Handtekin í gær og les Bjarna pistilinn í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. apríl 2024 22:10 Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún segir ofbeldismenningu þrífast innan ríkisstjórnarinnar. Listakonan Margrét Rut Eddudóttir var ein þeirra sem var handtekin á mótmælum við Bessastaði í gær. Hún vill meina að það sé ofbeldi að Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fái að valsa um valdastöður í íslensku samfélagi. Margrét skrifar um handtökuna, nýjan forsætisráðherra og það sem hún lýsir sem meðvirkni með ofbeldi í skoðanagreininni „Ofbeldismenning í ríkisstjórninni“ sem birtist á Vísi í kvöld. Þar segist hún hafa verið handtekin af því hún sé ekki lengur meðvirk með „gerendum þessarar þjóðar“. Margrét segist hafa upplifað ofbeldi þegar hún sá fréttir af því að Bjarni Benediktsson væri orðin forsætisráðherra. Ofbeldi sem birtist í því að Bjarni fái „að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur.“ „Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðast blindaðir af ótta, meðvirkni og normelíseringu á þessu tiltekna ofbeldi,“ skrifar hún. Margrét segir að til að vinna úr ofbeldismenningu þurfi fólk að geta treyst hvort öðru. Traust sé undirstaða alls og án trausts sé ekkert samtal. „Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk,“ skrifar Margrét. Mótmælendur standi í lappirnar gegn siðrofi Margrét segir að á mótmælunum við Bessastaði í gær hafi verið fjölbreyttur hópur af fólki. Hún hafi eins og aðrir mótmælendur verið þar á eigin vegum „til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir.“ Mótmælin hafi verið friðsamleg að öllu leyti en nokkrir mótmælendanna hafi sest á götuna í mótmælaskyni af því þeim hafi verið ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fái að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Margrét vísar sérstaklega í skoðanagreinina „Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar“ sem Gunnar Smári Egilsson skrifaði á Vísi í apríl 2022. Þar rekur Gunnar stjórnmálasögu Bjarna. Í lok greinarinnar segir Margrét að það versta sem Bjarni hafi gert þjóðinni væri „að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA“ og að hafa ekki stutt málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum vegna þjóðarmorðsins í Gaza. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Margrét skrifar um handtökuna, nýjan forsætisráðherra og það sem hún lýsir sem meðvirkni með ofbeldi í skoðanagreininni „Ofbeldismenning í ríkisstjórninni“ sem birtist á Vísi í kvöld. Þar segist hún hafa verið handtekin af því hún sé ekki lengur meðvirk með „gerendum þessarar þjóðar“. Margrét segist hafa upplifað ofbeldi þegar hún sá fréttir af því að Bjarni Benediktsson væri orðin forsætisráðherra. Ofbeldi sem birtist í því að Bjarni fái „að halda ótrautt áfram að valsa um valdastöður þessarar þjóðar óáreittur.“ „Það sem mér þykir þó átakanlegast er ekki ofbeldismaðurinn sjálfur heldur allt góða fólkið sem er meðvirkt með honum. Fólkið sem átti að vinna heiðarlegt og gott starf fyrir þjóðina og þá er ég að tala um Katrínu Jakobsdóttir, núverandi forsetaframbjóðenda og alla sem vinna bæði á þingi og í ríkisstjórn sem virðast blindaðir af ótta, meðvirkni og normelíseringu á þessu tiltekna ofbeldi,“ skrifar hún. Margrét segir að til að vinna úr ofbeldismenningu þurfi fólk að geta treyst hvort öðru. Traust sé undirstaða alls og án trausts sé ekkert samtal. „Fyrir okkur sem horfum utan frá er þetta ekki flókið mál. Bjarni Benediktsson er rúin öllu trausti og við erum ekki lengur meðvirk,“ skrifar Margrét. Mótmælendur standi í lappirnar gegn siðrofi Margrét segir að á mótmælunum við Bessastaði í gær hafi verið fjölbreyttur hópur af fólki. Hún hafi eins og aðrir mótmælendur verið þar á eigin vegum „til þess að standa í lappirnar gegn því siðrofi sem hefur kraumað í íslenskum stjórnmálum svo árum skiptir.“ Mótmælin hafi verið friðsamleg að öllu leyti en nokkrir mótmælendanna hafi sest á götuna í mótmælaskyni af því þeim hafi verið ofboðið hvað Bjarni Benediktsson fái að valsa undir sig hvert ráðherrasætið eftir öðru í óþökk þjóðarinnar. Margrét vísar sérstaklega í skoðanagreinina „Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar“ sem Gunnar Smári Egilsson skrifaði á Vísi í apríl 2022. Þar rekur Gunnar stjórnmálasögu Bjarna. Í lok greinarinnar segir Margrét að það versta sem Bjarni hafi gert þjóðinni væri „að taka virkan þátt í þjóðarmorðinu í Palestínu með því að frysta fjárframlög til UNRWA“ og að hafa ekki stutt málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir alþjóðadómstólnum vegna þjóðarmorðsins í Gaza.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira