Mótmælt við Bessastaði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. apríl 2024 20:21 Þrír voru handteknir. Aðsend Nokkur fjöldi fólks kom saman við afleggjarann að Bessastöðum til að mótmæla nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ríkisráðsfundur hófst upp úr klukkan sjö í kvöld og tók Bjarni formlega við embætti forsætisráðherra. Mótmælin fara fram við afleggjarann þar sem lögregla hleypti mótmælendum ekki nær. Búið var að girða afleggjarann að Bessastöðum og minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi. Mótmælin eru á vegum Roða, félagi ungra sósíalista sem er ungliðahreyfing Sósíalistaflokksins. Í mótmælaboðinu kemur fram að ungir sósíalistar telji „óásættanlegt að maður sem hefur margsinnis selt ríkiseignir til ættingja og vina langt undir markaðsverði verði forsætisráðherra,“ og er þar meðal annars væntanlega átt við Íslandsbankamálið svokallaða sem leiddi til afsagnar Bjarna sem fjármálaráðherra. „Bjarni nýtti sér innherjaupplýsingar sem þingmaður til þess að koma sér og ættingjum sínum úr Glitni fyrir hrunið og var svo sett bann á umfjöllun Stundarinnar um málið, korteri fyrir kosningar. Bjarni hefur gerst samsekur um þjóðarmorð með því að mótmæla því ekki og að skera á fjárveitingar til UNRWA, sat hjá í kosningu Sameinuðu þjóðanna um málið og í báðum málum ákvað hann þetta einn, ekki í okkar nafni!“ kemur fram í fundarboði Roða. „Bjarni hefur espað upp útlendingaandúð til þess að færa athygli frá sinni eigin vanhæfni og gerta alvarlega aðför að réttindum fólks,“ kemur einnig fram. Heyra mátti mótmælendur kyrja „Kosningar strax!“ og „Vanhæf ríkisstjórn!“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Garðabær Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Mótmælin fara fram við afleggjarann þar sem lögregla hleypti mótmælendum ekki nær. Búið var að girða afleggjarann að Bessastöðum og minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi. Mótmælin eru á vegum Roða, félagi ungra sósíalista sem er ungliðahreyfing Sósíalistaflokksins. Í mótmælaboðinu kemur fram að ungir sósíalistar telji „óásættanlegt að maður sem hefur margsinnis selt ríkiseignir til ættingja og vina langt undir markaðsverði verði forsætisráðherra,“ og er þar meðal annars væntanlega átt við Íslandsbankamálið svokallaða sem leiddi til afsagnar Bjarna sem fjármálaráðherra. „Bjarni nýtti sér innherjaupplýsingar sem þingmaður til þess að koma sér og ættingjum sínum úr Glitni fyrir hrunið og var svo sett bann á umfjöllun Stundarinnar um málið, korteri fyrir kosningar. Bjarni hefur gerst samsekur um þjóðarmorð með því að mótmæla því ekki og að skera á fjárveitingar til UNRWA, sat hjá í kosningu Sameinuðu þjóðanna um málið og í báðum málum ákvað hann þetta einn, ekki í okkar nafni!“ kemur fram í fundarboði Roða. „Bjarni hefur espað upp útlendingaandúð til þess að færa athygli frá sinni eigin vanhæfni og gerta alvarlega aðför að réttindum fólks,“ kemur einnig fram. Heyra mátti mótmælendur kyrja „Kosningar strax!“ og „Vanhæf ríkisstjórn!“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Garðabær Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
„Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32
Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20