Kerfisbundið launamisrétti í boði stjórnvalda Sandra B. Franks skrifar 11. apríl 2024 11:01 Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti. Þrátt fyrir það er staðan samt þannig að enn mælist allnokkuð kynjabil. Sá óhugnaður sem kynbundið misrétti er hefur enn ekki tekist að uppræta. Þá búa konur ekki einungis við kynjamisrétti, heldur einnig við kerfislægt launamisrétti. Rétt er að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi í heiminum eins mikil og hér á landi, en launamyndunarkerfin eru þannig úr garði gerð að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf, því iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en hefðbundin karlastörf. Hér er því verk að vinna. Þessi barátta skiptir okkur sjúkraliða miklu máli þar sem um 97% eru konur. Þá ber að geta þess að önnur hver kona sem er á vinnumarkaði er opinber starfsmaður. Þess vegna eru atriði eins og kynskiptur vinnumarkaður og kynbundinn launamunur stórt atriði í okkar huga. Staðfest af stjórnvöldum Í nýlegri skýrslu forsætisráðuneytisins, sem nálgast má hér: Virðismat starfa kemur fram að vanmat á störfum kvenna á hinum kynskipta vinnumarkaði sé megin orsök þessa launamisréttis. Um þetta atriði hef ég ítrekað rætt og bent á hvernig athafnaleysi stjórnvalda snuðar okkur konur um marga milljarða árlega. Dæmi um það er í framangreindri skýrslu forsætisráðuneytisins sem segir: Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 10% launamunur um 80.000 krónur á mánuði, 960.000 krónur á ári og yfir 47 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Launamisrétti er vel hægt að leiðrétta núna strax ef vilji ráðamanna er til staðar. Aðgerða er þörf enda búið að staðfesta að kerfislægur og ómálefnalegur launamunur kynjanna sé til staðar í íslensku samfélagi. Mannréttindi ekki samningsatriði Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta sem snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. En mannréttindi eru ekki samningsatriði, þau eru réttindin sem þarf að innleiða í siðmenningu okkar. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Í nýlegri könnun Vörðu, sem nálgast má hér: Staða launafólks á Íslandi, kemur m.a. fram að of margir sjúkraliðar eða um 40% eiga erfitt með að ná endum saman og hafa ekki getu til að mæta 80.000 kr. óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þá er staða sjúkraliða sem eru með börn á framfæri slæm. Fram kemur að alltof stór hópur sjúkraliða er í fjárhagslegum vanda vegna innkaupa á næringarríkum mat fyrir börnin sín og á nauðsynlegum fatnaði fyrir þau. Fjárhagur þessa hóps kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða fyrir tómstundir og félagslíf s.s. afmælisgjafir fyrir vini, bíóferðir eða aðra afþreyingu með vinum, og viðburðum tengdu skólastarfi. Þessi staða kemur því niður á þeim sem síst skildi. Ég treysti því að nýi forsætisráðherrann okkar Bjarni Benediktsson taki af skarið, láti verkin tala og geri það sem þarf. Það dugar ekki lengur að bíða eftir „viðhorfsbreytingunni“ eða halda fleiri fundi til að ræða „stöðuna“ og „misréttið“. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta þennan kynbundna launamun. Leiðréttingarferlið þarf að hefjast strax og skjalfesta það í komandi kjarasamningum. Sú leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við lagalegt jafnrétti og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti. Þrátt fyrir það er staðan samt þannig að enn mælist allnokkuð kynjabil. Sá óhugnaður sem kynbundið misrétti er hefur enn ekki tekist að uppræta. Þá búa konur ekki einungis við kynjamisrétti, heldur einnig við kerfislægt launamisrétti. Rétt er að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi í heiminum eins mikil og hér á landi, en launamyndunarkerfin eru þannig úr garði gerð að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf, því iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en hefðbundin karlastörf. Hér er því verk að vinna. Þessi barátta skiptir okkur sjúkraliða miklu máli þar sem um 97% eru konur. Þá ber að geta þess að önnur hver kona sem er á vinnumarkaði er opinber starfsmaður. Þess vegna eru atriði eins og kynskiptur vinnumarkaður og kynbundinn launamunur stórt atriði í okkar huga. Staðfest af stjórnvöldum Í nýlegri skýrslu forsætisráðuneytisins, sem nálgast má hér: Virðismat starfa kemur fram að vanmat á störfum kvenna á hinum kynskipta vinnumarkaði sé megin orsök þessa launamisréttis. Um þetta atriði hef ég ítrekað rætt og bent á hvernig athafnaleysi stjórnvalda snuðar okkur konur um marga milljarða árlega. Dæmi um það er í framangreindri skýrslu forsætisráðuneytisins sem segir: Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 10% launamunur um 80.000 krónur á mánuði, 960.000 krónur á ári og yfir 47 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Launamisrétti er vel hægt að leiðrétta núna strax ef vilji ráðamanna er til staðar. Aðgerða er þörf enda búið að staðfesta að kerfislægur og ómálefnalegur launamunur kynjanna sé til staðar í íslensku samfélagi. Mannréttindi ekki samningsatriði Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta sem snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. En mannréttindi eru ekki samningsatriði, þau eru réttindin sem þarf að innleiða í siðmenningu okkar. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Í nýlegri könnun Vörðu, sem nálgast má hér: Staða launafólks á Íslandi, kemur m.a. fram að of margir sjúkraliðar eða um 40% eiga erfitt með að ná endum saman og hafa ekki getu til að mæta 80.000 kr. óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þá er staða sjúkraliða sem eru með börn á framfæri slæm. Fram kemur að alltof stór hópur sjúkraliða er í fjárhagslegum vanda vegna innkaupa á næringarríkum mat fyrir börnin sín og á nauðsynlegum fatnaði fyrir þau. Fjárhagur þessa hóps kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða fyrir tómstundir og félagslíf s.s. afmælisgjafir fyrir vini, bíóferðir eða aðra afþreyingu með vinum, og viðburðum tengdu skólastarfi. Þessi staða kemur því niður á þeim sem síst skildi. Ég treysti því að nýi forsætisráðherrann okkar Bjarni Benediktsson taki af skarið, láti verkin tala og geri það sem þarf. Það dugar ekki lengur að bíða eftir „viðhorfsbreytingunni“ eða halda fleiri fundi til að ræða „stöðuna“ og „misréttið“. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta þennan kynbundna launamun. Leiðréttingarferlið þarf að hefjast strax og skjalfesta það í komandi kjarasamningum. Sú leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við lagalegt jafnrétti og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar