Þjóðarópera - stórt skref til framtíðar Andri Björn Róbertsson skrifar 17. apríl 2024 07:01 Árið 1957 talaði Ragnhildur Helgadóttir, alþingiskona, fyrir því á þingi að stofnaður yrði „íslenzkur óperuflokkur“. Nú, tæpum 70 árum síðar, liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Þjóðaróperu. Þetta er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands frá 2021. Með lagaramma um Þjóðaróperu verður sess óperulistarinnar tryggður til framtíðar. Frumvarpið nýtur mikillar samstöðu þvert á listgreinar, eins og sjá má í samráðsgátt stjórnarráðsins. Með stofnun Þjóðaróperu verður óperulistin loksins jöfn leik og dansi í lögum um sviðslistir. Starfsemi Þjóðaróperu verður innan Þjóðleikhússins, en kostir samlegðar þessara tveggja stofnana eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda auk þekkingar á leikhúsvinnu. Það kostar mun minna að styrkja stoðdeildir Þjóðleikhússins heldur en að stofna nýjar deildir, yrði Þjóðarópera sjálfstæð stofnun. Þrátt fyrir að Þjóðarópera starfi innan Þjóðleikhússins þá hefur listrænt og fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðaróperu verið tryggt. Aðsetur Þjóðaróperu verður þó í Hörpu og munu rými þar, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Lagt er til að til verði stöðugildi fyrir bæði einsöngvara og kórsöngvara til samræmis við stöðugildi leikara við Þjóðleikhúsið, hljóðfæraleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands og dansara við Íslenska dansflokkinn. Þetta er því mikið jafnréttismál innan sviðslista á Íslandi en einnig forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi og tryggja það að Þjóðarópera geti sinnt landsbyggðinni, fræðslustarfi, þróun listformsins og frumsköpun. Samfelld dagskrá mun svo einnig styrkja menningartengda ferðamennsku á Íslandi. Þessi stöðugildi tryggja líka að ákveðið fjármagn fari til listamannanna sjálfra. Hægt er að skipta þessum stöðugildum upp og ráða söngvara til lengri eða skemmri tíma. Hér er verið að styrkja stöðu listamannsins, en um leið halda módelinu sveigjanlegu. Fjármagn til Þjóðaróperu mun aukast yfir fimm ár þangað til óperan hefur náð fullri mynd árið 2028. Það er því farið varlega og skynsamlega af stað, í takt við stefnu ríkisins um ábyrga fjármálastjórn. Í þessu sambandi bera að nefna að stuðningur einkageirans við menningarlíf á Íslandi er nánast enginn. Ópera er eitt dýrasta listformið vegna þess fjölda sem kemur að hverri uppfærslu og engin dæmi eru um einkarekin óperuhús í Evrópu, sem halda úti samfelldri starfsemi. En þetta er bara byrjunin, því að langtímamarkmiðið er að Þjóðarópera, Þjóðleikhúsið og Íslenski dansflokkurinn verði undir sameiginlegri stjórn en hver eining með sinn listræna stjórnanda. Auk þess stendur til að gerður verði samstarfssamningur við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þar með munu stoðdeildir, sameiginleg reynsla og þekking nýtast betur svo meira fjármagn megi renna til listarinnar sjálfrar. Þetta er í fullu samræmi við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2021 þar sem mælt er með sameiningu eða aukinni samvinnu sviðs- og tónlistarstofnana ríkisins og bent í því samhengi á að sviðslistir á vegum hins opinbera í Danmörku séu reknar undir einum hatti. Þetta er einnig í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að ríkisstofnanirnar verðir færri og sterkari rekstrareiningar. Með því að styrkja stoðir óperulistarinnar verður til nýr heimur í listasenunni á Íslandi. Margvísleg störf innan sviðslista- og tónlistarheimsins munu skapa nýja möguleika, nýja þekkingu og ný tækifæri fyrir skapandi greinar á Íslandi. Hin sterku hagkerfi listanna byggja upp þekkingu og tækifæri og næra hvert annað. Listamenn og tæknimenn vinna þvert á greinar. Sumt byggir á samfellu í starfi með fastráðningum eins og í leikhúsunum, en aðrar greinar eins og kvikmyndagerð byggja á stórum alþjóðlegum styrkjum og innlendum styrkjum og endurgreiðslu. Þjóðarópera mun byggja á samstarfi við aðrar stofnanir, sérstaklega á landsbyggðinni, tónlistarskólana og kóra og auknum stuðningi og samstarfi við grasrótina, sem hefur verið sérstaklega blómleg undanfarin ár. Lögð verður áhersla á þróun listformsins og frumsköpun, t.a.m. samstarf við íslensk tónskáld um nýjar íslenskar