Lokaumferð NBA-deildarinnar aldrei verið jafn spennandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 08:01 LeBron James og félagar þurfa sigur til að halda í 8. sætið. Justin Ford/Getty Images Í kvöld fer 82. og síðasta umferð deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fram. Eins ótrúlega og það hljómar þá er fjöldi leikja sem skipta enn máli enda gríðarlega margt sem getur breyst eftir lokaumferðina. NBA-leiktíðin hefur verið æsispennandi og reikna má með að úrslitakeppnin verði áframhald á því. Fyrst þarf þó að fara í gegnum umspilið en enn er alls óvíst hvaða lið enda í 7. til 10. sæti, umspilssætunum sjálfum. Klukkan 19.30 er leikur New Orleans Pelicans og Los Angeles Lakers á dagskrá Stöð 2 Sport. Er leikurinn sýndur á ESport rásinni vegna fjölda beinna útsendinga. LeBron James og félagar í Lakers eru sem stendur í 8. sæti en geta fallið niður í 9. eða 10. sæti með tapi. Pelicans eru á sama tíma í 6. sæti en gætu fallið niður 7. sæti – og þar með í umspilssæti – með tapi. Það er því nóg undir í New Orleans í kvöld. Hvaða aðra leiki sem tengjast umspilssætum varðar: 1 game separates 5-8 in the East. ORL, IND & PHI tied record-wise.All 4 teams still alive for the 5 seed. Watch the action unfold on the final day of the regular season tomorrow starting at 1:00pm/et on the NBA App. pic.twitter.com/sRKImCoZAt— NBA (@NBA) April 13, 2024 Brooklyn Nets tekur á móti Philadelphia 76ers. Gestirnir gætu fallið niður í umspilssæti í Austrinu. 76ers er sem stendur í 6. sæti með sama sigurhlutfall og Indiana Pacers. Milwaukee Bucks tekur á móti Orlando Magic. Bucks þurfa sigur til að tryggja sér 2. sætið í Austrinu á meðan Magic gæti fallið niður í umspilssæti með tapi. Toronto Raptors tekur á móti Miami Heat. Gestirnir eiga enn möguleika á að komast úr umspilssæti en þeir eru sem stendur í 8. sæti, einum sigri frá Pacers og 76ers. Pacers heimsækja Atlanta Hawks og þurfa sigur til að forðast umspilið. Sacramento Kings heimsækja Portland Trail Blazers. Kóngarnir eiga enn möguleika á 8. sæti sem þýðir að þeir þurfa aðeins einn sigur í umspilinu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Golden State Warriors mæta Utah Jazz í þeirri von um að tryggja sér 8. sætið í Vestrinu. Phoenix Suns fær Minnesota Timberwolves í heimsókn. Gestirnir geta enn unnið Vesturdeildina en Sólirnar geta með sigri komist beint inn í úrslitakeppnina og sleppt umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. There have NEVER BEEN three teams tied record-wise for a chance at the #1 seed with 1 game left pic.twitter.com/mEtXSKyaMb— NBA (@NBA) April 13, 2024 Á meðan Boston Celtics hefur nú þegar tryggt sér 1. sæti Austurdeildar geta þrjú lið farið með sigur af hólmi í Vestrinu; Oklahoma City Thunder, Timberwolves og Denver Nuggets. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
NBA-leiktíðin hefur verið æsispennandi og reikna má með að úrslitakeppnin verði áframhald á því. Fyrst þarf þó að fara í gegnum umspilið en enn er alls óvíst hvaða lið enda í 7. til 10. sæti, umspilssætunum sjálfum. Klukkan 19.30 er leikur New Orleans Pelicans og Los Angeles Lakers á dagskrá Stöð 2 Sport. Er leikurinn sýndur á ESport rásinni vegna fjölda beinna útsendinga. LeBron James og félagar í Lakers eru sem stendur í 8. sæti en geta fallið niður í 9. eða 10. sæti með tapi. Pelicans eru á sama tíma í 6. sæti en gætu fallið niður 7. sæti – og þar með í umspilssæti – með tapi. Það er því nóg undir í New Orleans í kvöld. Hvaða aðra leiki sem tengjast umspilssætum varðar: 1 game separates 5-8 in the East. ORL, IND & PHI tied record-wise.All 4 teams still alive for the 5 seed. Watch the action unfold on the final day of the regular season tomorrow starting at 1:00pm/et on the NBA App. pic.twitter.com/sRKImCoZAt— NBA (@NBA) April 13, 2024 Brooklyn Nets tekur á móti Philadelphia 76ers. Gestirnir gætu fallið niður í umspilssæti í Austrinu. 76ers er sem stendur í 6. sæti með sama sigurhlutfall og Indiana Pacers. Milwaukee Bucks tekur á móti Orlando Magic. Bucks þurfa sigur til að tryggja sér 2. sætið í Austrinu á meðan Magic gæti fallið niður í umspilssæti með tapi. Toronto Raptors tekur á móti Miami Heat. Gestirnir eiga enn möguleika á að komast úr umspilssæti en þeir eru sem stendur í 8. sæti, einum sigri frá Pacers og 76ers. Pacers heimsækja Atlanta Hawks og þurfa sigur til að forðast umspilið. Sacramento Kings heimsækja Portland Trail Blazers. Kóngarnir eiga enn möguleika á 8. sæti sem þýðir að þeir þurfa aðeins einn sigur í umspilinu til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Golden State Warriors mæta Utah Jazz í þeirri von um að tryggja sér 8. sætið í Vestrinu. Phoenix Suns fær Minnesota Timberwolves í heimsókn. Gestirnir geta enn unnið Vesturdeildina en Sólirnar geta með sigri komist beint inn í úrslitakeppnina og sleppt umspilinu. Umspilið í NBA virkar þannig að liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fer í úrslitakeppnina sem liðið í 7. sæti og mætir því liðinu í 2. sæti. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, liðið sem tapar fellur úr leik á meðan sigurvegarinn mætir tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeim leik fær síðasta sætið í úrslitakeppninni og mætir því liðinu sem sigraði deildina. There have NEVER BEEN three teams tied record-wise for a chance at the #1 seed with 1 game left pic.twitter.com/mEtXSKyaMb— NBA (@NBA) April 13, 2024 Á meðan Boston Celtics hefur nú þegar tryggt sér 1. sæti Austurdeildar geta þrjú lið farið með sigur af hólmi í Vestrinu; Oklahoma City Thunder, Timberwolves og Denver Nuggets.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti