Umfang árásarinnar kom á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. apríl 2024 19:46 Albert ræddi árásina í kvöldfréttum. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að umfang árásar Írana á Ísrael sem gerð var í gær komi honum á óvart. Árásin sem slík hafi þó ekki komið á óvart. Albert segir ljóst að Ísraelsmenn muni bregðast við en telur litlar líkur á því að allsherjarstríð brjótist út. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eins og fram hefur komið gerðu Íranar umfangsmikla árás á Ísrael í gær. Þeir notuðust við rúmlega tvö hundruð sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 eldflaugar. Ísraelsmönnum tókst að skjóta niður megnið. Meira en skilaboð „Íranar voru búnir að gefa það í skyn að þetta væri það sem allir biðu eftir, að þetta væri hugsað sem skilaboð og yrði takmörkuð aðgerð og bara einu sinni og allt það. En svo kemur í ljós að þetta er stórfelld árás,“ segir Albert. „Svo minnir þetta auðvitað Ísraelsmenn væntanlega á, grunsemdirnar um að Íranar séu að undirbúa að smíða kjarnavopn þannig að í stað þess að vera skilaboðarárás ef svo má að orði komast þá er þetta stórfelld árás sem undirstrikar væntanlega og örugglega í augum ísraelskra ráðamanna að Íran er til lengri og skemmri tíma umtalsverð og veruleg ógn við Ísrael.“ Litlar líkur á allsherjarstríði Albert segist telja að Ísrael muni bregðast við árásinni með hernaðarlegum hætti. Það sé hinsvegar ekki auðvelt að taka ákvörðun um slíkt og margt sem togist þar á. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun, það togast ábyggilega á hin óumdeilda skylda stjórnvaldsins að tryggja öryggi lands og þjóðar og hinsvegar auðvitað þrýstingur bandamanna, hagsmunir bandamanna og einnig að forðast stjórnlausa stigmögnun og það er allt sem bendir til að hvorki Íranar né Ísraelsmenn vilji stjórnlausa stigmögnun. En þeir munu bregðast við að mínu mati með einhverjum hernaðarlegum hætti.“ Er möguleiki á allsherjar stríði? „Þetta er vissulega eldfimt svæði en ég held að möguleikarnir á allsherjarstríði þarna séu samt tiltölulega takmarkaðir, fyrst og fremst, auðvitað eru margar ástæður, en fyrst og fremst kannski sú ástæða að Ísraelsmenn hafa gríðarlega hernaðarlega yfirburði yfir Írana og aðra aðila á svæðinu.“ Umfangið óvænt „Það kom mönnum á óvart hvað þetta er umfangsmikil árás og hvað það eru notuð fjölbreytt vopn, drónar, stýriflaugar og eldflaugar eins og ég nefndi. Þær koma úr mismunandi áttum.“ Albert segir Ísraelsmenn hafa yfir að ráða gríðarlega öflugum loftvörnum. Þeir hafi einnig notið stuðnings herþotna Breta, Bandaríkjamanna og Frakka sem voru á svæðinu. „En árásin eins og ég sagði undirstrikar í augum Ísraelsmanna hvað Íranar geta gert. Þeir eiga þessar eldflaugar í miklu magni og þeir eru að þróa kjarnavopn, rökstuddur grunur þannig að Ísraelsmenn munu bregðast við.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eins og fram hefur komið gerðu Íranar umfangsmikla árás á Ísrael í gær. Þeir notuðust við rúmlega tvö hundruð sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 eldflaugar. Ísraelsmönnum tókst að skjóta niður megnið. Meira en skilaboð „Íranar voru búnir að gefa það í skyn að þetta væri það sem allir biðu eftir, að þetta væri hugsað sem skilaboð og yrði takmörkuð aðgerð og bara einu sinni og allt það. En svo kemur í ljós að þetta er stórfelld árás,“ segir Albert. „Svo minnir þetta auðvitað Ísraelsmenn væntanlega á, grunsemdirnar um að Íranar séu að undirbúa að smíða kjarnavopn þannig að í stað þess að vera skilaboðarárás ef svo má að orði komast þá er þetta stórfelld árás sem undirstrikar væntanlega og örugglega í augum ísraelskra ráðamanna að Íran er til lengri og skemmri tíma umtalsverð og veruleg ógn við Ísrael.“ Litlar líkur á allsherjarstríði Albert segist telja að Ísrael muni bregðast við árásinni með hernaðarlegum hætti. Það sé hinsvegar ekki auðvelt að taka ákvörðun um slíkt og margt sem togist þar á. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun, það togast ábyggilega á hin óumdeilda skylda stjórnvaldsins að tryggja öryggi lands og þjóðar og hinsvegar auðvitað þrýstingur bandamanna, hagsmunir bandamanna og einnig að forðast stjórnlausa stigmögnun og það er allt sem bendir til að hvorki Íranar né Ísraelsmenn vilji stjórnlausa stigmögnun. En þeir munu bregðast við að mínu mati með einhverjum hernaðarlegum hætti.“ Er möguleiki á allsherjar stríði? „Þetta er vissulega eldfimt svæði en ég held að möguleikarnir á allsherjarstríði þarna séu samt tiltölulega takmarkaðir, fyrst og fremst, auðvitað eru margar ástæður, en fyrst og fremst kannski sú ástæða að Ísraelsmenn hafa gríðarlega hernaðarlega yfirburði yfir Írana og aðra aðila á svæðinu.“ Umfangið óvænt „Það kom mönnum á óvart hvað þetta er umfangsmikil árás og hvað það eru notuð fjölbreytt vopn, drónar, stýriflaugar og eldflaugar eins og ég nefndi. Þær koma úr mismunandi áttum.“ Albert segir Ísraelsmenn hafa yfir að ráða gríðarlega öflugum loftvörnum. Þeir hafi einnig notið stuðnings herþotna Breta, Bandaríkjamanna og Frakka sem voru á svæðinu. „En árásin eins og ég sagði undirstrikar í augum Ísraelsmanna hvað Íranar geta gert. Þeir eiga þessar eldflaugar í miklu magni og þeir eru að þróa kjarnavopn, rökstuddur grunur þannig að Ísraelsmenn munu bregðast við.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira