Deilur Persónuverndar og borgarinnar beint til Hæstaréttar Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2024 20:24 Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir án viðkomu í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Reykjavíkurborgar á hendur Persónuvernd fyrir, án þess að það komi við í Landsrétti. Milljónaendurgreiðslur á stjórnvaldssektum eru undir í málinu Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Persónuverndar og íslenska ríkisins segir að leyfisbeiðendur hefðu leitað leyfis til þess að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar og Reykjavíkurborg hafi ekki lagst gegn beiðninni. Persónuvernd fékk á baukinn Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar barna væru skráðar í kerfið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í byrjun febrúar að Persónuvernd hefði ekki gætt að ákvæðum stjórnsýslulaga við ákvörðun um stjórnsýslusektina. Stofnuninni var gert að endurgreiða borginni milljónirnar fimm. Persónuvernd sektaði Kópavogsbæ einnig um fjórar milljónir fyrir notkun sama kerfis. Leiða má líkur að því að Kópavogsbær leiti sömuleiðis réttar síns í málinu og því er ljóst að dómur Hæstaréttar mun hafa mikla þýðingu. Fyrsta mál sinnar tegundar Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Persónuvernd og ríkið hafi byggt á því að fordæmisgildi dóms í málinu væri töluvert þar sem í því reyni í fyrsta sinn fyrir dómstólum á ákvörðun Persónuverndar um beitingu stjórnvaldssekta. Þá hafi dómur í málinu almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og túlkun laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem sett voru árið 2018. Að mati leyfisbeiðenda væri niðurstaða héraðsdóms ekki í samræmi við lög og framkvæmd á réttarsviðinu. Að lokum hafi leyfisbeiðendur byggt á því að niðurstaða í málinu hafi samfélagslega þýðingu og vísað þar um til þess að málið varði vinnslu persónuupplýsinga um börn. Að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu fyrir beitingu laga um persónuvernd. Þá sé ekki fyrir hendi þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni leyfisbeiðanda um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms til Hæstaréttar sé því samþykkt. Dómsmál Reykjavík Persónuvernd Kópavogur Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52 Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Persónuverndar og íslenska ríkisins segir að leyfisbeiðendur hefðu leitað leyfis til þess að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar og Reykjavíkurborg hafi ekki lagst gegn beiðninni. Persónuvernd fékk á baukinn Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar barna væru skráðar í kerfið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í byrjun febrúar að Persónuvernd hefði ekki gætt að ákvæðum stjórnsýslulaga við ákvörðun um stjórnsýslusektina. Stofnuninni var gert að endurgreiða borginni milljónirnar fimm. Persónuvernd sektaði Kópavogsbæ einnig um fjórar milljónir fyrir notkun sama kerfis. Leiða má líkur að því að Kópavogsbær leiti sömuleiðis réttar síns í málinu og því er ljóst að dómur Hæstaréttar mun hafa mikla þýðingu. Fyrsta mál sinnar tegundar Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Persónuvernd og ríkið hafi byggt á því að fordæmisgildi dóms í málinu væri töluvert þar sem í því reyni í fyrsta sinn fyrir dómstólum á ákvörðun Persónuverndar um beitingu stjórnvaldssekta. Þá hafi dómur í málinu almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og túlkun laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem sett voru árið 2018. Að mati leyfisbeiðenda væri niðurstaða héraðsdóms ekki í samræmi við lög og framkvæmd á réttarsviðinu. Að lokum hafi leyfisbeiðendur byggt á því að niðurstaða í málinu hafi samfélagslega þýðingu og vísað þar um til þess að málið varði vinnslu persónuupplýsinga um börn. Að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu fyrir beitingu laga um persónuvernd. Þá sé ekki fyrir hendi þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni leyfisbeiðanda um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms til Hæstaréttar sé því samþykkt.
Dómsmál Reykjavík Persónuvernd Kópavogur Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52 Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52
Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32