Eirkatlar og steypa Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar 14. apríl 2024 14:00 Á 17. öld var mikil þörf fyrir eirkatla og það þótti sérstaklega gott að elda mat í þessum kötlum. Þeir voru hins vegar dýrir og efnameiri einstaklingar byrjuðu að leigja katlana sína út til þeirra sem höfðu minna á milli handanna. Þarna gátu þeir sem þegar áttu mikið grætt á þeim sem áttu lítið. Margir sönkuðu að sér kötlum til að leigja út. Síðar komu hollenskir steypujárnspottar (braspottar) til sögunnar sem voru mun ódýrari og „vandamálið“ var úr sögunni. (Helgi Þorláksson, 2004, bls. 59—60). Þegar ég las um eirkatlana í bókinni um sögu 17. aldar sá ég samsvörun í leigumarkaði nútímans, daufa endurspeglun á milli aldanna. Fátt er nýtt undir sólinni. Það er ekki nýtt að hinir efnameiri sjái sér leik á borði og finni leið til að græða á þeim efnaminni með því að leigja út djásnin sín. Þegar kemur að leigumarkaðnum á Íslandi undanfarinn áratug þá hreinlega veit ég ekki hvar ég á að byrja. Nú þegar hafa Leigjendasamtökin og fleiri aðilar sýnt fram á það (til fjölda ára) með tölulegum upplýsingum að óréttlætið er augljóst og að afleiðingarnar skelfilegar fyrir marga. Samt breytist ekkert. Ríkisstjórnir hafa sett saman fjölmarga vinnuhópa (með takmarkaðri aðkomu leigjenda) en ástandið heldur áfram að versna. Ráðherrar hafa komið í fjölmiðla og lýst yfir áhyggjum yfir stöðu leigjenda en áhyggjur gera ekkert gagn fyrir leigjendur ef þeim fylgja engar raunverulegar breytingar. Þó verð ég að hrósa stjórnvöldum fyrir hlutdeildarlánin. Loksins kom fram raunveruleg lausn sem gat hjálpað mörgum…. þangað til allt hækkaði svo mikið að það var ómögulegt að kaupa eign með hlutdeildarláni á höfuðborgarsvæðinu í langan tíma. Síðan var lögunum breytt og það lagaði ástandið í smá tíma. Sá sem er á leigumarkaði þarf yfirleitt að safna í kringum 10 milljónum til að geta fengið greiðslumat og keypt fyrstu eign og þau sem falla undir hlutdeildarlán þurfa að safna 3-5 milljónum. Hins vegar er ómögulegt að safna þegar stór hluti af heildarlaunum fara í leigu. Það er ómöguleikinn í öllu sínu veldi. Ég vil ekki eyða orkunni í að segja það sem allir segja: ástandið er ekki gott og verður til þess að grátlega margir draga fram lífið undir fátæktarmörkum. Kannski er betra að benda á skref sem hægt væri að taka í átt að sanngirni og jafnari lífskjörum: Húsnæðisbætur Þegar unglingur í framhaldsskóla nær 18 ára aldri koma allar tekjur námsmannsins til lækkunar á húsnæðisbótum. Þessu þyrfti að breyta og taka ekki með í reikninginn tekjur námsmanns til 22 ára aldurs. Það myndi tryggja jafnræði á milli námsmanna og fjölskyldna þeirra hvort sem þeir eru í leiguhúsnæði eða ekki. Húsnæðisbætur eru fínar en tekjur þurfa að vera mjög lágar til að þær séu ekki skertar á einhvern hátt og húsnæðisbætur reynast oftast agnarlítill plástur á sár sem stækkar hratt. Raunfærnimat á fasteignamarkaði Þetta fallega orð, raunfærnimat, er notað þegar kemur að menntun og er viðleitni til að meta reynslu fólks að verðleikum og meta það sem einingar upp í ákveðið nám. Hvernig væri að taka upp raunfærnimat á húsnæðismarkaði? Ef manneskja getur borgað leigu í 20 ár sem er yfir 50% af heildartekjum þá hefur hún raunfærni til að greiða af bankaláni með lægri afborgunum. Ef leigjandinn hefur verið með gilda leigusamninga þá er hægt að sjá þetta allt aftur í tímann og hægt að umbuna þeim þrautseigjuna. Leiguþak - bætur og styrkir til leigusala Núna fá leigjendur húsnæðisbætur sem ráðast af tekjum og eignum. Sumir fá sérstakan húsnæðisstuðning frá sveitarfélaginu (sem ætti reyndar að koma sjálfkrafa þegar tekjur fara undir ákveðið viðmið en ætti ekki að þurfa að sækja um) auk þess sem ýmsar hjálparstofnanir koma leigjendum til aðstoðar því það ríkir mikil neyð hjá mörgum á leigumarkaði. Hvernig væri að setja leiguþak og þeir leigusalar sem þurfa að greiða með eignunum sínum (hægt að byggja á tekjum, eignum, lánshlutfalli og afborgunum) geti sótt um stuðning frá húsnæðis- og mannvirkjastofnun og jafnvel hjá hjálparsamtökum? Setjum leiguþak, gefum leigjendur smá reisn og flytjum aðstoðina yfir til leigusalanna. Þetta myndi auka jafnræði á milli fólks og koma í veg fyrir þessar djúpu fátæktarholur sem leigjendur lenda ofan í og dýpka með hverju árinu sem líður, með hverju árinu sem stjórnvöld gera ekki rassg…. Nú þegar búa mjög margir í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði. Gettóin sem eru að verða til eru í boði stjórnvalda og hins frjálsa (villta og tryllta) leigumarkaðar. Af hverju eru ekki þúsundir að mótmæla á Austurvelli á hverjum degi? Jú, leigjendur eru of uppteknir að vinna myrkranna á milli, of þreyttir og líka margir fullir af skömm yfir því að vera í þessari stöðu. Fyrir tíu árum lýsti Umboðsmaður barna yfir áhyggjum af stöðu barna á leigumarkaði. Sama ár hafði velferðarvakt Velferðarráðuneytisins (ráðuneyti sem er ekki lengur til) sömu áhyggjur. Það er ekkert sem bendir til þess að staða þessara barna hafi vænkast. Misskiptingin er hrópandi! Eirkatlar eða steypa? Þetta er allt sama sultan. Höfundur er rithöfundur og kennari Heimildir: Helgi Þorláksson. 2004. „Undir Einveldi“. Saga Íslands VII. Hið íslenska bókmenntafélag, Sögufélag. Morgunblaðið. 8.9.2014. „Hefur áhyggjur af börnum í leiguíbúðum.“ Mbl.is. Hefur áhyggjur af börnum í leiguíbúðum (mbl.is) Ríkisútvarpið. 14.11.2014 „Áhyggjur af börnum fátækra leigjenda.“ Ruv.is. Áhyggjur af börnum fátækra leigjenda - RÚV.is (ruv.is) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Á 17. öld var mikil þörf fyrir eirkatla og það þótti sérstaklega gott að elda mat í þessum kötlum. Þeir voru hins vegar dýrir og efnameiri einstaklingar byrjuðu að leigja katlana sína út til þeirra sem höfðu minna á milli handanna. Þarna gátu þeir sem þegar áttu mikið grætt á þeim sem áttu lítið. Margir sönkuðu að sér kötlum til að leigja út. Síðar komu hollenskir steypujárnspottar (braspottar) til sögunnar sem voru mun ódýrari og „vandamálið“ var úr sögunni. (Helgi Þorláksson, 2004, bls. 59—60). Þegar ég las um eirkatlana í bókinni um sögu 17. aldar sá ég samsvörun í leigumarkaði nútímans, daufa endurspeglun á milli aldanna. Fátt er nýtt undir sólinni. Það er ekki nýtt að hinir efnameiri sjái sér leik á borði og finni leið til að græða á þeim efnaminni með því að leigja út djásnin sín. Þegar kemur að leigumarkaðnum á Íslandi undanfarinn áratug þá hreinlega veit ég ekki hvar ég á að byrja. Nú þegar hafa Leigjendasamtökin og fleiri aðilar sýnt fram á það (til fjölda ára) með tölulegum upplýsingum að óréttlætið er augljóst og að afleiðingarnar skelfilegar fyrir marga. Samt breytist ekkert. Ríkisstjórnir hafa sett saman fjölmarga vinnuhópa (með takmarkaðri aðkomu leigjenda) en ástandið heldur áfram að versna. Ráðherrar hafa komið í fjölmiðla og lýst yfir áhyggjum yfir stöðu leigjenda en áhyggjur gera ekkert gagn fyrir leigjendur ef þeim fylgja engar raunverulegar breytingar. Þó verð ég að hrósa stjórnvöldum fyrir hlutdeildarlánin. Loksins kom fram raunveruleg lausn sem gat hjálpað mörgum…. þangað til allt hækkaði svo mikið að það var ómögulegt að kaupa eign með hlutdeildarláni á höfuðborgarsvæðinu í langan tíma. Síðan var lögunum breytt og það lagaði ástandið í smá tíma. Sá sem er á leigumarkaði þarf yfirleitt að safna í kringum 10 milljónum til að geta fengið greiðslumat og keypt fyrstu eign og þau sem falla undir hlutdeildarlán þurfa að safna 3-5 milljónum. Hins vegar er ómögulegt að safna þegar stór hluti af heildarlaunum fara í leigu. Það er ómöguleikinn í öllu sínu veldi. Ég vil ekki eyða orkunni í að segja það sem allir segja: ástandið er ekki gott og verður til þess að grátlega margir draga fram lífið undir fátæktarmörkum. Kannski er betra að benda á skref sem hægt væri að taka í átt að sanngirni og jafnari lífskjörum: Húsnæðisbætur Þegar unglingur í framhaldsskóla nær 18 ára aldri koma allar tekjur námsmannsins til lækkunar á húsnæðisbótum. Þessu þyrfti að breyta og taka ekki með í reikninginn tekjur námsmanns til 22 ára aldurs. Það myndi tryggja jafnræði á milli námsmanna og fjölskyldna þeirra hvort sem þeir eru í leiguhúsnæði eða ekki. Húsnæðisbætur eru fínar en tekjur þurfa að vera mjög lágar til að þær séu ekki skertar á einhvern hátt og húsnæðisbætur reynast oftast agnarlítill plástur á sár sem stækkar hratt. Raunfærnimat á fasteignamarkaði Þetta fallega orð, raunfærnimat, er notað þegar kemur að menntun og er viðleitni til að meta reynslu fólks að verðleikum og meta það sem einingar upp í ákveðið nám. Hvernig væri að taka upp raunfærnimat á húsnæðismarkaði? Ef manneskja getur borgað leigu í 20 ár sem er yfir 50% af heildartekjum þá hefur hún raunfærni til að greiða af bankaláni með lægri afborgunum. Ef leigjandinn hefur verið með gilda leigusamninga þá er hægt að sjá þetta allt aftur í tímann og hægt að umbuna þeim þrautseigjuna. Leiguþak - bætur og styrkir til leigusala Núna fá leigjendur húsnæðisbætur sem ráðast af tekjum og eignum. Sumir fá sérstakan húsnæðisstuðning frá sveitarfélaginu (sem ætti reyndar að koma sjálfkrafa þegar tekjur fara undir ákveðið viðmið en ætti ekki að þurfa að sækja um) auk þess sem ýmsar hjálparstofnanir koma leigjendum til aðstoðar því það ríkir mikil neyð hjá mörgum á leigumarkaði. Hvernig væri að setja leiguþak og þeir leigusalar sem þurfa að greiða með eignunum sínum (hægt að byggja á tekjum, eignum, lánshlutfalli og afborgunum) geti sótt um stuðning frá húsnæðis- og mannvirkjastofnun og jafnvel hjá hjálparsamtökum? Setjum leiguþak, gefum leigjendur smá reisn og flytjum aðstoðina yfir til leigusalanna. Þetta myndi auka jafnræði á milli fólks og koma í veg fyrir þessar djúpu fátæktarholur sem leigjendur lenda ofan í og dýpka með hverju árinu sem líður, með hverju árinu sem stjórnvöld gera ekki rassg…. Nú þegar búa mjög margir í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði. Gettóin sem eru að verða til eru í boði stjórnvalda og hins frjálsa (villta og tryllta) leigumarkaðar. Af hverju eru ekki þúsundir að mótmæla á Austurvelli á hverjum degi? Jú, leigjendur eru of uppteknir að vinna myrkranna á milli, of þreyttir og líka margir fullir af skömm yfir því að vera í þessari stöðu. Fyrir tíu árum lýsti Umboðsmaður barna yfir áhyggjum af stöðu barna á leigumarkaði. Sama ár hafði velferðarvakt Velferðarráðuneytisins (ráðuneyti sem er ekki lengur til) sömu áhyggjur. Það er ekkert sem bendir til þess að staða þessara barna hafi vænkast. Misskiptingin er hrópandi! Eirkatlar eða steypa? Þetta er allt sama sultan. Höfundur er rithöfundur og kennari Heimildir: Helgi Þorláksson. 2004. „Undir Einveldi“. Saga Íslands VII. Hið íslenska bókmenntafélag, Sögufélag. Morgunblaðið. 8.9.2014. „Hefur áhyggjur af börnum í leiguíbúðum.“ Mbl.is. Hefur áhyggjur af börnum í leiguíbúðum (mbl.is) Ríkisútvarpið. 14.11.2014 „Áhyggjur af börnum fátækra leigjenda.“ Ruv.is. Áhyggjur af börnum fátækra leigjenda - RÚV.is (ruv.is)
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun