Reiðin kraumaði við ofsaakstur á Reykjanesbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2024 16:33 Bíllinn nálgast bíl Ingibjargar og brunar fram úr henni. Ökumaður skapaði mikla hættu á Reykjanesbrautinni í hádeginu á mánudaginn þegar hann skautaði á milli bíla á hraðferð í átt að höfuðborgarsvæðinu. Myndband náðist af ofsaakstrinum. Ingibjörg Haraldsdóttir var á leið frá Reykjanesbæ til höfuðborgarsvæðisins þegar fólksbíll kom á blússandi ferð fram úr henni. Þetta er á því svæði þar sem Reykjanesbrautin verður einbreið og álverið í Straumsvík í augsýn. „Ég lenti í árekstri við svipaðar aðstæður um jólin fyrir einu og hálfu ári, þá á leiðinni suður. Þess vegna var ég svo reið yfir þessu,“ segir Ingibjörg. Vísir hafði samband við Ingibjörgu í desember 2022 sem lýsti því hvernig ekið var á afturhlið bíls þeirra og stungið af. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum í Reykjanesbæ þegar bíll kom á mikilli siglingu vinstra megin við þau. Þetta var á svo til sama stað og nú nema hún á leiðinni suður. Ökumaðurinn stakk af og hefur ekkert sést til hans síðan. Hún segir lögregluna í Hafnarfirði ekki hafa sýnt mikinn áhuga á að rannsaka málið þrátt fyrir ábendingu sem hafi borist. Í framhaldi af árekstrinum í desember 2022 fór Ingibjörg og keypti sér myndavél í bílinn. „Ég mæli með því að allir séu með myndavél í bílnum sínum,“ segir Ingibjörg. Á myndbandi af ofsaakstrinum á mánudaginn sést bíllinn fara fram úr Ingibjörgu og í framhaldinu skauta fram hjá fleiri bílum. Ökumaðurinn keyrir utan vegar, hægra megin við bílinn, þegar honum sýnist og segir Ingibjörg að hann hafi að lokum horfið á leifturhraða í átt til Hafnarfjarðar. Hún segist bíða eftir því að Reykjanesbrautin verði tvöfölduð þarna eins og hún er nú orðin að stærstum hluta. Þá biðlar hún til fólks að fara varlega. „Flýta sér hægt. Hvað ætli hann hafi grætt á þessu?“ segir Ingibjörg og veltir fyrir sér sekúndurnar sem ökuþór sem hegði sér svona græði á endanum. Maðurinn hennar keyrir brautina á hverjum degi og verði reglulega vitni að hegðun á borð við þessa. Umferðaröryggi Umferð Lögreglumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Ingibjörg Haraldsdóttir var á leið frá Reykjanesbæ til höfuðborgarsvæðisins þegar fólksbíll kom á blússandi ferð fram úr henni. Þetta er á því svæði þar sem Reykjanesbrautin verður einbreið og álverið í Straumsvík í augsýn. „Ég lenti í árekstri við svipaðar aðstæður um jólin fyrir einu og hálfu ári, þá á leiðinni suður. Þess vegna var ég svo reið yfir þessu,“ segir Ingibjörg. Vísir hafði samband við Ingibjörgu í desember 2022 sem lýsti því hvernig ekið var á afturhlið bíls þeirra og stungið af. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum í Reykjanesbæ þegar bíll kom á mikilli siglingu vinstra megin við þau. Þetta var á svo til sama stað og nú nema hún á leiðinni suður. Ökumaðurinn stakk af og hefur ekkert sést til hans síðan. Hún segir lögregluna í Hafnarfirði ekki hafa sýnt mikinn áhuga á að rannsaka málið þrátt fyrir ábendingu sem hafi borist. Í framhaldi af árekstrinum í desember 2022 fór Ingibjörg og keypti sér myndavél í bílinn. „Ég mæli með því að allir séu með myndavél í bílnum sínum,“ segir Ingibjörg. Á myndbandi af ofsaakstrinum á mánudaginn sést bíllinn fara fram úr Ingibjörgu og í framhaldinu skauta fram hjá fleiri bílum. Ökumaðurinn keyrir utan vegar, hægra megin við bílinn, þegar honum sýnist og segir Ingibjörg að hann hafi að lokum horfið á leifturhraða í átt til Hafnarfjarðar. Hún segist bíða eftir því að Reykjanesbrautin verði tvöfölduð þarna eins og hún er nú orðin að stærstum hluta. Þá biðlar hún til fólks að fara varlega. „Flýta sér hægt. Hvað ætli hann hafi grætt á þessu?“ segir Ingibjörg og veltir fyrir sér sekúndurnar sem ökuþór sem hegði sér svona græði á endanum. Maðurinn hennar keyrir brautina á hverjum degi og verði reglulega vitni að hegðun á borð við þessa.
Umferðaröryggi Umferð Lögreglumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira