Skutu nánast alla dróna og eldflaugar niður Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 09:49 Útlit er fyrir að Íranar hafi vonast til þess að nota drónana til að halda halda loftvörnum Ísraela uppteknum svo eldflaugarnar næðu þar í gegn. AP/Tomer Neuberg Ráðamenn í Ísrael segja að um 99 prósent af þeim þrjú hundruð drónum og eldflaugum sem Íranar skutu að landinu í gærkvöldi og í nótt hafi verið skotnar niður. Skaðinn er tiltölulega lítill, miðað við umfang árásarinnar. Í heildina er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Ein sjö ára stúlka særðist alvarlega þegar brot úr skotflaug lenti á heimili fjölskyldu hennar en að öðru leyti er ekki vitað um að fólk hafi særst alvarlega. Forsvarsmenn íranska hersins hafa heitið því að gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásunum í nótt. Hjálpi Bandaríkjamenn Ísraelum við árásir á Íran, verði einnig gerðar árásir á bandaríska herstöðvar, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Varnarmálaráðherra Ísrael sagði í morgun að deilunum við Írani væri ekki lokið enn. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að boða leiðtoga G-7 ríkjanna á fund. Markmið þessa fundar væri að finna diplómatísk viðbrögð við árás Írana í gær. Eins og fram kemur í frétt AP gefur orðræða Bidens til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum milli Ísrael og Íran. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir það þegar skotflaug frá Íran var grandað hátt á himni. Til þess að skjóta skotflaugar niður notuðu Ísraelar Arrow 3 loftvarnarkerfið. Það er þróað sérstaklega til að skjóta niður skotflaugar sem geta verið búnar kjarnorkuvopnum fyrir utan gufuhvolf jarðarinnar. Kerfið var fyrst prófað árið 2015 en Ísraelar segja það hafa sannað sig í gærkvöldi og í nótt. Very unique footage showing an exoatmospheric interception amid the Iranian ballistic missile attack, likely by the Arrow 3 air defense system. pic.twitter.com/wrZNCV01tn— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 14, 2024 Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Klerkastjórnin í Íran hefur stutt ýmissa hópa á Gasaströndinni og í Líbanon, eins og Hamas og Hesbollah sem barist hafa við Ísraela. Íranar hafa einnig stutt aðra hópa í Sýrlandi, Írak og í Jemen sem hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum og flutningaskip á Rauðahafi. Þáttaskil urðu þó á átökum ríkjanna nýverið þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi og felldu þar meðal annars tvo háttsetta herforingja úr íranska byltingarverðinum. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á vígahópa tengda Íran og vopnasendingar Írana í Sýrlandi á undanförnum árum en viðurkenna það sjaldan sem aldrei. Þetta var í fyrsta sinn í mörg ár sem loftárás er gerð á svæði sem tilheyrir formlega Íran. Skutu dróna niður með þotum yfir Sýrlandi Árásin frá Íran hafði legið í loftinu um nokkuð skeið og herma heimildir fjölmiðla ytra að Ísraelar hafi verið vel undirbúnir fyrir hana og hafi notið stuðnings Bandaríkjamanna og Breta. Útlit er fyrir að Íranar hafi vonast til þess að nota drónana til að halda halda loftvörnum Ísraela uppteknum svo eldflaugarnar næðu þar í gegn. Fljúga þurfti drónunum þó langa vegalengd frá Íran til Ísrael og höfðu Ísraelar og Bandaríkjamenn mikinn tíma til að bregðast við þeim. Margir af drónunum frá Íran voru til að mynda skotnir niður af ísraelskum, breskum og bandarískum flugmönnum yfir Sýrlandi. Þá voru margar stýri- og eldflaugar skotnar niður af loftarnarkerfum fyrir utan lofthelgi Ísrael. Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, segir að enginn dróni og engin stýriflaug hafi náð til Ísrael. Einungis nokkrar skotflaugar hefðu komist í gegnum varnir Ísraela og valdið takmörkuðum skaða á herstöð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Bandaríkin Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Í heildina er talið að Íranar hafi notast við 170 Shahed sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 skotflaugar svokallaðar (e. Ballistic missile). Ein sjö ára stúlka særðist alvarlega þegar brot úr skotflaug lenti á heimili fjölskyldu hennar en að öðru leyti er ekki vitað um að fólk hafi særst alvarlega. Forsvarsmenn íranska hersins hafa heitið því að gera enn stærri árás á Ísrael, svari Ísraelar árásunum í nótt. Hjálpi Bandaríkjamenn Ísraelum við árásir á Íran, verði einnig gerðar árásir á bandaríska herstöðvar, samkvæmt frétt Reuters. Sjá einnig: Neyðarfundur hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna Varnarmálaráðherra Ísrael sagði í morgun að deilunum við Írani væri ekki lokið enn. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að boða leiðtoga G-7 ríkjanna á fund. Markmið þessa fundar væri að finna diplómatísk viðbrögð við árás Írana í gær. Eins og fram kemur í frétt AP gefur orðræða Bidens til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum milli Ísrael og Íran. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir það þegar skotflaug frá Íran var grandað hátt á himni. Til þess að skjóta skotflaugar niður notuðu Ísraelar Arrow 3 loftvarnarkerfið. Það er þróað sérstaklega til að skjóta niður skotflaugar sem geta verið búnar kjarnorkuvopnum fyrir utan gufuhvolf jarðarinnar. Kerfið var fyrst prófað árið 2015 en Ísraelar segja það hafa sannað sig í gærkvöldi og í nótt. Very unique footage showing an exoatmospheric interception amid the Iranian ballistic missile attack, likely by the Arrow 3 air defense system. pic.twitter.com/wrZNCV01tn— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) April 14, 2024 Ísraelar og Íranar hafa eldað grátt silfur saman um árabil. Nokkuð hefur þó hitnað í kolunum á undanförnum mánuðum, samhliða stríðinu á Gasaströndinni. Klerkastjórnin í Íran hefur stutt ýmissa hópa á Gasaströndinni og í Líbanon, eins og Hamas og Hesbollah sem barist hafa við Ísraela. Íranar hafa einnig stutt aðra hópa í Sýrlandi, Írak og í Jemen sem hafa á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum og flutningaskip á Rauðahafi. Þáttaskil urðu þó á átökum ríkjanna nýverið þegar Ísraelar gerðu loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi og felldu þar meðal annars tvo háttsetta herforingja úr íranska byltingarverðinum. Ísraelar hafa ítrekað gert árásir á vígahópa tengda Íran og vopnasendingar Írana í Sýrlandi á undanförnum árum en viðurkenna það sjaldan sem aldrei. Þetta var í fyrsta sinn í mörg ár sem loftárás er gerð á svæði sem tilheyrir formlega Íran. Skutu dróna niður með þotum yfir Sýrlandi Árásin frá Íran hafði legið í loftinu um nokkuð skeið og herma heimildir fjölmiðla ytra að Ísraelar hafi verið vel undirbúnir fyrir hana og hafi notið stuðnings Bandaríkjamanna og Breta. Útlit er fyrir að Íranar hafi vonast til þess að nota drónana til að halda halda loftvörnum Ísraela uppteknum svo eldflaugarnar næðu þar í gegn. Fljúga þurfti drónunum þó langa vegalengd frá Íran til Ísrael og höfðu Ísraelar og Bandaríkjamenn mikinn tíma til að bregðast við þeim. Margir af drónunum frá Íran voru til að mynda skotnir niður af ísraelskum, breskum og bandarískum flugmönnum yfir Sýrlandi. Þá voru margar stýri- og eldflaugar skotnar niður af loftarnarkerfum fyrir utan lofthelgi Ísrael. Daniel Hagari, einn talsmanna ísraelska hersins, segir að enginn dróni og engin stýriflaug hafi náð til Ísrael. Einungis nokkrar skotflaugar hefðu komist í gegnum varnir Ísraela og valdið takmörkuðum skaða á herstöð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Bandaríkin Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25 Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52 Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44 Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Sjá meira
Ísland fordæmir árásina Ísland fordæmir árás Írana á Ísrael. Þetta kemur fram í færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í færslu á samfélagsmiðlinum X. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga í Ísrael að láta vita af sér. 14. apríl 2024 09:25
Íranir gera umfangsmikla árás á Ísrael Íranir hafa hafið drónaárásir sem beinast gegn Ísrael. Þetta er haft eftir upplýsingafulltrúa ísraelska hersins. 13. apríl 2024 20:52
Íranskir sérsveitarmenn tóku stjórn á flutningaskipi Hermenn frá Byltingarvörðum Írans tóku í morgun stjórn á flutningaskipi nærri Hormuz-sundi. Skipinu var í kjölfarið siglt inn í landhelgi Írans en skipið er sagt tengjast Ísrael, þó því sé siglt undir fána Portúgal. 13. apríl 2024 14:44
Óttast að Íran gæti ráðist á Ísrael á allra næstunni Bandaríkjastjórn segir meiriháttar árás Írana á Ísrael gæti verið yfirvofandi. Spenna á milli ísraelska og íranskra stjórnvalda hefur stigmagnast eftir að íranskur herforingi var felldur í loftárás í Sýrlandi fyrir hálfum mánuði. 12. apríl 2024 21:52