óperur. Fræðslustarf verður eflt, sem og samband Þjóðaróperu við Listaháskóla Íslands með það fyrir augum að búa til óperustúdíó fyrir unga söngvara. Stærri uppfærslur Þjóðaróperu munu geta veitt yfir 100 sérmenntuðu starfsfólki vinnu og margfeldisáhrifin eru mikil. Þjóðarópera verður heldur ekki bundin við eitt rými og getur því ferðast um landið og nýtt hefðbundin og óhefðbundin rými til sýninga. Hér er því ekki verið að byggja neinn fílabeinsturn heldur nútímalega og sveigjanlega stofnun sem er í sambandi við fólkið sem hún þjónar. Íslenska þjóðin er með afbrigðum söngelsk. Fjölmargir hafa sungið eða syngja í kórum, og stunda söngnám. Nýlega var meira að segja stofnaður kór þingmanna. Alltaf er uppselt á óperusýningar, bæði á stóru uppfærslurnar sem og minni sýningar sjálfstæðra grasrótarhópa. Frá árinu 2000 hafa komið fram yfir 80 ný íslensk óperuverk. Það er því ekki hægt að segja annað en að hér búi miklir hæfileikar og þekking, en ekki síst eftirspurn eftir meiri óperu. Það er því fagnaðarefni að loksins verði hægt að bjóða upp á samfellu í starfsemi Þjóðaróperu, og að Íslendingar geti loks staðið jafnfætis öðrum Evrópuþjóðum þegar kemur að samfelldri hágæða óperustarfsemi, fyrir landsmenn alla og einnig þá sem vilja sækja landið heim. Um aldamótin 1900 söng fyrsti íslenski óperusöngvarinn, Ari Johnson, víðsvegar um Evrópu. Fyrsta óperusýningin á Íslandi, Systirin frá Prag eftir Wenzel Müller, var sýnd árið 1937. Fyrsta óperusýningin í Þjóðleikhúsinu var sýning Kongunglegu óperunnar í Stokkhólmi á Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart árið 1950, og ári síðar réðst Þjóðleikhúsið í sína fyrstu óperuuppfærslu, Rigoletto eftir Verdi. Árið 1979 var óperan I Pagliacci eftir Leoncavallo sýnd í Háskólabíói af hópi undir forystu Garðars Cortes. Þessi hópur stofnaði svo Íslensku óperuna árið 1980 og sýndi sína fyrstu sýningu af Sígaunabaróninum í Gamla bíói árið 1982. Nú er komið að næsta stóra skrefi til framtíðar, stofnun Þjóðaróperu. Höfundur er óperusöngvari og stjórnarmaður í Fagfélagi klassískra söngvara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Menning Tónlist Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 1957 talaði Ragnhildur Helgadóttir, alþingiskona, fyrir því á þingi að stofnaður yrði „íslenzkur óperuflokkur“. Nú, tæpum 70 árum síðar, liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Þjóðaróperu. Þetta er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands frá 2021. Með lagaramma um Þjóðaróperu verður sess óperulistarinnar tryggður til framtíðar. Frumvarpið nýtur mikillar samstöðu þvert á listgreinar, eins og sjá má í samráðsgátt stjórnarráðsins. Með stofnun Þjóðaróperu verður óperulistin loksins jöfn leik og dansi í lögum um sviðslistir. Starfsemi Þjóðaróperu verður innan Þjóðleikhússins, en kostir samlegðar þessara tveggja stofnana eru augljósir þegar kemur að samnýtingu stoðdeilda auk þekkingar á leikhúsvinnu. Það kostar mun minna að styrkja stoðdeildir Þjóðleikhússins heldur en að stofna nýjar deildir, yrði Þjóðarópera sjálfstæð stofnun. Þrátt fyrir að Þjóðarópera starfi innan Þjóðleikhússins þá hefur listrænt og fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðaróperu verið tryggt. Aðsetur Þjóðaróperu verður þó í Hörpu og munu rými þar, sem áður hýstu stoðdeildir, nýtast betur til æfinga fyrir listamenn. Lagt er til að til verði stöðugildi fyrir bæði einsöngvara og kórsöngvara til samræmis við stöðugildi leikara við Þjóðleikhúsið, hljóðfæraleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands og dansara við Íslenska dansflokkinn. Þetta er því mikið jafnréttismál innan sviðslista á Íslandi en einnig forsenda þess að hægt verði að halda samfellu í starfi og tryggja það að Þjóðarópera geti sinnt landsbyggðinni, fræðslustarfi, þróun listformsins og frumsköpun. Samfelld dagskrá mun svo einnig styrkja menningartengda ferðamennsku á Íslandi. Þessi stöðugildi tryggja líka að ákveðið fjármagn fari til listamannanna sjálfra. Hægt er að skipta þessum stöðugildum upp og ráða söngvara til lengri eða skemmri tíma. Hér er verið að styrkja stöðu listamannsins, en um leið halda módelinu sveigjanlegu. Fjármagn til Þjóðaróperu mun aukast yfir fimm ár þangað til óperan hefur náð fullri mynd árið 2028. Það er því farið varlega og skynsamlega af stað, í takt við stefnu ríkisins um ábyrga fjármálastjórn. Í þessu sambandi bera að nefna að stuðningur einkageirans við menningarlíf á Íslandi er nánast enginn. Ópera er eitt dýrasta listformið vegna þess fjölda sem kemur að hverri uppfærslu og engin dæmi eru um einkarekin óperuhús í Evrópu, sem halda úti samfelldri starfsemi. En þetta er bara byrjunin, því að langtímamarkmiðið er að Þjóðarópera, Þjóðleikhúsið og Íslenski dansflokkurinn verði undir sameiginlegri stjórn en hver eining með sinn listræna stjórnanda. Auk þess stendur til að gerður verði samstarfssamningur við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þar með munu stoðdeildir, sameiginleg reynsla og þekking nýtast betur svo meira fjármagn megi renna til listarinnar sjálfrar. Þetta er í fullu samræmi við skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2021 þar sem mælt er með sameiningu eða aukinni samvinnu sviðs- og tónlistarstofnana ríkisins og bent í því samhengi á að sviðslistir á vegum hins opinbera í Danmörku séu reknar undir einum hatti. Þetta er einnig í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að ríkisstofnanirnar verðir færri og sterkari rekstrareiningar. Með því að styrkja stoðir óperulistarinnar verður til nýr heimur í listasenunni á Íslandi. Margvísleg störf innan sviðslista- og tónlistarheimsins munu skapa nýja möguleika, nýja þekkingu og ný tækifæri fyrir skapandi greinar á Íslandi. Hin sterku hagkerfi listanna byggja upp þekkingu og tækifæri og næra hvert annað. Listamenn og tæknimenn vinna þvert á greinar. Sumt byggir á samfellu í starfi með fastráðningum eins og í leikhúsunum, en aðrar greinar eins og kvikmyndagerð byggja á stórum alþjóðlegum styrkjum og innlendum styrkjum og endurgreiðslu. Þjóðarópera mun byggja á samstarfi við aðrar stofnanir, sérstaklega á landsbyggðinni, tónlistarskólana og kóra og auknum stuðningi og samstarfi við grasrótina, sem hefur verið sérstaklega blómleg undanfarin ár. Lögð verður áhersla á þróun listformsins og frumsköpun, t.a.m. samstarf við íslensk tónskáld um nýjar íslenskar óperur. Fræðslustarf verður eflt, sem og samband Þjóðaróperu við Listaháskóla Íslands með það fyrir augum að búa til óperustúdíó fyrir unga söngvara. Stærri uppfærslur Þjóðaróperu munu geta veitt yfir 100 sérmenntuðu starfsfólki vinnu og margfeldisáhrifin eru mikil. Þjóðarópera verður heldur ekki bundin við eitt rými og getur því ferðast um landið og nýtt hefðbundin og óhefðbundin rými til sýninga. Hér er því ekki verið að byggja neinn fílabeinsturn heldur nútímalega og sveigjanlega stofnun sem er í sambandi við fólkið sem hún þjónar. Íslenska þjóðin er með afbrigðum söngelsk. Fjölmargir hafa sungið eða syngja í kórum, og stunda söngnám. Nýlega var meira að segja stofnaður kór þingmanna. Alltaf er uppselt á óperusýningar, bæði á stóru uppfærslurnar sem og minni sýningar sjálfstæðra grasrótarhópa. Frá árinu 2000 hafa komið fram yfir 80 ný íslensk óperuverk. Það er því ekki hægt að segja annað en að hér búi miklir hæfileikar og þekking, en ekki síst eftirspurn eftir meiri óperu. Það er því fagnaðarefni að loksins verði hægt að bjóða upp á samfellu í starfsemi Þjóðaróperu, og að Íslendingar geti loks staðið jafnfætis öðrum Evrópuþjóðum þegar kemur að samfelldri hágæða óperustarfsemi, fyrir landsmenn alla og einnig þá sem vilja sækja landið heim. Um aldamótin 1900 söng fyrsti íslenski óperusöngvarinn, Ari Johnson, víðsvegar um Evrópu. Fyrsta óperusýningin á Íslandi, Systirin frá Prag eftir Wenzel Müller, var sýnd árið 1937. Fyrsta óperusýningin í Þjóðleikhúsinu var sýning Kongunglegu óperunnar í Stokkhólmi á Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart árið 1950, og ári síðar réðst Þjóðleikhúsið í sína fyrstu óperuuppfærslu, Rigoletto eftir Verdi. Árið 1979 var óperan I Pagliacci eftir Leoncavallo sýnd í Háskólabíói af hópi undir forystu Garðars Cortes. Þessi hópur stofnaði svo Íslensku óperuna árið 1980 og sýndi sína fyrstu sýningu af Sígaunabaróninum í Gamla bíói árið 1982. Nú er komið að næsta stóra skrefi til framtíðar, stofnun Þjóðaróperu. Höfundur er óperusöngvari og stjórnarmaður í Fagfélagi klassískra söngvara á Íslandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun