Göngumaðurinn fannst látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 4. apríl 2024 20:48 Ekkert hafði spurst til mannsins síðan á páskadag Göngumaður sem björgunarsveitir frá Hvolsvelli og Hellu leituðu á Fimmvörðuhálsi fannst látinn í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn sem var á sextugsaldri var af erlendu bergi brotinn en búsettur á Íslandi. Í tilkynningu lögreglu segir að skömmu fyrir hádegi í dag hafi lögreglunni borist tilkynning þess efnis að maður hefði ekki skilað sér til vinnu eftir páska. Síðast hafði heyrst af honum á páskadag og hafði hann þá ætlað að ganga að Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan hóf þegar eftirgrennslan og fann bifreið hans á bifreiðastæði við Skóga. Maðurinn var látinn þegar hann fannst um fjögurleytið í dag skammt frá Baldvinsskála. Fram kemur að veður á Fimmvörðuhálsi hefur verið lélegt síðustu daga og aðstæður til göngu á því svæði ekki góðar. „Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins, en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir í tilkynningunni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hefði komið auga á manninn úr lofti, ekki langt frá Baldvinsskála. Þá var björgunarsveitarfólk frá Hvolsvelli og Hellu komið á svæðið og voru aðrar sveitir afboðaðar. Björgunarsveitarfólk fór um á vélsleðum, hjólum og fótgangandi og var leitað á og við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Rangárþing eystra Lögreglumál Tengdar fréttir Áhöfn þyrlunnar fann týndan mann á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag til að leita að týndum göngumanni á Fimmvörðuhálsi í dag. Sveitir frá Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út, auk annarra af Suðurlandi og stóð til að notast við hunda við leitina. 4. apríl 2024 17:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Maðurinn sem var á sextugsaldri var af erlendu bergi brotinn en búsettur á Íslandi. Í tilkynningu lögreglu segir að skömmu fyrir hádegi í dag hafi lögreglunni borist tilkynning þess efnis að maður hefði ekki skilað sér til vinnu eftir páska. Síðast hafði heyrst af honum á páskadag og hafði hann þá ætlað að ganga að Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. Lögreglan hóf þegar eftirgrennslan og fann bifreið hans á bifreiðastæði við Skóga. Maðurinn var látinn þegar hann fannst um fjögurleytið í dag skammt frá Baldvinsskála. Fram kemur að veður á Fimmvörðuhálsi hefur verið lélegt síðustu daga og aðstæður til göngu á því svæði ekki góðar. „Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins, en ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti,“ segir í tilkynningunni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hefði komið auga á manninn úr lofti, ekki langt frá Baldvinsskála. Þá var björgunarsveitarfólk frá Hvolsvelli og Hellu komið á svæðið og voru aðrar sveitir afboðaðar. Björgunarsveitarfólk fór um á vélsleðum, hjólum og fótgangandi og var leitað á og við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Rangárþing eystra Lögreglumál Tengdar fréttir Áhöfn þyrlunnar fann týndan mann á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag til að leita að týndum göngumanni á Fimmvörðuhálsi í dag. Sveitir frá Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út, auk annarra af Suðurlandi og stóð til að notast við hunda við leitina. 4. apríl 2024 17:04 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Áhöfn þyrlunnar fann týndan mann á Fimmvörðuhálsi Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag til að leita að týndum göngumanni á Fimmvörðuhálsi í dag. Sveitir frá Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út, auk annarra af Suðurlandi og stóð til að notast við hunda við leitina. 4. apríl 2024 17:04