Ný staða uppi á Reykjanesskaga Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2024 15:33 Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina er mánaðargamalt í dag. Vísir/Vilhelm Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina nú hefur staðið yfir í mánuð. Í byrjun apríl fór landris að aukast og nú er um það bil jafn stór hluti kvikunnar að flæða upp á yfirborð og safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Ný staða er komin upp að sögn náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofunni. Gosið sem hófst að kvöldi 16. mars er nú næst lengsta gosið á Reykjanesskaga síðan árið 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra en það stóð yfir í um sex mánuði. Í upphafi gossins gaus úr nokkrum gígum en nú stendur aðeins einn eftir. Í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að ekki sé hægt að draga ályktanir um framhald jarðhræringanna út frá lengd þessa eldgoss. Engar vísbendingar séu um að það sé að draga úr kvikuflæði frá dýpi sem keyrir áfram þá atburðarás sem hefur verið í gangi síðustu mánuði. Áfram er hætta á gasmengun frá eldgosinu sem getur valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum.Vísir/Vilhelm Á vef veðurstofunnar segir jafnframt að landris haldi áfram en það hefur verið stöðugt síðan í byrjun apríl. „Líkanreikningar af GPS færslum benda til að flæði kviku inn í kvikuhólfið sé um það bil helmingur af því sem var áður en gos hófst 16. mars síðastliðinn. Þetta bendir til að u.þ.b. helmingur af kvikunni sem er að koma af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur er að flæða upp á yfirborð.“ Ný staða komin upp Smáskjálftahrina hófst eftir hádegi síðastliðinn sunnudag við Lágafell. Sú hrina stóð yfir í rúma fjóra tíma og hefur verið tengd spennubreytingum í skorpunni vegna landriss í Svartsengi. Sjá einnig: Smáskjálftahrina á Reykjanesi Þá er tekið fram að sú staða sem uppi er núna sé ný, þar sem eldgos er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni og land rís í Svartsengi á sama tíma. „Það mikilvægasta í stöðunni nú er hið sama og áður, að vakta svæðið og bregðast rétt við þeim breytingum sem verða í virkninni hverju sinni til að koma í veg fyrir frekara tjón og að fólk sé í hættu vegna umbrotanna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar.Veðurstofan Hætta vegna sprungna áfram mikil í Grindavík Veðurstofan hefur verið uppfært hættumat sitt og gildir uppfærslan frá kl: 15:00 í dag, þriðjudag þar til 23. apríl, að öllu óbreyttu. Helstu breytingarnar eru að hætta vegna hraunflæðis hefur verið lækkuð á öllum svæðum nema svæði 3 (Sundhnúksgígaröðin) og svæði 6. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu og sprunguhreyfinga. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki merki um að kvika sé á ferðinni Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu. 14. apríl 2024 18:38 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Gosið sem hófst að kvöldi 16. mars er nú næst lengsta gosið á Reykjanesskaga síðan árið 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra en það stóð yfir í um sex mánuði. Í upphafi gossins gaus úr nokkrum gígum en nú stendur aðeins einn eftir. Í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að ekki sé hægt að draga ályktanir um framhald jarðhræringanna út frá lengd þessa eldgoss. Engar vísbendingar séu um að það sé að draga úr kvikuflæði frá dýpi sem keyrir áfram þá atburðarás sem hefur verið í gangi síðustu mánuði. Áfram er hætta á gasmengun frá eldgosinu sem getur valdið mengun í byggð á Reykjanesskaganum.Vísir/Vilhelm Á vef veðurstofunnar segir jafnframt að landris haldi áfram en það hefur verið stöðugt síðan í byrjun apríl. „Líkanreikningar af GPS færslum benda til að flæði kviku inn í kvikuhólfið sé um það bil helmingur af því sem var áður en gos hófst 16. mars síðastliðinn. Þetta bendir til að u.þ.b. helmingur af kvikunni sem er að koma af dýpi sé að safnast fyrir í kvikuhólfinu en hinn helmingur er að flæða upp á yfirborð.“ Ný staða komin upp Smáskjálftahrina hófst eftir hádegi síðastliðinn sunnudag við Lágafell. Sú hrina stóð yfir í rúma fjóra tíma og hefur verið tengd spennubreytingum í skorpunni vegna landriss í Svartsengi. Sjá einnig: Smáskjálftahrina á Reykjanesi Þá er tekið fram að sú staða sem uppi er núna sé ný, þar sem eldgos er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni og land rís í Svartsengi á sama tíma. „Það mikilvægasta í stöðunni nú er hið sama og áður, að vakta svæðið og bregðast rétt við þeim breytingum sem verða í virkninni hverju sinni til að koma í veg fyrir frekara tjón og að fólk sé í hættu vegna umbrotanna,“ segir á vef Veðurstofunnar. Uppfært hættumatskort Veðurstofunnar.Veðurstofan Hætta vegna sprungna áfram mikil í Grindavík Veðurstofan hefur verið uppfært hættumat sitt og gildir uppfærslan frá kl: 15:00 í dag, þriðjudag þar til 23. apríl, að öllu óbreyttu. Helstu breytingarnar eru að hætta vegna hraunflæðis hefur verið lækkuð á öllum svæðum nema svæði 3 (Sundhnúksgígaröðin) og svæði 6. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu og sprunguhreyfinga.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki merki um að kvika sé á ferðinni Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu. 14. apríl 2024 18:38 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Ekki merki um að kvika sé á ferðinni Skjálftavirkni sem mælst hefur í dag norðvestur af Grindavík er sambærileg virkni sem mældist á svæðinu um miðjan mars. Skjálftavirknin er því ekki merki um einhverjar breytingar í virkni í eldgosinu á Reykjanesi, né að kvika sé á ferðinni á svæðinu. 14. apríl 2024 18:38