Í könnuninni, sem Prósent framkvæmdi dagana 9. - 14. apríl 2024, voru þátttakendur spurðir tveggja spurninga um breytingar á ríkisstjórnarsamstarfinu. Spurt var:
„Hversu vel eða illa líst þér á breytingarnar á ríkisstjórnarsamstarfi?“
„Hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með að Bjarni Benediktsson, núverandi utanríkisráðherra, verði forsætisráðherra?“
Fyrst var spurt hvernig fólki litist á endurnýjaða ríkisstjórn. Niðurstöðurnar má sjá myndrænt.

Nokkur munur var á svörum eftir aldri þátttakenda. Óánægjan er mest hjá þeim sem yngstir eru.

Hvað nýja forsætisráðherrann varðar voru 78 prósent óánægð og 13 prósent ánægð. 8 prósent tóku ekki afstöðu.


