Sauðkindin - listir og Mogginn Birgir Dýrförð skrifar 4. apríl 2024 12:31 Vera kann þegar sauðkindin þreyir þorrann njóti hún minninga um gróna haga, sól í heiði og svala vindsins. Um það veit ég ekkert, en hitt veit ég, að aldrei getur hún deilt þeim tilfinningum til annarra. Beethoven gat ekki látið okkur skynja hvernig tónarnir ómuðu í huga hans. Hann gat þó efnisbundið þá með bleki á blað og skapað listaverk, sem í aldir hafa nært mannsálina og aukið þroska hennar og sköpunarmátt. Listaverk hvort sem eru skrifuð orð eða nótur á blað, litir á fleti eða form í stein, eru árangur af viðleitni einstaklings að efnisbinda hugsun og tilfinningu. Það heitir sköpun. Það sem mest skilur milli sauðkindarinnar og mannkindarinnar er hæfileikinn að skapa. Sköpunargáfan er uppspretta allrar menningar og tækniafreka mannkyns. Strax í bernsku sést að það er í eðli manna að skapa. Snjókallinn með gulrótarnefið. Blómum skrýddar drullukökur og myndir og textar á blaði, og endalausar breytingar á uppröðun húsgagna og skrautmuna. Allt eru það afleiðingar þess að efnisbinda hugsanir. Þannig er listaverk, Það veldur skynjun sem vekur upplifun, sem við köllum list. Dæmi: Hópur fólks horfir á listaverk og sumir segja; hvaða hryllingur er þetta? Aðrir segja; mikið er þetta yndislega fallegt. Þetta segir okkur að list er upplifun þeirra sem skynja, ekki síður en þeirra sem skapa. Uppeldisfræðingar fullyrða að besta aðferðin til að þjálfa og þroska sköpunargáfuna, sem skilur milli manns og skepnu, sé listaiðkun og listaneysla. Líklega er sköpunargáfan dýrmætasti eiginleiki Íslensku þjóðarinnar. Hámenntaðir hagfræðingar hafa sannað, að víðfræg listaiðkun á Íslandi gefur af sér verðmæti sem mælast í ævintýralegum stærðum, á annað hundruð milljarða. Það jafngildir að selja eitt stykki Íslandsbanka á hverju ári – takk fyrir. Ríkssjóði gagnast vel margt sem smærra er. Listafólk á Íslandi er því sjálfbær og gróðavænleg auðlind, sem gáfulegt er að rækta. Þá er ótalið það sem aldrei verður metið til fjár. Áhrifin af upplifun listarinnar. Þau áhrif eru viðvarandi allsherjar heilun. Þau örva sköpunargáfu og andlega getu íslendinga. Vel meinandi ráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur í mörgu reynst góður ráðherra. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum tímabærum og farsælum framfaramálum. Mörg verk hennar minna okkur á, að samvinnustefnan og jafnaðarstefnan eru sitt hvor greinin á einum og sama stofni félagshyggjunnar. Nú hefur Lilja kynnt áform sín um aukin listamannalaun. Það er góð fjárfesting. Sumt fólk er þó svo smátt, að það sér ekki út yfir röndina á tíkallinum sem því er snúið á. Það er samgróið þeirri skaðlegu trú, að aldrei verði bókvitið í askana látið. Nú hefur það fundið sálufélaga innan Sjálfstæðisflokksins. Þar safnast það í klíkur og hefur áhrif. Í þessu máli ber að benda á skýr skil milli Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Mogginn hefur alla sína tíð fjallað mikið um listir og verið þar dýrmæt fyrirmynd. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Vera kann þegar sauðkindin þreyir þorrann njóti hún minninga um gróna haga, sól í heiði og svala vindsins. Um það veit ég ekkert, en hitt veit ég, að aldrei getur hún deilt þeim tilfinningum til annarra. Beethoven gat ekki látið okkur skynja hvernig tónarnir ómuðu í huga hans. Hann gat þó efnisbundið þá með bleki á blað og skapað listaverk, sem í aldir hafa nært mannsálina og aukið þroska hennar og sköpunarmátt. Listaverk hvort sem eru skrifuð orð eða nótur á blað, litir á fleti eða form í stein, eru árangur af viðleitni einstaklings að efnisbinda hugsun og tilfinningu. Það heitir sköpun. Það sem mest skilur milli sauðkindarinnar og mannkindarinnar er hæfileikinn að skapa. Sköpunargáfan er uppspretta allrar menningar og tækniafreka mannkyns. Strax í bernsku sést að það er í eðli manna að skapa. Snjókallinn með gulrótarnefið. Blómum skrýddar drullukökur og myndir og textar á blaði, og endalausar breytingar á uppröðun húsgagna og skrautmuna. Allt eru það afleiðingar þess að efnisbinda hugsanir. Þannig er listaverk, Það veldur skynjun sem vekur upplifun, sem við köllum list. Dæmi: Hópur fólks horfir á listaverk og sumir segja; hvaða hryllingur er þetta? Aðrir segja; mikið er þetta yndislega fallegt. Þetta segir okkur að list er upplifun þeirra sem skynja, ekki síður en þeirra sem skapa. Uppeldisfræðingar fullyrða að besta aðferðin til að þjálfa og þroska sköpunargáfuna, sem skilur milli manns og skepnu, sé listaiðkun og listaneysla. Líklega er sköpunargáfan dýrmætasti eiginleiki Íslensku þjóðarinnar. Hámenntaðir hagfræðingar hafa sannað, að víðfræg listaiðkun á Íslandi gefur af sér verðmæti sem mælast í ævintýralegum stærðum, á annað hundruð milljarða. Það jafngildir að selja eitt stykki Íslandsbanka á hverju ári – takk fyrir. Ríkssjóði gagnast vel margt sem smærra er. Listafólk á Íslandi er því sjálfbær og gróðavænleg auðlind, sem gáfulegt er að rækta. Þá er ótalið það sem aldrei verður metið til fjár. Áhrifin af upplifun listarinnar. Þau áhrif eru viðvarandi allsherjar heilun. Þau örva sköpunargáfu og andlega getu íslendinga. Vel meinandi ráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur í mörgu reynst góður ráðherra. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum tímabærum og farsælum framfaramálum. Mörg verk hennar minna okkur á, að samvinnustefnan og jafnaðarstefnan eru sitt hvor greinin á einum og sama stofni félagshyggjunnar. Nú hefur Lilja kynnt áform sín um aukin listamannalaun. Það er góð fjárfesting. Sumt fólk er þó svo smátt, að það sér ekki út yfir röndina á tíkallinum sem því er snúið á. Það er samgróið þeirri skaðlegu trú, að aldrei verði bókvitið í askana látið. Nú hefur það fundið sálufélaga innan Sjálfstæðisflokksins. Þar safnast það í klíkur og hefur áhrif. Í þessu máli ber að benda á skýr skil milli Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Mogginn hefur alla sína tíð fjallað mikið um listir og verið þar dýrmæt fyrirmynd. Höfundur er rafvirkjameistari.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun