Brynjar pirrar sig á undirskriftum gegn Bjarna Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2024 10:22 Þó Brynjar geti ávallt gengið að traustum hópi flokkshollra Sjálfstæðismanna á Facebook-síðu sinni á hann í vök að verjast nú, hann lætur undirskriftasöfnun gegn foringjanum fara ógurlega í taugarnar á sér. Og þá er lag að skrattakollast í honum. Gunnar Smári segir Sjálfstæðisflokkinn vandamálið, ekki lausnina. vísir/vilhelm Tekið er að hægjast á söfnun undirskrifta gegn Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins en þar er því mótmælt að hann gegni stöðu forsætisráðherra. Undirskriftirnar eru orðnar 41.460 þúsund og segir Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi hann aldrei hafa séð annað eins. Undirskriftirnar fara hins vegar ógurlega í taugarnar á flokkshollum Sjálfstæðismönnum og þá ekki síst Brynjari Níelssyni. „Í okkar ágæta samfélagi snýst allt orðið um skoðanakannanir og mótmæli, ýmist með undirskriftum eða annars konar aðför að einstökum ráðherrum eða öðrum. Sumir virðast halda að það sé stjórnarskrárbundinn réttur þeirra til tjáningar að beita aðra ofbeldi, til dæmis með ógnunum eða valda fjárhagstjóni, svo lengi sem það sé gert í mótmælaskyni. Það er nú þannig samkvæmt okkar lýðræðisreglum að stjórnmálamenn sækja umboð sitt í kosningum á fjögurra ára fresti,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sína. Ljóst að margir flokkshollir eru Brynjari þakklátir fyrir skrifin en efasemdaraddirnar láta þó ekki á sér standa. Gunnar Smári er einn þeirra sem potar í Brynjar og vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé vandamálið, ekki lausnin. „Samkvæmt formanni þíns flokks eru helstu vandamál landsmanna óstjórnin í þeim málaflokkum sem hans flokksfólki hefur verið treyst fyrir: Innflytjendamál (dómsmálaráðuneytið), orkumál (umhverfis- og orkuráðuneytið) og verðbólgan (fjármálaráðuneytið). Formaðurinn þinn er því ósammála þér en sammála mótmælendum: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lausnin, Sjálfstæðisflokkurinn er vandamálið.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Undirskriftirnar eru orðnar 41.460 þúsund og segir Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi hann aldrei hafa séð annað eins. Undirskriftirnar fara hins vegar ógurlega í taugarnar á flokkshollum Sjálfstæðismönnum og þá ekki síst Brynjari Níelssyni. „Í okkar ágæta samfélagi snýst allt orðið um skoðanakannanir og mótmæli, ýmist með undirskriftum eða annars konar aðför að einstökum ráðherrum eða öðrum. Sumir virðast halda að það sé stjórnarskrárbundinn réttur þeirra til tjáningar að beita aðra ofbeldi, til dæmis með ógnunum eða valda fjárhagstjóni, svo lengi sem það sé gert í mótmælaskyni. Það er nú þannig samkvæmt okkar lýðræðisreglum að stjórnmálamenn sækja umboð sitt í kosningum á fjögurra ára fresti,“ skrifar Brynjar á Facebook-síðu sína. Ljóst að margir flokkshollir eru Brynjari þakklátir fyrir skrifin en efasemdaraddirnar láta þó ekki á sér standa. Gunnar Smári er einn þeirra sem potar í Brynjar og vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé vandamálið, ekki lausnin. „Samkvæmt formanni þíns flokks eru helstu vandamál landsmanna óstjórnin í þeim málaflokkum sem hans flokksfólki hefur verið treyst fyrir: Innflytjendamál (dómsmálaráðuneytið), orkumál (umhverfis- og orkuráðuneytið) og verðbólgan (fjármálaráðuneytið). Formaðurinn þinn er því ósammála þér en sammála mótmælendum: Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lausnin, Sjálfstæðisflokkurinn er vandamálið.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira