Skilur mikla örvæntingu og reiði Grindvíkinga Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2024 13:00 Það var glatt á hjalla þegar Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu meirihluta í Grindavík árið 2022. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fá tilefni hafa gefist til að brosa út að eyrum í Grindavík undanfarna mánuði. Reiði og örvænting fer vaxandi meðal Grindvíkinga vegna óvissuástands í húsnæðismálum og skorts á upplýsingagjöf vegna uppkaupa. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segist hafa verulegar áhyggjur af andlegri líðan bæjarbúa. Fasteignafélaginu Þórkötlu, sem annast uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, hafa borist tæplega 700 umsóknir frá íbúum sem vilja selja ríkinu eignir sínar. Margir hverjir eru orðnir óþreyjufullir enda var það gefið út að kaupin myndu hefjast í byrjun apríl. Skortur á upplýsingagjöf frá Þórkötlu hefur verið harðlega gagnrýndur og á samfélagsmiðlum má skynja vaxandi reiði og örvæntingu Grindvíkinga. Dæmi eru um að fólk hafi misst eignir sem það var komið með samþykkt kauptilboð í vegna þess að það gat ekki fjármagnað útborgun. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík, segir bæjarstjórnina ekki upplýsta um ferlið. „Við erum endalaust að bíða og vona. Það er erfitt, ég veit að það er verið að reyna vinna hratt. Það er verið að skoða rafrænar samþykktir og þetta er ákveðið frumkvöðlaverkefni en Grindvíkingar bíða og bíða og þeir eru að missa kaupsamninga. En þetta húsnæðisóöryggi ýtir undir kvíða og vanlíðan og við upplifum mikla örvæntingu varðandi þetta allt saman.“ Uppkaupin séu frumkvöðlaverkefni sem sé að miklu leiti byggt á persónuverndarupplýsingum og tíminn sem þau taki sé í raun ekki óeðlilegur. Þó segir Ásrún að upplýsingagjöf til íbúa mætti vera betri. Upplýsingafundur íbúa sé í bígerð og vikulegir pistlar bæjarstjóra á heimasíðu bæjarins verði endurvekir. Um 70 fjölskyldueiningar eru á bráðalista vegna húsnæðismála. „Þetta er fólk sem er í óviðunandi húsnæði. Til dæmis eldri borgarar sem búa inn á börnum eða barnabörnum, eða eru inn á hjúkrunarheimili og þurfa kannski ekki að nýta þannig úrræði.“ Ásrún segist skilja reiði og örvæntingu íbúa vel, enda sé ástandið óboðlegt. „Ég skil hana mjög vel. Hef bara mjög miklar áhyggjur af andlegri líðan okkar Grindvíkinga. Maður heyrir líka bara varðandi börn, það er vaxandi vanlíðan. Svo ég er bara verulega áhyggjufull.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Fasteignafélaginu Þórkötlu, sem annast uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, hafa borist tæplega 700 umsóknir frá íbúum sem vilja selja ríkinu eignir sínar. Margir hverjir eru orðnir óþreyjufullir enda var það gefið út að kaupin myndu hefjast í byrjun apríl. Skortur á upplýsingagjöf frá Þórkötlu hefur verið harðlega gagnrýndur og á samfélagsmiðlum má skynja vaxandi reiði og örvæntingu Grindvíkinga. Dæmi eru um að fólk hafi misst eignir sem það var komið með samþykkt kauptilboð í vegna þess að það gat ekki fjármagnað útborgun. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Grindavík, segir bæjarstjórnina ekki upplýsta um ferlið. „Við erum endalaust að bíða og vona. Það er erfitt, ég veit að það er verið að reyna vinna hratt. Það er verið að skoða rafrænar samþykktir og þetta er ákveðið frumkvöðlaverkefni en Grindvíkingar bíða og bíða og þeir eru að missa kaupsamninga. En þetta húsnæðisóöryggi ýtir undir kvíða og vanlíðan og við upplifum mikla örvæntingu varðandi þetta allt saman.“ Uppkaupin séu frumkvöðlaverkefni sem sé að miklu leiti byggt á persónuverndarupplýsingum og tíminn sem þau taki sé í raun ekki óeðlilegur. Þó segir Ásrún að upplýsingagjöf til íbúa mætti vera betri. Upplýsingafundur íbúa sé í bígerð og vikulegir pistlar bæjarstjóra á heimasíðu bæjarins verði endurvekir. Um 70 fjölskyldueiningar eru á bráðalista vegna húsnæðismála. „Þetta er fólk sem er í óviðunandi húsnæði. Til dæmis eldri borgarar sem búa inn á börnum eða barnabörnum, eða eru inn á hjúkrunarheimili og þurfa kannski ekki að nýta þannig úrræði.“ Ásrún segist skilja reiði og örvæntingu íbúa vel, enda sé ástandið óboðlegt. „Ég skil hana mjög vel. Hef bara mjög miklar áhyggjur af andlegri líðan okkar Grindvíkinga. Maður heyrir líka bara varðandi börn, það er vaxandi vanlíðan. Svo ég er bara verulega áhyggjufull.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira