Elínborg sem biskup Björg Ágústsdóttir skrifar 10. apríl 2024 21:31 Það varð sóknarbörnum í Grundarfirði fljótt ljóst, þegar þau fóru að kynnast nýja sóknarprestinum sr. Elínborgu Sturludóttur, árið 2003, að þar var á ferðinni afburða manneskja. Nýi presturinn hafði sem vegarnesti djúpt innsæi, góðar gáfur og mannkosti til að takast á hendur fjölbreytt og vandasamt starf sóknarprests í sjávarþorpi. Hún gekk í verk af skörungsskap, en ekki síður af fagmennsku, hlýju og virðingu fyrir fólki og mismunandi aðstæðum þess, bæði í gleði og sorg. Hið sama má segja um störf hennar sem sveitaprests í Borgarfirði og Dómkirkjuprests, samtals í yfir 20 ár. Þann 11. apríl nk. hefst kosning til embættis biskups Íslands og hafa yfir 2.200 fulltrúar þjóðkirkjunnar þar kosningarétt. Við sem höfum fengið að starfa með eða kynnast störfum sr. Elínborgar Sturludóttur, í þjónustu hennar við sóknarbörn og íbúa, gleðjumst innilega yfir því að hún bjóði sig nú fram til þessa mikilvæga embættis. Þjóðkirkjan og sóknirnar vítt og breitt um landið eru mikilvægt net, ofið gegnum byggðir landsins, fjölmennar og fámennar. Kjarninn er að sjálfsögðu boðun fagnaðarerindisins en ennfremur hin mikilvæga félagslega og menningarlega þjónusta; hvort sem það er sálgæslan á stöðum þar sem fjölþætt heilbrigðisþjónusta er oft ekki til staðar, barna- og unglingastarf þar sem íbúafjöldinn er takmarkaður eða stuðningur við elstu íbúana, sem í æ ríkari mæli búa einir eða upplifa einsemd. Öll þessi þjónusta er veitt óháð því hvort fólk tilheyri þjóðkirkjunni, staðreynd sem oft gleymist. Þess vegna er sóknarpresturinn svo mikilvægur og allt starf söfnuðanna sem miðar að þessu marki. Þessari samfélagsþjónustu hefur Elínborg sinnt með stakri prýði, í sveit, bæ og borg. Hún þekkir ólíkt og krefjandi starfsumhverfi, áskoranir sóknanna og starfsfólks þeirra, bæði launaðra og ólaunaðra. Skyldur biskups við þennan hóp eru fjölmargar, bæði í trúarlegri leiðsögn og á sviði stjórnsýslu. Þegar erfið mál koma upp þarf sterkt og öruggt bakland fyrir sóknarnefndirnar og trúnaðarfólk safnaðanna. Sr. Elínborg er vel heima í málefnum og uppbyggingu þjóðkirkjunnar, eins og framganga hennar á nýafstöðnum kynningarfundum um landið ber vitni. Hún hefur dýrmæta reynslu, innsæi, menntun og mannkosti sem þörf er á við að leiða þjóðkirkjuna og styðja fulltrúa hennar á vegferð breytinga og nauðsynlegrar uppbyggingar, og til að stuðla að friði og samhug, sem svo víða skortir. Við sem höfum verið svo lánsöm að starfa með eða kynnast störfum sr. Elínborgar Sturludóttur mælum innilega með henni sem verðugu efni í næsta biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grundarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Grundarfjörður Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það varð sóknarbörnum í Grundarfirði fljótt ljóst, þegar þau fóru að kynnast nýja sóknarprestinum sr. Elínborgu Sturludóttur, árið 2003, að þar var á ferðinni afburða manneskja. Nýi presturinn hafði sem vegarnesti djúpt innsæi, góðar gáfur og mannkosti til að takast á hendur fjölbreytt og vandasamt starf sóknarprests í sjávarþorpi. Hún gekk í verk af skörungsskap, en ekki síður af fagmennsku, hlýju og virðingu fyrir fólki og mismunandi aðstæðum þess, bæði í gleði og sorg. Hið sama má segja um störf hennar sem sveitaprests í Borgarfirði og Dómkirkjuprests, samtals í yfir 20 ár. Þann 11. apríl nk. hefst kosning til embættis biskups Íslands og hafa yfir 2.200 fulltrúar þjóðkirkjunnar þar kosningarétt. Við sem höfum fengið að starfa með eða kynnast störfum sr. Elínborgar Sturludóttur, í þjónustu hennar við sóknarbörn og íbúa, gleðjumst innilega yfir því að hún bjóði sig nú fram til þessa mikilvæga embættis. Þjóðkirkjan og sóknirnar vítt og breitt um landið eru mikilvægt net, ofið gegnum byggðir landsins, fjölmennar og fámennar. Kjarninn er að sjálfsögðu boðun fagnaðarerindisins en ennfremur hin mikilvæga félagslega og menningarlega þjónusta; hvort sem það er sálgæslan á stöðum þar sem fjölþætt heilbrigðisþjónusta er oft ekki til staðar, barna- og unglingastarf þar sem íbúafjöldinn er takmarkaður eða stuðningur við elstu íbúana, sem í æ ríkari mæli búa einir eða upplifa einsemd. Öll þessi þjónusta er veitt óháð því hvort fólk tilheyri þjóðkirkjunni, staðreynd sem oft gleymist. Þess vegna er sóknarpresturinn svo mikilvægur og allt starf söfnuðanna sem miðar að þessu marki. Þessari samfélagsþjónustu hefur Elínborg sinnt með stakri prýði, í sveit, bæ og borg. Hún þekkir ólíkt og krefjandi starfsumhverfi, áskoranir sóknanna og starfsfólks þeirra, bæði launaðra og ólaunaðra. Skyldur biskups við þennan hóp eru fjölmargar, bæði í trúarlegri leiðsögn og á sviði stjórnsýslu. Þegar erfið mál koma upp þarf sterkt og öruggt bakland fyrir sóknarnefndirnar og trúnaðarfólk safnaðanna. Sr. Elínborg er vel heima í málefnum og uppbyggingu þjóðkirkjunnar, eins og framganga hennar á nýafstöðnum kynningarfundum um landið ber vitni. Hún hefur dýrmæta reynslu, innsæi, menntun og mannkosti sem þörf er á við að leiða þjóðkirkjuna og styðja fulltrúa hennar á vegferð breytinga og nauðsynlegrar uppbyggingar, og til að stuðla að friði og samhug, sem svo víða skortir. Við sem höfum verið svo lánsöm að starfa með eða kynnast störfum sr. Elínborgar Sturludóttur mælum innilega með henni sem verðugu efni í næsta biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grundarfirði.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun