Samkennd og skólastarf Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar 15. apríl 2024 10:31 Hvernig ætli samkennd geti stuðlað að betri líðan og námsárangri hjá börnum? Í nútímaskólastarfi er einstaklingsmiðuð nálgun mikilvæg til að börn þroskist og dafni. Öll erum við ólík og við tökumst á við þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi á mismunandi hátt. Það má ekki gleyma því þegar kemur að börnum. Það er ekki hægt að setja þau öll í sama boxið og koma eins fram við alla. Best er því að öðlast traust barnsins og finna leiðina að lausnum í samvinnu við barnið. Þetta markmið næst einungis ef allir sem koma að barninu leggjast á eitt og sýna samkennd. Þarna koma foreldrar og starfsfólk skóla sterk inn. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram „Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Bernsku- og æskuárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings. Hver skóladagur og hver kennslustund ber í sér þroskamöguleika sem nýta þarf til fulls.“ Þetta eru orð sem allir ættu að vinna eftir. Öll eigum við minningar úr grunnskóla og það er okkar foreldra og starfsfólks skóla, sem gegnum lykilhlutverki í lífi barna, að sjá til þess að þær kynslóðir sem fara í gegnum grunnskólagönguna sína á okkar vakt líti til baka með góðar minningar í huga. Ef barninu líður vel í skólanum eru meiri líkur á að flest allt annað komi nánast að sjálfu sér. Námsárangur eykst um leið og líðan er góð og kennarar mega ekki gleyma því að nemendur eru ekki aðeins að læra grunnfög eins og íslensku eða stærðfræði. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. Börn eru að læra á lífið og allskonar félagslegar aðstæður sem koma upp. Við það að öðlast nýja þekkingu í skólanum upplifa börn fjöldan allan af tilfinningum. Þær geta verið allt frá gleði, kvíða eða leiða og allt hefur þetta áhrif á hvernig þau tengjast starfsfólki skólans og öðrum börnum. Ef gott samstarf á milli heimilis og skóla er ekki til staðar getur það haft mikil áhrif á líðan barna. Starfsfólk skóla þarf að vera sveigjanlegt og koma til móts við börnin. Öll eigum við okkar góðu og slæmu daga og það á einnig við um börnin. Mikilvægt er því að bregðast rétt við þeim aðstæðum sem koma upp. Það þýðir lítið að vera harður og strangur í öllum tilvikum. Starfsfólk skóla veit ekki alltaf hvað er búið að ganga á í lífi barns utan skóla. Það gæti verið skilnaður í gangi, dauðsfall í fjölskyldu, ósætti við vini og svo framvegis. Þess vegna er mikilvægt að öðlast traust, eiga í góðum og reglulegum samskiptum við heimilin og komast að rót vandans. Öll hegðun á sér einhverja skýringu og mikilvægt er að komast að því hver sú skýring er og vinna svo með það í samvinnu við heimilið og barnið. Samkennd er skilgreind sem grunnþáttur í félagslegum samskiptum mannverunnar. Þetta er tilfinningagreind sem mannveran öðlast og er hæfileiki til að setja hlutina í samhengi. Samkennd öðlumst við þegar við lærum að setja okkur í spor annara og getum því sett skilning í aðstæður annara jafnvel þó við höfum ekki upplifað þær sjálf. Samkenndin er okkar hæfileiki til að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Ef við viljum hlúa að næstu kynslóð og búa í samfélagi þar sem vinsemd og virðing er höfð að leiðarljósi, þurfa heimili og skólar að vinna saman. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig ætli samkennd geti stuðlað að betri líðan og námsárangri hjá börnum? Í nútímaskólastarfi er einstaklingsmiðuð nálgun mikilvæg til að börn þroskist og dafni. Öll erum við ólík og við tökumst á við þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi á mismunandi hátt. Það má ekki gleyma því þegar kemur að börnum. Það er ekki hægt að setja þau öll í sama boxið og koma eins fram við alla. Best er því að öðlast traust barnsins og finna leiðina að lausnum í samvinnu við barnið. Þetta markmið næst einungis ef allir sem koma að barninu leggjast á eitt og sýna samkennd. Þarna koma foreldrar og starfsfólk skóla sterk inn. Í Aðalnámskrá grunnskóla kemur fram „Skólinn á að vera griðastaður barna þar sem þau finna til öryggis, fá tækifæri til að þroska og nýta hæfileika sína og njóta bernsku sinnar. Bernsku- og æskuárin eru mikilvægt skeið í ævi hvers einstaklings. Hver skóladagur og hver kennslustund ber í sér þroskamöguleika sem nýta þarf til fulls.“ Þetta eru orð sem allir ættu að vinna eftir. Öll eigum við minningar úr grunnskóla og það er okkar foreldra og starfsfólks skóla, sem gegnum lykilhlutverki í lífi barna, að sjá til þess að þær kynslóðir sem fara í gegnum grunnskólagönguna sína á okkar vakt líti til baka með góðar minningar í huga. Ef barninu líður vel í skólanum eru meiri líkur á að flest allt annað komi nánast að sjálfu sér. Námsárangur eykst um leið og líðan er góð og kennarar mega ekki gleyma því að nemendur eru ekki aðeins að læra grunnfög eins og íslensku eða stærðfræði. Samkennd á ekki að líta á sem mjúkan hæfileika (e. soft skill) heldur mikilvæga hæfni til að skilja hvað það er að vera mannlegur. Börn eru að læra á lífið og allskonar félagslegar aðstæður sem koma upp. Við það að öðlast nýja þekkingu í skólanum upplifa börn fjöldan allan af tilfinningum. Þær geta verið allt frá gleði, kvíða eða leiða og allt hefur þetta áhrif á hvernig þau tengjast starfsfólki skólans og öðrum börnum. Ef gott samstarf á milli heimilis og skóla er ekki til staðar getur það haft mikil áhrif á líðan barna. Starfsfólk skóla þarf að vera sveigjanlegt og koma til móts við börnin. Öll eigum við okkar góðu og slæmu daga og það á einnig við um börnin. Mikilvægt er því að bregðast rétt við þeim aðstæðum sem koma upp. Það þýðir lítið að vera harður og strangur í öllum tilvikum. Starfsfólk skóla veit ekki alltaf hvað er búið að ganga á í lífi barns utan skóla. Það gæti verið skilnaður í gangi, dauðsfall í fjölskyldu, ósætti við vini og svo framvegis. Þess vegna er mikilvægt að öðlast traust, eiga í góðum og reglulegum samskiptum við heimilin og komast að rót vandans. Öll hegðun á sér einhverja skýringu og mikilvægt er að komast að því hver sú skýring er og vinna svo með það í samvinnu við heimilið og barnið. Samkennd er skilgreind sem grunnþáttur í félagslegum samskiptum mannverunnar. Þetta er tilfinningagreind sem mannveran öðlast og er hæfileiki til að setja hlutina í samhengi. Samkennd öðlumst við þegar við lærum að setja okkur í spor annara og getum því sett skilning í aðstæður annara jafnvel þó við höfum ekki upplifað þær sjálf. Samkenndin er okkar hæfileiki til að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Ef við viljum hlúa að næstu kynslóð og búa í samfélagi þar sem vinsemd og virðing er höfð að leiðarljósi, þurfa heimili og skólar að vinna saman. Höfundur er menntaður kennari og sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun