„Erum að spila á móti ríkjandi Íslandsmeisturum og þurfum að vera klárar“ Stefán Marteinn skrifar 16. apríl 2024 22:35 Emilie Hesseldal og Ásta Júlía í baráttu. Vísir / Bára Dröfn Kristinsdóttir Njarðvík kjöldróg Valsliðið í Ljónagryfjunni í kvöld 92-59 þegar liðin mættust í þriðja leik í 8-liða úrslitum Subway deildar kvenna í körfubolta. „Frábært en við megum ekki fara of langt fram úr okkur. Við sáum í leik tvö hvernig þær komu til baka eftir að við hefðum unnið þær stórt í leiknum á undan svo við þurfum að halda rónni og sækja sigur í leik fjögur,“ sagði Emilie Hesseldal leikmaður Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir svekkjandi leik tvö var mikilvægt að svara fyrir tapið með góðum sigri í kvöld. „Það var mjög mikilvægt fyrir sjálfstraustið og einnig komandi inn í leik fjögur núna að vera í bílstjórasætinu. Við vitum að við erum að spila á móti ríkjandi Íslandsmeisturum og við þurfum að vera klárar. Við sáum hvernig þær mættu til leiks á heimavelli og við þurfum að vera tilbúnar.“ Njarðvíkurliðið spilaði vel í kvöld og voru margir leikmenn sem komust á blað. Emilie Hesseldal sagði það lykilinn af sigrinum í kvöld. „Ég held að næstum allir hafi komist á blað í kvöld. Við fengum framlag frá mörgum. Þetta voru ekki bara 1-2 leikmenn sem þurfti að stoppa, það þurfti að reyna stoppa marga leikmenn í kvöld sem komust í tveggja stafa tölu og ég held að það hafi siglt þessu heim í kvöld.“ Rúnar Ingi hefur verið líflegur á hliðarlínunni og mjög kröfuharður. „Hann er mjög krefjandi þegar við stígum ekki upp en er mjög hvetjandi þegar við erum að standa okkur vel. Þannig svo lengi sem við stöndum okkur vel þá erum við góð. Hann mun krefjast meira frá okkur þegar hann sér að við erum ekki að spila eftir bestu getu.“ Rúnar Ingi hefur oft talað um það í vetur hver markmið liðsins eru og eru þau að landa þeim stóra þegar uppi ser staðið. Setur það ekki neina auka pressu á liðið? „Við tökum þetta bara einn leik í einu. Við einbeitum okkur bara að næsta verkefni og ég held að í stóra samhenginu vilja allar vinna Íslandsmeistaratitilinn en við vitum líka hvað er í vændum svo við þurfum bara að halda einbeitingu og standa saman. “ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
„Frábært en við megum ekki fara of langt fram úr okkur. Við sáum í leik tvö hvernig þær komu til baka eftir að við hefðum unnið þær stórt í leiknum á undan svo við þurfum að halda rónni og sækja sigur í leik fjögur,“ sagði Emilie Hesseldal leikmaður Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. Eftir svekkjandi leik tvö var mikilvægt að svara fyrir tapið með góðum sigri í kvöld. „Það var mjög mikilvægt fyrir sjálfstraustið og einnig komandi inn í leik fjögur núna að vera í bílstjórasætinu. Við vitum að við erum að spila á móti ríkjandi Íslandsmeisturum og við þurfum að vera klárar. Við sáum hvernig þær mættu til leiks á heimavelli og við þurfum að vera tilbúnar.“ Njarðvíkurliðið spilaði vel í kvöld og voru margir leikmenn sem komust á blað. Emilie Hesseldal sagði það lykilinn af sigrinum í kvöld. „Ég held að næstum allir hafi komist á blað í kvöld. Við fengum framlag frá mörgum. Þetta voru ekki bara 1-2 leikmenn sem þurfti að stoppa, það þurfti að reyna stoppa marga leikmenn í kvöld sem komust í tveggja stafa tölu og ég held að það hafi siglt þessu heim í kvöld.“ Rúnar Ingi hefur verið líflegur á hliðarlínunni og mjög kröfuharður. „Hann er mjög krefjandi þegar við stígum ekki upp en er mjög hvetjandi þegar við erum að standa okkur vel. Þannig svo lengi sem við stöndum okkur vel þá erum við góð. Hann mun krefjast meira frá okkur þegar hann sér að við erum ekki að spila eftir bestu getu.“ Rúnar Ingi hefur oft talað um það í vetur hver markmið liðsins eru og eru þau að landa þeim stóra þegar uppi ser staðið. Setur það ekki neina auka pressu á liðið? „Við tökum þetta bara einn leik í einu. Við einbeitum okkur bara að næsta verkefni og ég held að í stóra samhenginu vilja allar vinna Íslandsmeistaratitilinn en við vitum líka hvað er í vændum svo við þurfum bara að halda einbeitingu og standa saman. “
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira