„Ég held að þetta komi bara með reynslunni“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2024 21:41 Daníel Andri á hliðarlínunni í Höllinni fyrr í vetur Vísir/Pawel Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, er kominn í snemmbúið sumarfrí eftir tap gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Þórsarar voru nýliðar í deildinni en létu finna vel fyrir sér. Tapið í þessari seríu sat í Daníel sem sagðist vera barnalega tapsár en hann er sáttur við tímabilið í heild. „Ég er alveg barnalega tapsár, sama hvern ég er að spila við. En ég var inni í klefa að minna stelpurnar á það sem við höfðum náð á þessu tímabili. Við vorum nú bara í baráttu um efri hlutann þegar eitt atvinnumannagildið okkar fór bara rétt fyrir gluggalok.“ „Við vissum að þetta yrði erfiðara seinni hlutann af tímabilinu en komum okkur samt í bikarúrslit. Þetta lið var bara endurvakið fyrir þremur árum og við erum bara að taka þetta í litlum skrefum og eru kannski bara á öðrum stað í okkar vegferð heldur en Grindavík og þessi topplið akkúrat núna.“ Það er vissulega ágætis árangur hjá nýliðum að ná í bikarúrslitaleik og komast í úrslitakeppni og Daníel sagðist líta á þetta tímabil sem stórt innlegg í reynslubankann fræga. „Það voru alltaf háleit markmið um að efri hlutann og við vorum á góðu róli að komast þangað. Á fyrsta tímabili vill maður bara spila við þessar bestu, fá reynsluna og byggja ofan á það, safna sjálfstrausti og sérstaklega fyrir næsta tímabil. Að Þór geti gert betri hluti á næsta ári og með hverju árinu.“ Næst barst umræðan að leik kvöldsins og seríunni í heild, sem má kannski draga saman með þeim orðum að Grindavík hafi einfaldlega verið númeri og stórar fyrir nýliðana. „Þær eru klárlega dýpri en við á bekknum en kannski ekki endilega dýpri heldur með fleiri leikmenn sem eru til í að skora og láta finna fyrir sér. Ég held að þetta komi bara með reynslunni“. Allar þessar stelpur sem eru í róteringu hjá Grindavík hafa spilað, sumar bara lengi, í efstu deild en hjá okkur eru bara einhverjar ein tvær með einhverja reynslu af ruslamínútum. Við erum bara að safna reynslu og vonandi verðum við á svipuðum stað og þær á næsta tímabili.“ Daníel gerði tveggja ára samning við Þór sumarið 2022 og segist hafa hug á því að halda áfram með liðið og halda áfram að byggja á því starfi sem hann hefur lagt inn síðustu tímabil. „Við erum allavega í viðræðum með það. Ég bara vona það, það er langbest að vera á Akureyri. Besta veðrið og fallegasta útsýnið. Vonandi náum við að ganga frá einhverju þar. Ég held að við höldum í megnið af hópnum okkar og komum bara sterkar til baka.“ Körfubolti Þór Akureyri Subway-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Þórsarar voru nýliðar í deildinni en létu finna vel fyrir sér. Tapið í þessari seríu sat í Daníel sem sagðist vera barnalega tapsár en hann er sáttur við tímabilið í heild. „Ég er alveg barnalega tapsár, sama hvern ég er að spila við. En ég var inni í klefa að minna stelpurnar á það sem við höfðum náð á þessu tímabili. Við vorum nú bara í baráttu um efri hlutann þegar eitt atvinnumannagildið okkar fór bara rétt fyrir gluggalok.“ „Við vissum að þetta yrði erfiðara seinni hlutann af tímabilinu en komum okkur samt í bikarúrslit. Þetta lið var bara endurvakið fyrir þremur árum og við erum bara að taka þetta í litlum skrefum og eru kannski bara á öðrum stað í okkar vegferð heldur en Grindavík og þessi topplið akkúrat núna.“ Það er vissulega ágætis árangur hjá nýliðum að ná í bikarúrslitaleik og komast í úrslitakeppni og Daníel sagðist líta á þetta tímabil sem stórt innlegg í reynslubankann fræga. „Það voru alltaf háleit markmið um að efri hlutann og við vorum á góðu róli að komast þangað. Á fyrsta tímabili vill maður bara spila við þessar bestu, fá reynsluna og byggja ofan á það, safna sjálfstrausti og sérstaklega fyrir næsta tímabil. Að Þór geti gert betri hluti á næsta ári og með hverju árinu.“ Næst barst umræðan að leik kvöldsins og seríunni í heild, sem má kannski draga saman með þeim orðum að Grindavík hafi einfaldlega verið númeri og stórar fyrir nýliðana. „Þær eru klárlega dýpri en við á bekknum en kannski ekki endilega dýpri heldur með fleiri leikmenn sem eru til í að skora og láta finna fyrir sér. Ég held að þetta komi bara með reynslunni“. Allar þessar stelpur sem eru í róteringu hjá Grindavík hafa spilað, sumar bara lengi, í efstu deild en hjá okkur eru bara einhverjar ein tvær með einhverja reynslu af ruslamínútum. Við erum bara að safna reynslu og vonandi verðum við á svipuðum stað og þær á næsta tímabili.“ Daníel gerði tveggja ára samning við Þór sumarið 2022 og segist hafa hug á því að halda áfram með liðið og halda áfram að byggja á því starfi sem hann hefur lagt inn síðustu tímabil. „Við erum allavega í viðræðum með það. Ég bara vona það, það er langbest að vera á Akureyri. Besta veðrið og fallegasta útsýnið. Vonandi náum við að ganga frá einhverju þar. Ég held að við höldum í megnið af hópnum okkar og komum bara sterkar til baka.“
Körfubolti Þór Akureyri Subway-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli