Raforkuöryggi til framtíðar Hafsteinn Gunnarsson skrifar 13. apríl 2024 08:01 Öruggt raforkuframboð og flutningskerfi um landið er undirstaða fyrir öruggum rekstri fyrirtækja, stofnanna, landbúnaðar og orkuskiptum næstu ára. Bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ung Framsókn í Reykjavík sendi frá sér ályktun þann 8. janúar síðastliðinn þar sem kallað er eftir skýrum aðgerðum sem stuðla að aukinni raforkuframleiðslu, áframhaldandi styrkingu flutningskerfisins og betri nýtingu á aflaðri raforku. Heimili landsins hafa lifað við góð kjör á raforku síðustu ár. Þar sem framleiðsla á raforku kemur að miklu leyti frá vatnsaflsvirkjunum, sem byggðar voru á sínum tíma til að selja stórnotendum raforku. Þessar virkjanir voru byggðar að þeirri stærð að framleiðslugeta þeirra var meiri en til ætlaðs stórnotenda og umfram framleiðsla flutt til heimila landsins. Virkjanir á Þjórsárdalssvæðinu eru dæmi um þetta og markaði Búrfellsvirkjun, byggð 1969, upphafið að raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert hefur verið virkjað síðan og flutningskerfið byggst upp samhliða. Raforkuframboð og raforkuöryggi hefur verið tíðrætt undanfarið, þar sem rafmagnsleysi gerði í síðastliðnum janúar á höfuðborgarsvæðinu ásamt mestu notkun raforku síðan 2008, skv. upplýsingum frá Veitum. Síðustu virkjanir sem byggðar hafa verið á Suðurlandi eru Búrfell II og Brúará. Þær framkvæmdir voru unnar á árunum 2016 og 2020. Landsvirkjun stækkaði Búrfell, að gamalli hugmynd, og HS Veitur byggðu í Brúará í Bláskógabyggð. Búa landsmenn við raforkuöryggi? Líkt og stöðunni er líst í dag frá forstjóra Landsvirkjunar, Herði Arnarssyni, í sínum áramótapistli, hefur Landsvirkjun ekki bolmagn til að mæta aukinni orkuþörf næstu ára nema með aukinni raforkuframleiðslu. Einnig er greint frá því að Landsvirkjun hefur þegar þurft að hafna beiðnum stórnotenda um aukna raforku. Það er mikilvægt að raforkuframleiðsla landsins sé í takt við þau orkuskipti sem framundan eru og til þess að tryggja heimilum og atvinnulífinu þau lífsskilyrði sem okkur þyki orðið sjálfsögð. Einnig er þarft að draga fram í þessu samhengi að landsmenn eru nú um 400 þúsund og hefur fjölgað ört á síðustu árum. Það er því brýnt að raforkuframleiðsla sé aukin til þess að mæta fólksfjölgun og fólk sem flytur til landsins njóti þessara lífskjara. Til að varpa ljósi á stöðuna líkt og hún birtist í dag búa sveitarfélög landins við aðstæður sem hafa ekki tekið mikilli framþróun síðustu ár. Má þar nefna Vestmannaeyjar sem tengd eru landi með streng sem var endurlagður 2013. Til stendur að leggja Vestmannaeyjalínu í jörð frá Hellu niður að Rimakoti og hefur Landsnet boðið það verk út nú í annað sinn, má rýna í það verkefni sem undanfara umbóta á flutningskerfinu til Eyja. Ráðherra orkumála hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um afhendingaröryggi til Eyja og þar við situr. Í sveitarfélugum Vestfjarða er nauðsynlegt varaafl til staðar og er það keyrt á hráolíu. Samkvæmt heimildum OV frá árinu 2019, getur notkun á hráolíu við bilun eða vegna viðhalds numið hæglega 500 tonnum. Umbætur á flutningskerfinu og áframhaldandi hringtenging í þessum landshluta er algjör nauðsyn. Flutningskerfið setur líka sín spor á önnur sveitarfélög landsbyggðarinnar, má þar nefna aðstæður við bræðslu á fiskimjöli eða loðnu á Austfjörðum, þar sem raforka hefur verið tryggð með ljósavélum og varla er hægt að lýsa svona grófri yfirsýn öðruvísi en að minnast á skemmtiferðaskipin sem leggja að höfnum landsins og ganga þar á hráolíu. Framtíðarsýn Vatnsaflsvirkjanir eru endurnýjanlegir orkugjafar og vel til þess fallnar að hönnun og skipulag geti unnið með umhverfi landsins. Vatnsaflsvirkjanir hafa verið byggðar hér á landi um áratugaskeið og er fyrir mikil reynsla og hugvit, bæði við framkvæmdir þeirra og rekstur. Mikilvægt er að virkjanir og aðliggjandi spennavirki eru áfram byggðar með lágmarks raski fyrir umhverfið. Gott dæmi um það er Búrfell II, þar sem aðrennsliskurður var gerður í Bjarnarlóni og stöðvarhús staðsett inni í fjalli. Frárennsliskurður var síðan tengdur upprunalegri virkjun. Það þarf því að nýta samskonar möguleika á stækkunum á vatnsaflsvirkjunum sem eru nú þegar byggðar sem og nýtingu kosta á minni rennslisvirkjunum. Þegar fjallað er um raforkuöryggi er óhjákvæmilegt að líta sameiginlega á framleiðslu og flutningskerfið. Til að sporna við skorti á raforkuframboði næstu ára og jafnframt tryggja kjör á raforku á landsvísu er nauðsynlegt að efling á flutningskerfinu þarf að fara fram. Það er grundvöllur þess að geta nýtt raforku sem er framleidd. Fólksfjölgun, atvinnulífið, ekki síst landbúnaður og ferðaþjónusta, og orkuskipti gera kröfu um aðgengi og meira framboð og ekki síst öruggt framboð að raforku næstu árin. Orkumál er eitt af brýnustu verkefnum stjórnmálanna í dag, þ.e. að tryggja framleiðslu og flutning raforku til landsmanna. Fyrirliggjandi er þörf á endurskoðun á rammaáætlun en skipulagsmál sveitarfélaga og ríkisstofnanna þarf einnig að fylgja með. Ekki hjá því komist að stjórnsýslan þarf að stytta úrvinnslutíma frá því hugmyndir að kostum til framkvæmda verða að raun. Nauðsynlegt er að tryggja framboð svo heimili landsins og atvinnulífið hafi aðgengi að raforku á hagstæðum kjörum sem er í takt áður þekkt stærðir. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Öruggt raforkuframboð og flutningskerfi um landið er undirstaða fyrir öruggum rekstri fyrirtækja, stofnanna, landbúnaðar og orkuskiptum næstu ára. Bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Ung Framsókn í Reykjavík sendi frá sér ályktun þann 8. janúar síðastliðinn þar sem kallað er eftir skýrum aðgerðum sem stuðla að aukinni raforkuframleiðslu, áframhaldandi styrkingu flutningskerfisins og betri nýtingu á aflaðri raforku. Heimili landsins hafa lifað við góð kjör á raforku síðustu ár. Þar sem framleiðsla á raforku kemur að miklu leyti frá vatnsaflsvirkjunum, sem byggðar voru á sínum tíma til að selja stórnotendum raforku. Þessar virkjanir voru byggðar að þeirri stærð að framleiðslugeta þeirra var meiri en til ætlaðs stórnotenda og umfram framleiðsla flutt til heimila landsins. Virkjanir á Þjórsárdalssvæðinu eru dæmi um þetta og markaði Búrfellsvirkjun, byggð 1969, upphafið að raforkuöryggi á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert hefur verið virkjað síðan og flutningskerfið byggst upp samhliða. Raforkuframboð og raforkuöryggi hefur verið tíðrætt undanfarið, þar sem rafmagnsleysi gerði í síðastliðnum janúar á höfuðborgarsvæðinu ásamt mestu notkun raforku síðan 2008, skv. upplýsingum frá Veitum. Síðustu virkjanir sem byggðar hafa verið á Suðurlandi eru Búrfell II og Brúará. Þær framkvæmdir voru unnar á árunum 2016 og 2020. Landsvirkjun stækkaði Búrfell, að gamalli hugmynd, og HS Veitur byggðu í Brúará í Bláskógabyggð. Búa landsmenn við raforkuöryggi? Líkt og stöðunni er líst í dag frá forstjóra Landsvirkjunar, Herði Arnarssyni, í sínum áramótapistli, hefur Landsvirkjun ekki bolmagn til að mæta aukinni orkuþörf næstu ára nema með aukinni raforkuframleiðslu. Einnig er greint frá