Mótmælt við Bessastaði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. apríl 2024 20:21 Þrír voru handteknir. Aðsend Nokkur fjöldi fólks kom saman við afleggjarann að Bessastöðum til að mótmæla nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Ríkisráðsfundur hófst upp úr klukkan sjö í kvöld og tók Bjarni formlega við embætti forsætisráðherra. Mótmælin fara fram við afleggjarann þar sem lögregla hleypti mótmælendum ekki nær. Búið var að girða afleggjarann að Bessastöðum og minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi. Mótmælin eru á vegum Roða, félagi ungra sósíalista sem er ungliðahreyfing Sósíalistaflokksins. Í mótmælaboðinu kemur fram að ungir sósíalistar telji „óásættanlegt að maður sem hefur margsinnis selt ríkiseignir til ættingja og vina langt undir markaðsverði verði forsætisráðherra,“ og er þar meðal annars væntanlega átt við Íslandsbankamálið svokallaða sem leiddi til afsagnar Bjarna sem fjármálaráðherra. „Bjarni nýtti sér innherjaupplýsingar sem þingmaður til þess að koma sér og ættingjum sínum úr Glitni fyrir hrunið og var svo sett bann á umfjöllun Stundarinnar um málið, korteri fyrir kosningar. Bjarni hefur gerst samsekur um þjóðarmorð með því að mótmæla því ekki og að skera á fjárveitingar til UNRWA, sat hjá í kosningu Sameinuðu þjóðanna um málið og í báðum málum ákvað hann þetta einn, ekki í okkar nafni!“ kemur fram í fundarboði Roða. „Bjarni hefur espað upp útlendingaandúð til þess að færa athygli frá sinni eigin vanhæfni og gerta alvarlega aðför að réttindum fólks,“ kemur einnig fram. Heyra mátti mótmælendur kyrja „Kosningar strax!“ og „Vanhæf ríkisstjórn!“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Garðabær Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Mótmælin fara fram við afleggjarann þar sem lögregla hleypti mótmælendum ekki nær. Búið var að girða afleggjarann að Bessastöðum og minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi. Mótmælin eru á vegum Roða, félagi ungra sósíalista sem er ungliðahreyfing Sósíalistaflokksins. Í mótmælaboðinu kemur fram að ungir sósíalistar telji „óásættanlegt að maður sem hefur margsinnis selt ríkiseignir til ættingja og vina langt undir markaðsverði verði forsætisráðherra,“ og er þar meðal annars væntanlega átt við Íslandsbankamálið svokallaða sem leiddi til afsagnar Bjarna sem fjármálaráðherra. „Bjarni nýtti sér innherjaupplýsingar sem þingmaður til þess að koma sér og ættingjum sínum úr Glitni fyrir hrunið og var svo sett bann á umfjöllun Stundarinnar um málið, korteri fyrir kosningar. Bjarni hefur gerst samsekur um þjóðarmorð með því að mótmæla því ekki og að skera á fjárveitingar til UNRWA, sat hjá í kosningu Sameinuðu þjóðanna um málið og í báðum málum ákvað hann þetta einn, ekki í okkar nafni!“ kemur fram í fundarboði Roða. „Bjarni hefur espað upp útlendingaandúð til þess að færa athygli frá sinni eigin vanhæfni og gerta alvarlega aðför að réttindum fólks,“ kemur einnig fram. Heyra mátti mótmælendur kyrja „Kosningar strax!“ og „Vanhæf ríkisstjórn!“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Garðabær Tengdar fréttir „Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32 Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
„Ekki biðja um að þetta sé auðvelt“ Bjarni Benediktsson, sem verður skipaður forsætisráðherra á eftir, segir að það liggi vel á sér. Hann segir að sitt fyrsta verk í nýja ráðuneytinu verði að stilla sama strengi við aðra ráðherra endurnýjaðrar ríkisstjórnar. Honum þyki mikilvægt að byrja vel. 9. apríl 2024 19:32
Sverðin slíðruð í orku, útlendinga- og lögreglumálum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir endurnýjaða ríkisstjórn ætla að fara að krafti í orkumálin og aðlaga útlendingalöggjöfina að því sem þekkist á Norðurlöndunum. Bjarni og ráðherrar í ráðuneyti hans voru settir í embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hófst klukkan sjö í kvöld. 9. apríl 2024 19:20