Almannavarnir greiða umframorkunotkun í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2024 16:49 Fasteignaeigendur í Grindavík fá endurgreiddan hitaveitu- og rafmagnskostnað. Vísir/Vilhelm Almannavarnir hafa ákveðið að hjálpa fasteignaeigendum í Grindavík við að standa straum af kostnaði vegna hærri rafmagns- og hitaveitureikninga á meðan aðgerðir til að verja hús fyrir frostskemmdum í kjölfar náttúruhamfaranna stóðu yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að um sé að ræða umframkostnað heimila og fyrirtækja frá 19. janúar til 31. mars en heildarkostnaðurinn nemi rúmum tuttugu milljónum króna. Hitaveitustofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur skemmdist í eldgosi sem hófst 14. janúar með þeim afleiðingum að lítill þrýstingur var á dreifikerfi hitaveitunnar í bænum og að hluta til alveg heitavatnslaust. Á sama tíma stóð yfir rýming sem skerti möguleika fólks á að sinna húsum sínum. „Þar sem langur frostakafli var á þessum tíma ákváðu Almannavarnir þann 19. janúar að ráðast í aðgerðir til að koma hita á fasteignir til að verja þær frostskemmdum. Við það jókst heitavatns- og rafmagnsnotkun í hluta bæjarins með tilheyrandi auka kostnaði fyrir húseigendur,“ segir í tilkynningu frá Almannavörnum. „Almannavarnir munu greiða HS Veitum þá upphæð sem um ræðir, og hafa HS Veitur tekið að sér að endurgreiða þeim notendum sem urðu fyrir þessum auka kostnaði. Það verður gert við útsendingu orkureikninga vegna mars, sem sendir verða út bráðlega,“ segir í tilkynningunni. „Við útreikningana verður horft til rafmagns- og heitavatnsnotkunar eins og hún var 1. til 14. janúar, þ.e. fyrir náttúruhamfarirnar í janúar og notkun umfram það á tímabilinu 19. janúar til 31. mars reiknuð sem umframnotkun og kemur til lækkunar orkureikninga vegna mars.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. 16. febrúar 2024 11:30 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Þar segir að um sé að ræða umframkostnað heimila og fyrirtækja frá 19. janúar til 31. mars en heildarkostnaðurinn nemi rúmum tuttugu milljónum króna. Hitaveitustofnæð frá Svartsengi til Grindavíkur skemmdist í eldgosi sem hófst 14. janúar með þeim afleiðingum að lítill þrýstingur var á dreifikerfi hitaveitunnar í bænum og að hluta til alveg heitavatnslaust. Á sama tíma stóð yfir rýming sem skerti möguleika fólks á að sinna húsum sínum. „Þar sem langur frostakafli var á þessum tíma ákváðu Almannavarnir þann 19. janúar að ráðast í aðgerðir til að koma hita á fasteignir til að verja þær frostskemmdum. Við það jókst heitavatns- og rafmagnsnotkun í hluta bæjarins með tilheyrandi auka kostnaði fyrir húseigendur,“ segir í tilkynningu frá Almannavörnum. „Almannavarnir munu greiða HS Veitum þá upphæð sem um ræðir, og hafa HS Veitur tekið að sér að endurgreiða þeim notendum sem urðu fyrir þessum auka kostnaði. Það verður gert við útsendingu orkureikninga vegna mars, sem sendir verða út bráðlega,“ segir í tilkynningunni. „Við útreikningana verður horft til rafmagns- og heitavatnsnotkunar eins og hún var 1. til 14. janúar, þ.e. fyrir náttúruhamfarirnar í janúar og notkun umfram það á tímabilinu 19. janúar til 31. mars reiknuð sem umframnotkun og kemur til lækkunar orkureikninga vegna mars.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. 16. febrúar 2024 11:30 Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Sjá meira
Ekki hægt að treysta bara á Svartsengi til lengri tíma Verkfræðingur á vegum almannavarna segir viðbúið að gera megi ráð fyrir frekari skakkaföllum á vatnslögnum til og frá orkuverinu í Svartsengi í komandi jarðhræringum. Leitað sé að jarðhita til að tryggja tvöfalt öryggi á orkuframleiðslu ef ske kynni að framleiðsla í Svartsengi stöðvist. 16. febrúar 2024 11:30
Helgin köld en helstu áskoranir leystar Íbúar á Reykjanesi segja síðustu daga hafa verið nokkuð kalda vegna heitavatnsleysisins. Þeir mæta þó öllum áskorunum með miklu æðruleysi og redda sér þegar kemur að því að til dæmis komast í bað og vaska upp. 12. febrúar 2024 12:03