Safnar undirskriftum gegn foreldrum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2024 20:31 Saga Davíðsdóttir, formaður nemendafélagsins og nemi í 10. bekk i Laugalækjaskóla. Vísir/Einar Nemandi í 10.bekk Laugalækjarskóla segir kennara hafa hemil á árgangnum alla daga og því sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir fari einir með krökkunum í útskriftarferð. Hún stofnaði því undirskriftalista til að mótmæla fjölda foreldra í ferðina. Undirskriftalistar hafa verið talsvert í umræðunni undanfarna daga, ekki síst vegna þess að í vikunni hafa um fjörutíu þúsund Íslendingar skrifað undir lista gegn Bjarna Benediktssyni í embætti forsætisráðherra. En þegar rennt er yfir virka lista á Ísland.is er einn sem vekur sérstaka athygli, listi sem ber yfirskriftina „Færri foreldrar í ferðina.“ Saga Davíðsdóttir, nemandi í 10. bekk í Laugalækjarskóla stendur fyrir undirskriftasöfnuninni sem snýst um að mótmæla hversu margir foreldrar fari með í útskriftarferð árgangsins. „Þetta byrjaði bara með því að ég var búin að heyra rosalega marga krakka tala um hvað það væru óþarflega margir foreldrar að fara með í ferðina. Það er oft djókað með þetta, „eigum við ekki að stofna undirskriftarlista,“ svo ég ákvað bara að skella mér í það,“ segir Saga. Um tuttugu manns hafa skráð sig á listann sem kemur Sögu á óvart þar sem hún var ekki farin að deila listanum neinsstaðar. Listinn gegn Bjarna Benediktssyni hafi ekki haft neitt með ákvörðun hennar að stofna eigin lista að gera. „Það er bara fólk sem er ekki í skólanum að skrifa undir þetta, sem mér finnst mjög fyndið. Ég veit bara ekkert hvar fólk fann þennan lista, en þetta er bara skemmtilegt. Mjög fyndið að fólk hafi kannski fundið minn lista þegar það ætlaði að skrá sig á Bjarna-listann.“ Árgangurinn er stór og gert er ráð fyrir einu foreldri fyrir hverja tíu nemendur. „Mér finnst það of mikið og krakkarnir eru alveg sammála. Ég hef meira segja heyrt í sumum kennurum sem finnst þetta óþarfi þar sem við erum talinn mjög góður árgangur. Við fórum saman í skólaferðalag í vetur með bara fimm kennurum og það var ekkert vesen.“ „Við fórum saman í skólaferðalag í vetur með bara fimm kennurum og það var ekkert vesen,“ segir Saga.Vísir/Einar Saga segir að kostnaður við ferðina spili líka inn ákvörðun sína um að stofna undirskriftalistann, en foreldrar borgi sig ekki í ferðina og því aukist kostnaðurinn hjá öllum. „Það eru bara ekki allir í sömu fjárhagslegri stöðu. Sextíu þúsund krónur fyrir útskriftarferð er ekki eins og tíu þúsund, eða bara þúsund kall. Mig langaði að minnka kostnaðinn fyrir þau sem hafa ekki efni á sextíu þúsund króna ferð upp úr þurru.“ Ertu vongóð um að þessi listi skili árangri? „Ég vona það! En ef ekki þá bara koma foreldrarnir með og það verður bara mjög gaman hjá okkur.“ Vilja njóta þess að vera unglingar Aðspurð um hvert útskriftarferðinni væri heitið var Saga ekki alveg með það á hreinu, enda hafði hún aðalega verið með hugann við foreldrana. Eftir símtal til mömmu komst það þó á hreint, til Skagafjarðar munu krakkarnir skunda. LaugalækjaskóliReykjavíkurborg En Saga er líka með skilaboð til hinna foreldranna, sem mögulega voru farnir að hlakka til ferðarinnar í Skagafjörð en hugsa sig sennilega tvisvar um núna. „Þið fóruð örugglega í ykkar útskriftarferð þegar þið voruð í 10. bekk. Það væri örugglega mjög gaman að hafa ykkur en helst vildum við bara fá að fara og njóta þess að vera unglingar. Kennararnir hafa hemil á okkur á hverjum degi þannig þau hljóta að geta það í tvo daga í viðbót.“ Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ferðalög Reykjavík Krakkar Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Undirskriftalistar hafa verið talsvert í umræðunni undanfarna daga, ekki síst vegna þess að í vikunni hafa um fjörutíu þúsund Íslendingar skrifað undir lista gegn Bjarna Benediktssyni í embætti forsætisráðherra. En þegar rennt er yfir virka lista á Ísland.is er einn sem vekur sérstaka athygli, listi sem ber yfirskriftina „Færri foreldrar í ferðina.“ Saga Davíðsdóttir, nemandi í 10. bekk í Laugalækjarskóla stendur fyrir undirskriftasöfnuninni sem snýst um að mótmæla hversu margir foreldrar fari með í útskriftarferð árgangsins. „Þetta byrjaði bara með því að ég var búin að heyra rosalega marga krakka tala um hvað það væru óþarflega margir foreldrar að fara með í ferðina. Það er oft djókað með þetta, „eigum við ekki að stofna undirskriftarlista,“ svo ég ákvað bara að skella mér í það,“ segir Saga. Um tuttugu manns hafa skráð sig á listann sem kemur Sögu á óvart þar sem hún var ekki farin að deila listanum neinsstaðar. Listinn gegn Bjarna Benediktssyni hafi ekki haft neitt með ákvörðun hennar að stofna eigin lista að gera. „Það er bara fólk sem er ekki í skólanum að skrifa undir þetta, sem mér finnst mjög fyndið. Ég veit bara ekkert hvar fólk fann þennan lista, en þetta er bara skemmtilegt. Mjög fyndið að fólk hafi kannski fundið minn lista þegar það ætlaði að skrá sig á Bjarna-listann.“ Árgangurinn er stór og gert er ráð fyrir einu foreldri fyrir hverja tíu nemendur. „Mér finnst það of mikið og krakkarnir eru alveg sammála. Ég hef meira segja heyrt í sumum kennurum sem finnst þetta óþarfi þar sem við erum talinn mjög góður árgangur. Við fórum saman í skólaferðalag í vetur með bara fimm kennurum og það var ekkert vesen.“ „Við fórum saman í skólaferðalag í vetur með bara fimm kennurum og það var ekkert vesen,“ segir Saga.Vísir/Einar Saga segir að kostnaður við ferðina spili líka inn ákvörðun sína um að stofna undirskriftalistann, en foreldrar borgi sig ekki í ferðina og því aukist kostnaðurinn hjá öllum. „Það eru bara ekki allir í sömu fjárhagslegri stöðu. Sextíu þúsund krónur fyrir útskriftarferð er ekki eins og tíu þúsund, eða bara þúsund kall. Mig langaði að minnka kostnaðinn fyrir þau sem hafa ekki efni á sextíu þúsund króna ferð upp úr þurru.“ Ertu vongóð um að þessi listi skili árangri? „Ég vona það! En ef ekki þá bara koma foreldrarnir með og það verður bara mjög gaman hjá okkur.“ Vilja njóta þess að vera unglingar Aðspurð um hvert útskriftarferðinni væri heitið var Saga ekki alveg með það á hreinu, enda hafði hún aðalega verið með hugann við foreldrana. Eftir símtal til mömmu komst það þó á hreint, til Skagafjarðar munu krakkarnir skunda. LaugalækjaskóliReykjavíkurborg En Saga er líka með skilaboð til hinna foreldranna, sem mögulega voru farnir að hlakka til ferðarinnar í Skagafjörð en hugsa sig sennilega tvisvar um núna. „Þið fóruð örugglega í ykkar útskriftarferð þegar þið voruð í 10. bekk. Það væri örugglega mjög gaman að hafa ykkur en helst vildum við bara fá að fara og njóta þess að vera unglingar. Kennararnir hafa hemil á okkur á hverjum degi þannig þau hljóta að geta það í tvo daga í viðbót.“
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Ferðalög Reykjavík Krakkar Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira