðu ekki haft nein afskipti af starfsemi MÍR í seinni tíð. Hann segir að það hafi ekki breyst eftir málaferli síðustu missera. Félagasamtök Dómsmál Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samþykkt var að hætta rekstri Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) á aðalfundi sem var haldinn sumarið 2022. Samhliða var samþykkt að selja eignir félagsins, þar á meðal húsnæði þess að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, og láta söluvirðið mynda stofnfé sjóðs sem var ætlað að styrkja menningarstarfsemi sem tengdist menningum og sögu Rússlands. Þrír aldnir félagsmenn, þar á meðal fyrrverandi formaður félagsins til áratuga, stefndu stjórn MÍR á þeirri forsendu að boðun aðalfundarins hefði ekki staðist lög. Kröfðust þeir þess að ákvarðanir fundarins yrðu ógiltar. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í síðasta mánuði og ógilti ákvarðanir aðalfundarins um breytingar á starfseminni og sölu eigna. Þrátt fyrir að hafa verið gerð afturreka með áform sín fyrir dómstóli er stjórn MÍR ekki af baki dottin. Einar Bragason, formaður stjórnarinnar, segir að stefna hennar sé óbreytt og til standi að leggja áformin fram aftur á nýjum aðalfundi. „Það verður fljótlega. Það er verið að undirbúa það,“ segir Einar um undirbúning aðalfundar. Boða þarf til aðalfundar MÍR með þriggja vikna fyrirvara. Hann segist ekki geta svarað því hvernig fundurinn verði auglýstur að þessu sinni en héraðsdómur taldi að ekki hafi nægt að hengja upp auglýsingu í glugga húsnæðisins að Hverfisgötu um aðalfundinn fyrir tveimur árum. Stjórnarmenn hafa sagt að sá háttur hafi verið hafður á lengi hjá félaginu. Stefnendur í málinu héldu því fram að aðeins stjórnarmenn hefðu verið viðstaddir aðalfundinn en stjórnin sagði að á bilinu fimm til tíu félagsmenn hefðu mætt. Einar sagði Vísi í fyrra að stefnendurnir þrír hefðu ekki haft nein afskipti af starfsemi MÍR í seinni tíð. Hann segir að það hafi ekki breyst eftir málaferli síðustu missera.
Félagasamtök Dómsmál Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00
MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00