því að Landsvirkjun hefur þegar þurft að hafna beiðnum stórnotenda um aukna raforku. Það er mikilvægt að raforkuframleiðsla landsins sé í takt við þau orkuskipti sem framundan eru og til þess að tryggja heimilum og atvinnulífinu þau lífsskilyrði sem okkur þyki orðið sjálfsögð. Einnig er þarft að draga fram í þessu samhengi að landsmenn eru nú um 400 þúsund og hefur fjölgað ört á síðustu árum. Það er því brýnt að raforkuframleiðsla sé aukin til þess að mæta fólksfjölgun og fólk sem flytur til landsins njóti þessara lífskjara. Til að varpa ljósi á stöðuna líkt og hún birtist í dag búa sveitarfélög landins við aðstæður sem hafa ekki tekið mikilli framþróun síðustu ár. Má þar nefna Vestmannaeyjar sem tengd eru landi með streng sem var endurlagður 2013. Til stendur að leggja Vestmannaeyjalínu í jörð frá Hellu niður að Rimakoti og hefur Landsnet boðið það verk út nú í annað sinn, má rýna í það verkefni sem undanfara umbóta á flutningskerfinu til Eyja. Ráðherra orkumála hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um afhendingaröryggi til Eyja og þar við situr. Í sveitarfélugum Vestfjarða er nauðsynlegt varaafl til staðar og er það keyrt á hráolíu. Samkvæmt heimildum OV frá árinu 2019, getur notkun á hráolíu við bilun eða vegna viðhalds numið hæglega 500 tonnum. Umbætur á flutningskerfinu og áframhaldandi hringtenging í þessum landshluta er algjör nauðsyn. Flutningskerfið setur líka sín spor á önnur sveitarfélög landsbyggðarinnar, má þar nefna aðstæður við bræðslu á fiskimjöli eða loðnu á Austfjörðum, þar sem raforka hefur verið tryggð með ljósavélum og varla er hægt að lýsa svona grófri yfirsýn öðruvísi en að minnast á skemmtiferðaskipin sem leggja að höfnum landsins og ganga þar á hráolíu. Framtíðarsýn Vatnsaflsvirkjanir eru endurnýjanlegir orkugjafar og vel til þess fallnar að hönnun og skipulag geti unnið með umhverfi landsins. Vatnsaflsvirkjanir hafa verið byggðar hér á landi um áratugaskeið og er fyrir mikil reynsla og hugvit, bæði við framkvæmdir þeirra og rekstur. Mikilvægt er að virkjanir og aðliggjandi spennavirki eru áfram byggðar með lágmarks raski fyrir umhverfið. Gott dæmi um það er Búrfell II, þar sem aðrennsliskurður var gerður í Bjarnarlóni og stöðvarhús staðsett inni í fjalli. Frárennsliskurður var síðan tengdur upprunalegri virkjun. Það þarf því að nýta samskonar möguleika á stækkunum á vatnsaflsvirkjunum sem eru nú þegar byggðar sem og nýtingu kosta á minni rennslisvirkjunum. Þegar fjallað er um raforkuöryggi er óhjákvæmilegt að líta sameiginlega á framleiðslu og flutningskerfið. Til að sporna við skorti á raforkuframboði næstu ára og jafnframt tryggja kjör á raforku á landsvísu er nauðsynlegt að efling á flutningskerfinu þarf að fara fram. Það er grundvöllur þess að geta nýtt raforku sem er framleidd. Fólksfjölgun, atvinnulífið, ekki síst landbúnaður og ferðaþjónusta, og orkuskipti gera kröfu um aðgengi og meira framboð og ekki síst öruggt framboð að raforku næstu árin. Orkumál er eitt af brýnustu verkefnum stjórnmálanna í dag, þ.e. að tryggja framleiðslu og flutning raforku til landsmanna. Fyrirliggjandi er þörf á endurskoðun á rammaáætlun en skipulagsmál sveitarfélaga og ríkisstofnanna þarf einnig að fylgja með. Ekki hjá því komist að stjórnsýslan þarf að stytta úrvinnslutíma frá því hugmyndir að kostum til framkvæmda verða að raun. Nauðsynlegt er að tryggja framboð svo heimili landsins og atvinnulífið hafi aðgengi að raforku á hagstæðum kjörum sem er í takt áður þekkt stærðir. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun