Afmælishátíð í skugga hamfara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2024 19:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hvatti Grindvíkinga áfram á afmælishátíð bæjarins í dag. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir of stóran hóp Grindvíkinga í afar erfðiðri stöðu vegna húsnæðismála. Vísir/Arnar Alltof margar fjölskyldur í Grindavík eru enn á hrakhólum. Þetta var meðal þess sem kom fram á afmælishátíð bæjarins sem var haldin í skugga hamfara. Forseti Íslands hvetur fólk til að gefast ekki upp og sýna áfram kjark. Bæjarstjórn Grindavíkur hélt í dag upp á að fimmtíu ár eru frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Afmælið var haldið í Gjánni í íþróttamiðstöð Grindvíkinga og voru um fjörutíu manns mættir á hátíðina í dag. Þeirra á meðal voru átta manns sem fengu heiðursviðurkenningu fyrir störf sín í þágu samfélagsins. Þá tilkynnti bæjarstjórnin að hún hyggst reisa minnisvarða um sjálfboðaliðann í bænum. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að hátíðina haldna í skugga hamfaranna. „Staðan hefði vissulega mátt vera betri. Þegar við vorum að undirbúa afmælisárið fyrir árið þá settum við upp allt öðruvísi dagskrá. Þessi stund hér er vissulega látlaus en hátíðleg,“ segir Fannar. Marga bráðvantar enn húsnæði en Þórkatla í startholunum Ásrún Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar vakti athygli á því í ræðu sinni að sjötíu íbúar væru á bráðalista vegna húsnæðisskorts. Brýn þörf sé að bæta úr þeirri stöðu. Alls hafa til að mynda 644 óskað eftir því að Þórkatla fasteignafélag kaup húsnæði sitt. Fannar tekur undir með að húsnæðismálin séu brýn. „Því miður eru húsnæðismálin ekki á nógu góðum stað. Þetta allt of stór hópur og fyrir utan þessa sjötíu er of stór hópur sem býr við of lítið húsnæði. Við erum að reyna að vinna þetta með ráðuneyti, ríkisstjórn og sveitarfélögunum hér í kringum okkur. Þá er að komast skriður á Þórkötlu og núna í vikunni á að fara að ganga frá fyrstu kaupunum,“ segir hann. Fannar segir margt óvænt koma upp á og mikilvægt að halda ráðamönnum við efnið. „Við þökkum fyrir það sem vel hefur verið gert. Auðvitað má ekki láta deigan síga. Við vonum að verkefnin haldi áfram þar til þeim er lokið,“ segir hann. Fyrirtæki hafa gagnrýnt bæjarstjórnina fyrir samráðsleysi í sínum málum. Fannar segir að alltaf sé hægt að gera betur. „Það er nú búið að ákveða að halda fleiri fundi með íbúum og fyrirtækjum. Við erum með öflugt teymi í atvinnumálum sem hafa unnið þétt með fyrirtækjum. Við hefðum viljað hafa fleiri og betri úrræði, margt hefur áunnist en alltaf má gera betur,“ segir hann. Bæjarstjórnin hefur síðustu mánuði haft aðsetur í Reykjavík. Fannar segir að innviðir þurfi að vera traustari áður en bæjarstjórnin snýr aftur til Grindavíkur. „Við ætlum ekki að snúa aftur í bæinn á næstunni. Við verðum að sjá hvernig gengur með sprunguviðgerðir í bænum. En auðvitað viljum við komast sem fyrst heim,“ segir hann að lokum. Gefumst ekki upp Forsetahjónin heiðruðu samkomuna í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti hvatti fólk áfram í baráttunni við náttúruna. „Við þurfum að finna þann kjark sem þarf í baráttunni við þessar hremmningar. Gefumst ekki upp. Leitum allra leiða til þess að tryggja að fólkið og ungmennin í Grindavík geti notið þeirra lífsgæða sem fólkið hér var búið að byggja upp hörðum höndum,“ sagði Guðni í dag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur hélt í dag upp á að fimmtíu ár eru frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Afmælið var haldið í Gjánni í íþróttamiðstöð Grindvíkinga og voru um fjörutíu manns mættir á hátíðina í dag. Þeirra á meðal voru átta manns sem fengu heiðursviðurkenningu fyrir störf sín í þágu samfélagsins. Þá tilkynnti bæjarstjórnin að hún hyggst reisa minnisvarða um sjálfboðaliðann í bænum. Fannar Jónasson bæjarstjóri segir að hátíðina haldna í skugga hamfaranna. „Staðan hefði vissulega mátt vera betri. Þegar við vorum að undirbúa afmælisárið fyrir árið þá settum við upp allt öðruvísi dagskrá. Þessi stund hér er vissulega látlaus en hátíðleg,“ segir Fannar. Marga bráðvantar enn húsnæði en Þórkatla í startholunum Ásrún Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar vakti athygli á því í ræðu sinni að sjötíu íbúar væru á bráðalista vegna húsnæðisskorts. Brýn þörf sé að bæta úr þeirri stöðu. Alls hafa til að mynda 644 óskað eftir því að Þórkatla fasteignafélag kaup húsnæði sitt. Fannar tekur undir með að húsnæðismálin séu brýn. „Því miður eru húsnæðismálin ekki á nógu góðum stað. Þetta allt of stór hópur og fyrir utan þessa sjötíu er of stór hópur sem býr við of lítið húsnæði. Við erum að reyna að vinna þetta með ráðuneyti, ríkisstjórn og sveitarfélögunum hér í kringum okkur. Þá er að komast skriður á Þórkötlu og núna í vikunni á að fara að ganga frá fyrstu kaupunum,“ segir hann. Fannar segir margt óvænt koma upp á og mikilvægt að halda ráðamönnum við efnið. „Við þökkum fyrir það sem vel hefur verið gert. Auðvitað má ekki láta deigan síga. Við vonum að verkefnin haldi áfram þar til þeim er lokið,“ segir hann. Fyrirtæki hafa gagnrýnt bæjarstjórnina fyrir samráðsleysi í sínum málum. Fannar segir að alltaf sé hægt að gera betur. „Það er nú búið að ákveða að halda fleiri fundi með íbúum og fyrirtækjum. Við erum með öflugt teymi í atvinnumálum sem hafa unnið þétt með fyrirtækjum. Við hefðum viljað hafa fleiri og betri úrræði, margt hefur áunnist en alltaf má gera betur,“ segir hann. Bæjarstjórnin hefur síðustu mánuði haft aðsetur í Reykjavík. Fannar segir að innviðir þurfi að vera traustari áður en bæjarstjórnin snýr aftur til Grindavíkur. „Við ætlum ekki að snúa aftur í bæinn á næstunni. Við verðum að sjá hvernig gengur með sprunguviðgerðir í bænum. En auðvitað viljum við komast sem fyrst heim,“ segir hann að lokum. Gefumst ekki upp Forsetahjónin heiðruðu samkomuna í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti hvatti fólk áfram í baráttunni við náttúruna. „Við þurfum að finna þann kjark sem þarf í baráttunni við þessar hremmningar. Gefumst ekki upp. Leitum allra leiða til þess að tryggja að fólkið og ungmennin í Grindavík geti notið þeirra lífsgæða sem fólkið hér var búið að byggja upp hörðum höndum,“ sagði Guðni í dag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Guðni Th. Jóhannesson Tímamót Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira