Útkoman sem allir óttuðust Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. apríl 2024 01:00 Varnarmálaráðherra Yoav Gallant á fundi hermálanefndar Ísraels. Getty Beint stríð milli Írans og Ísraels er niðurstaða langdreginna átaka, sem óttast var mest. Íranir hafa undirbúið hefndaraðgerðir frá því að loftárás, sem Ísraelar voru bendlaðir við, var gerð á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi. Ljóst er að um nýjan kafla er að ræða í átökum Írana og Ísraelsmanna, sem hingað til hafa aðeins tekist á í skuggastríðum síðasta áratuginn eða svo. Spennan milli ríkjanna jókst töluvert í kjölfar árásar Hamas-liða í Ísrael 7. október síðastliðinn. Þá komu strax fram ásakanir á hendur Írönum um að hafa staðið að skipulagningu árásanna með Hamas. Eftir að ræðismannsskrifstofan var sprengd, með þeim afleiðingum að sjö íranskir ríkisborgarar létust og fleiri særðust, var ljóst að nýr kafli væri í vændum í árásunum. Fullkomið loftvarnarkerfi Búist er við því að öflugt loftvarnarkerfi Ísraela muni ná að verjast flestöllum drónaárásum Írana. Af myndböndum að dæma hafa Íranir sent hundruði Shahed dróna í átt að Ísrael. Þeir fljúgi tiltölulega hægt, eða á um 177 km/klst, og taki því um sex tíma að fljúga frá Íran til Ísraels. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna muni ráða nokkuð hæglega við þessa dróna og Úkraínumenn meðal annars sýnt fram á góðan árangur í vörn sinni gegn sambærilegum drónaárásum Rússa. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna er auk þess talið töluvert fullkomnara en Úkraínumanna. Incredible footage showing Israeli air defenses engaging the Iranian missile attack earlier, over the West Bank area. (Credit: ) pic.twitter.com/UxbxziKM3I— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024 Í viðtali við Breska ríkisútvarpið segir Justin Crump, sérfræðingur í varnarmálum hjá Sibylline, árásartaktík Írana virðast ganga út á að yfirbuga loftvarnarkerfi Ísraels með ómerkilegum drónum, til að greiða leið stærri eldflauga og auka þannig líkur á að þær hitti skotmörk. Íranir virðist því standa í þeirri trú að leiðin framhjá loftvarnarkerfinu, járnhvelfingunni eins og það er kallað, sé mikill fjöldi dróna og hnitmiðaðar eldflaugar. Það sé hins vegar engan veginn á vísan að róa. „Ísraelar fá hjálp Bandaríkjamanna og Breta við að skjóta eldflaugarnar niður,“ segir Crump. „Og ísraelski flugherinn er mjög hæfur. Þá er alveg ljóst að það mun reynast mjög erfitt að yfirbuga fullkomin loftvarnarkerfin.“ Beðið afleiðinga fordæmalausrar árásar Árásirnar sem Íranir standa nú í eru fordæmalausar. Um er að ræða fyrstu beinu átök þjóðanna og í fyrsta sinn gera Íranir árásir frá eigin landsvæði. Ísrael lýsir Íran sem stærsta stuðningsmanni hryðjuverka í heiminum á meðan Íranir kalla Ísrael „hið illa ríki Zíonista“. Leiðtogi Írans Ali Khameiei hefur forðast bein átök allt frá því að hann komst til valda árið 1989. Í kvöld gaf hann út yfirlýsingu þar sem hann sagði að Ísraelsmönnum verði refsað fyrir fyrrgreinda árás á ræðismannaskrifstofuna. „Að ráðast á ræðisskrifstofu okkar er það sama og að ráðast á landið okkar. Hið illa ríki lék af sér í þetta sinn. Fyrir það ber að hefna og fyrir það verður hefnt,“ sagði Ali Khamenei. Ísrael Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Ljóst er að um nýjan kafla er að ræða í átökum Írana og Ísraelsmanna, sem hingað til hafa aðeins tekist á í skuggastríðum síðasta áratuginn eða svo. Spennan milli ríkjanna jókst töluvert í kjölfar árásar Hamas-liða í Ísrael 7. október síðastliðinn. Þá komu strax fram ásakanir á hendur Írönum um að hafa staðið að skipulagningu árásanna með Hamas. Eftir að ræðismannsskrifstofan var sprengd, með þeim afleiðingum að sjö íranskir ríkisborgarar létust og fleiri særðust, var ljóst að nýr kafli væri í vændum í árásunum. Fullkomið loftvarnarkerfi Búist er við því að öflugt loftvarnarkerfi Ísraela muni ná að verjast flestöllum drónaárásum Írana. Af myndböndum að dæma hafa Íranir sent hundruði Shahed dróna í átt að Ísrael. Þeir fljúgi tiltölulega hægt, eða á um 177 km/klst, og taki því um sex tíma að fljúga frá Íran til Ísraels. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna muni ráða nokkuð hæglega við þessa dróna og Úkraínumenn meðal annars sýnt fram á góðan árangur í vörn sinni gegn sambærilegum drónaárásum Rússa. Loftvarnarkerfi Ísraelsmanna er auk þess talið töluvert fullkomnara en Úkraínumanna. Incredible footage showing Israeli air defenses engaging the Iranian missile attack earlier, over the West Bank area. (Credit: ) pic.twitter.com/UxbxziKM3I— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 13, 2024 Í viðtali við Breska ríkisútvarpið segir Justin Crump, sérfræðingur í varnarmálum hjá Sibylline, árásartaktík Írana virðast ganga út á að yfirbuga loftvarnarkerfi Ísraels með ómerkilegum drónum, til að greiða leið stærri eldflauga og auka þannig líkur á að þær hitti skotmörk. Íranir virðist því standa í þeirri trú að leiðin framhjá loftvarnarkerfinu, járnhvelfingunni eins og það er kallað, sé mikill fjöldi dróna og hnitmiðaðar eldflaugar. Það sé hins vegar engan veginn á vísan að róa. „Ísraelar fá hjálp Bandaríkjamanna og Breta við að skjóta eldflaugarnar niður,“ segir Crump. „Og ísraelski flugherinn er mjög hæfur. Þá er alveg ljóst að það mun reynast mjög erfitt að yfirbuga fullkomin loftvarnarkerfin.“ Beðið afleiðinga fordæmalausrar árásar Árásirnar sem Íranir standa nú í eru fordæmalausar. Um er að ræða fyrstu beinu átök þjóðanna og í fyrsta sinn gera Íranir árásir frá eigin landsvæði. Ísrael lýsir Íran sem stærsta stuðningsmanni hryðjuverka í heiminum á meðan Íranir kalla Ísrael „hið illa ríki Zíonista“. Leiðtogi Írans Ali Khameiei hefur forðast bein átök allt frá því að hann komst til valda árið 1989. Í kvöld gaf hann út yfirlýsingu þar sem hann sagði að Ísraelsmönnum verði refsað fyrir fyrrgreinda árás á ræðismannaskrifstofuna. „Að ráðast á ræðisskrifstofu okkar er það sama og að ráðast á landið okkar. Hið illa ríki lék af sér í þetta sinn. Fyrir það ber að hefna og fyrir það verður hefnt,“ sagði Ali Khamenei.
Ísrael Íran Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52
Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52